2,4 milljarða króna sektarheimildir

Stórfyrirtæki sem vinna mikið með persónuupplýsingar hafa tilhneigingu til að leita til ríkja þar sem reglugerðir og eftirlit eru linari en í öðrum ríkjum. Þetta segir Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Ný lög um persónuvernd voru samþykkt á Alþingi á síðustu dögum þingsins fyrir sumarfrí, en lögin tóku gildi innan Evrópusambandsins í lok maí. Björg, sem er stjórnarformaður Persónuverndar og einn af höfundum frumvarpsins, var gestur Bjartar Ólafsdóttur í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun.

Í þættinum ræddu þær meðal annars stórefldar valdheimildir stofnana á borð við Persónuvernd enda hafa eftirlitsstofnanirnar, eða landsstofnanirnar, eftir lagabreytinguna öðru og stærra hlutverki að gegna.

Ræddu þær Björt og Björg meðal annars fjárhæðir sekta, gerist fyrirtæki brotleg við persónuverndarlöggjöfina, en í lögunum er gert ráð fyrir að leggja megi allt að 2,4 milljarða króna stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. 

Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Björg Thorarensen í þættinum í morgun.
Björg Thorarensen í þættinum í morgun. Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert