Þyrlan er þarfaþing við framkvæmdirnar

Þyrlan við efnisflutninga í Reykjadal.
Þyrlan við efnisflutninga í Reykjadal. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þyrla hefur síðustu daga verið notuð til efnisflutninga við stígagerð í Reykjadal inn af Hvergerði.

Alls 100 tonn af möl eru flutt ofan af Hellisheiði með þyrlunni en neðan í hana er hengt síló sem tekur 800 kg.

„Þetta verða alls 130 ferðir og hver tekur sex mínútur. Þyrlan er frábær í svona verkefni; vinnan verður auðveld og ætti ekki að taka langan tíma,“ segir Haukur Harðarson hjá þyrluþjónustunni Helo í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert