Sinna bara bráðamálum vegna lokana

Loka þarf deildum á geðsviði á hverju ári vegna skorts ...
Loka þarf deildum á geðsviði á hverju ári vegna skorts á fjármagni og starfsfólki. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég vona alltaf að þetta sé síðasta sumarið sem ég þarf að loka. Við lokum minna í ár en í fyrra, en þetta eru enn þá umtalsverðar lokanir. Ég vona núna að þetta sé síðasta árið sem ég þarf að standa í þessu. Þetta er ekki gott. Við vitum reyndar að aðflæðið er minna á sumrin, þannig að tölfræðin styður við að þetta sé skásti tíminn til að loka, en það er enginn tími góður til að loka geðdeildum.“

Þetta segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, en loka þarf nokkrum deildum sviðsins í sumar vegna skorts á fjármagni og starfsfólki. „Ástæðan er sú að þetta sparar peninga, við þurfum að láta enda ná saman, og mönnunin er enn meiri ástæða. Við hreinlega höfum ekki hjúkrunarfræðinga til að manna deildina,“ útskýrir María.

Fíknideildin lokaði 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst, dagdeildin Hvítabandið og fimm daga endurhæfingardeild verða lokaðar í rúman mánuð og dagdeild átröskunarteymis í tæpa tvo mánuði. Heilt yfir standa lokanir í ár þó yfir í færri vikur en í fyrra, að sögn Maríu.

„Það er árvisst hjá okkur að loka þessum einingum. Við róterum móttökugeðdeildunum og í ár er það fíknigeðdeildin, móttökudeild fíknimeðferðar, sem við lokum. En svo því sé haldið til haga þá taka hinar deildirnar, sem eru opnar, við að þjónusta þennan sjúklingahóp.“

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í fréttum RÚV í gærkvöldi að lokun fíknideildarinnar væri mjög alvarleg og gæti orðið til þess að vandi þeirra sem þangað hefðu leitað verði flóknari og erfiðari. Hún sagði fíknigeðdeild vera fyrir ungt og mjög veikt fólk, að mikið af fíkniefnum væri í umferð og að hætta væri á að fólk færi í geðrof, sem endi í örorku fyrir marga.

„Það er mesti vöxt­ur­inn í þess­um hópi. Þetta er unga fólkið okk­ar og við eig­um auðvitað að gera allt sem við get­um til að koma í veg fyr­ir að það verði ör­orkuþegar framtíðar­inn­ar.“

Anna sagðist finna fyrir áhyggjum af lokun deildanna, sérstaklega hjá aðstandendum. María hefur einnig fundið fyrir þessum áhyggjum, bæði hjá sjúklingum og aðstandendum. Hún segir að vissulega hafi lokanirnar áhrif á þann viðkvæma hóp sem þarf á þjónustu geðsviðsins að halda, enda komi þær alltaf eitthvað niður á þjónustunni.

„Við lokum fimmtán rúmum en við reynum að sinna þeim sem eru í bráðavanda. Þetta kemur niður á biðlistum og slíkri þjónustu. Við erum bara í bráðamálunum og leggjum okkur öll fram um að láta þetta ganga.“

María vonast til að mönnunin komi til með að lagast á næstu misserum en spítalinn er með átaksverkefni í gangi þar sem reynt er að laða hjúkrunarfræðinga til starfa.

„Vonandi tekst það hjá okkur. Við þurfum líka meira fjármagn. Þetta tvennt hangir svolítið saman; fjármögnunin og að laða að fólk. Við erum með fleiri hjúkrunarfræðinga í ár en við vorum með í fyrra og það er ákveðin vísbending um að við séum að snúa við þessu olíuskipi.“

mbl.is

Innlent »

Tvö bílslys á Öxi

16:12 Tvö minniháttar bílslys urðu á Öxi í morgun og hafnaði önnur bifreiðin utan vegar. Sjúkrabíll var kallaður til en engin alvarleg slys urðu á fólki. Björgunarsveitin á Djúpavogi var kölluð út til aðstoðar á vettvangi þar sem færðin var mjög slæm á köflum. Fjöldi ferðamanna er á svæðinu og fáir á vetrardekkjum. Meira »

Fáir hnökrar í samræmdu prófunum

16:04 Nemendur í 7. bekk hafa nú lokið við töku samræmdra könnunarprófa í stærðfræði og íslensku en um það bil 4.100 nemendur þreyttu hvort próf. Í tveimur skólum varð tímabundin truflun á netsambandi við töku prófanna. Atvikin voru þó leyst á skömmum tíma og ekki þurfti að endurtaka prófin. Meira »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

15:45 „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

15:37 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »

Þurfi ekki að tala íslensku

15:20 Ekki verður lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku, samkvæmt frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Frítt í strætó á laugardag

15:15 Á morgun verður frítt í strætó allan daginn í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum, sem haldinn verður á morgun.   Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

15:08 Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Tveir lausir úr gæsluvarðhaldi

15:07 Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á mánudag vegna ráns í Hafnarfirði eru lausir úr haldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag en mennirnir losnuðu fyrr úr haldi. Landsréttur snéri við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir öðrum manninum. Meira »

SÍ greip inn í og seldi 9 milljónir evra

14:42 Í síðustu viku, þegar krónan hafði veikst um tæplega 7% frá mánaðarmótum og um rúmlega 2% innan dags, greip Seðlabankinn inn í og seldi 9 milljónir evra. Þetta eru fyrstu inngrip Seðlabankans síðan í nóvember 2017, þegar bankinn keypti 3 milljónir evra. Meira »

Myndi ríða rafrettuverslunum að fullu

14:34 Félag atvinnurekenda (FA) krefst þess að reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins um rafrettur verði felld úr gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða framleiðendur og innflytjendur rafrettna að tilkynna Neytendastofu um allar vörur sex mánuðum áður en þær eru settar á markað. Meira »

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

14:24 Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Barnaþing verði lögfest

14:12 Sérstakt barnaþing mun fara fram á tveggja ára fresti undir stjórn umboðsmanns barna, samkvæmt frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

14:07 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa. Meira »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »

Rólegt en kólnandi veður um helgina

13:04 Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á sunnudag fer að hvessa og talsverð rigning verður á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, ásamt hvassviðri. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

13:04 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

13:01 Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.  Meira »

Vilja byggja þyrlupall á Heimaey

12:00 Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að „auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.“ Meira »
Fimm herbergja íbúð í Þingholtunum
Fimm herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 295 þúsund. Íbúðin leigist rey...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...