Hafði merkjaskipti við löggu í Volgograd

Friðbjörn Bragi Hlynsson, Jón Örn Haraldsson og Magnea Dröfn Hlynsdóttir ...
Friðbjörn Bragi Hlynsson, Jón Örn Haraldsson og Magnea Dröfn Hlynsdóttir hress saman í Volgograd. mbl.is/Eggert

Jón Örn Haraldsson lögreglumaður er í Volgograd í Rússlandi þar sem hann ætlar að sjá leik Íslands og Nígeríu á morgun. Eitt það fyrsta sem hann gerði eftir komuna til Volgograd var að skiptast á lögreglumerkjum, eða svokölluðum „pötchum“, við lögreglumann í borginni.

„Það er svona áhugamál hjá sumum löggum að reyna að skiptast á „pötchum“ og að eiga frá öllum löndum,“ segir Jón Örn og bætir því við að oft séu slík skipti skipulögð fyrirfram í gegnum alþjóðasamtök lögreglumanna. Merkjaskiptin í Volgograd urðu þó fyrir algjöra tilviljun, en Jón hafði ætlað að lauma sér inn á lögreglustöð og fá merki þar.

„Þetta kom þannig til að við vorum að fara frá lestarstöðinni og á leið upp á hótel og vorum að reyna að læra á leigubíla-app í símanum og hittum rússneskt fólk sem hjálpaði okkur og pantaði leigubíl. Síðan var það einhver svindlari sem kom og hann vildi ekki taka reiðufé heldur bara kort og svona og það varð einhver reikistefna hjá honum og þeim sem voru að hjálpa okkur.

Jón Örn, Magnea og Friðbjörn ásamt lögreglumanninum rússneska (t.v.) og ...
Jón Örn, Magnea og Friðbjörn ásamt lögreglumanninum rússneska (t.v.) og rússneska parinu sem kom þeim til aðstoðar við lestarstöðina. Ljósmynd/Aðsend

Svo kom þarna lögreglumaður eiginlega bara af forvitni og spurði hvað væri í gangi og rússneska parið útskýrði það fyrir honum,“ segir Jón Örn.

Lögreglumaðurinn sá hvernig í pottinn var búið og ákvað að bjóða íslensku stuðningsmönnunum far upp á hótel í sínum einkabíl.

„Ég var með „patchann“ í bakpokanum hjá mér og sagðist ætla að láta hann fá hann og spurði hvort að hann ætti merki fyrir mig. Hann fór eitthvað að leita í bílnum sínum og síðan reif hann eiginlega bara utan af skyrtunni hjá sér einn „patcha“ og lét mig fá,“ segir Jón Örn, sáttur með að hafa bætt einu lögreglumerki í safnið sitt.

Merkið sem Jón Örn fékk frá rússneska lögreglumanninum.
Merkið sem Jón Örn fékk frá rússneska lögreglumanninum. Ljósmynd/Aðsend

Telur að Ísland vinni á morgun

Jón Örn og ferðafélagar hans voru fimm nætur í Moskvu, en náðu ekki að fá miða á leik Íslands og Argentínu síðasta laugardag og horfðu á leikinn á stuðningsmannasvæðinu þar.

„Við vorum nokkrir Íslendingar þar saman og hópur af Rússum fyrir aftan okkur sem studdu Ísland og svo nokkuð af Argentínumönnum sem þögðu eiginlega allan leikinn eftir að við vorum búin að jafna,“ segir Jón Örn.

Jón Örn og ferðafélagar með Nígeríumanni við styttuna risavöxnu sem ...
Jón Örn og ferðafélagar með Nígeríumanni við styttuna risavöxnu sem gnæfir yfir Volgograd. Ljósmynd/Aðsenda

Jón Örn var á vappinu um Volgograd ásamt kærustu sinni Magneu Dröfn og Friðbirni Braga mági sínum er ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is rakst á þau. Hann segir að sér þyki mikið til borgarinnar koma.

„Þetta er alveg frekar stórfenglegt finnst mér, sérstaklega styttan hérna, heljarinnar mannvirki,“ segir Jón Örn, en þar segist hann hafa hitt mikið af Íslendingum í dag og að greinilega hafi margir verið með sama ferðaplanið í dag. Nígeríumennirnir virðast ekki jafn margir, en þó segir Jón að hann hafi séð nokkra í borginni í dag.

En hvernig fer leikurinn á morgun?

„Ég held að þetta fari bara 2-0 fyrir okkur, þægilegt. Við verðum aðeins minna með boltann, þannig viljum við hafa það. En við setjum tvö þægileg mörk,“ segir Jón Örn.

mbl.is

Innlent »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Siðferðisgáttin og sálfræðistofa í samstarf

16:34 Hagvangur mun hér eftir vísa þeim málum sem koma í gegnum Siðferðisgáttina til sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf., séu málin þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Meira »

Ætla sér að slá í gegn

16:30 Dömurnar í The Post Performance Blues Band ætla að gefa sér eitt ár til að slá í gegn. Ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Fyrst er meiningin að koma sér á kortið í London. „Ef fyrirætlunin gengur ekki eftir leggjum við árar í bát og hættum,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Meira »

Gætu verið byrjuð að afnema skerðinguna

16:28 „Ég vek athygli á því að á sama tíma og Öryrkjabandalagið ætlar að fara í mál við ríkið vegna þessara ömurlegu skerðinga þá hafnaði Öryrkjabandalagið og þingmaðurinn þessari tillögu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Segja verkföll bara ná til félagsmanna

16:19 Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna verkalýðsfélagsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins á vef sínum og ítreka að boðuð verkföll nái einungis til þeirra starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Meira »
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.17,000,- uppl. 8691204....
3 herbergja orlofsíbúð til leigu á Þing
3 herbergja orlofsíbúð til leigu á Þingeyri við Dýrafjörð, til sumardvarlar. Fyr...
GEYMSLUHÚSNÆÐI - BÍLSKÚR
TIL LEIGU TÆPLEGA 30 FM. BÍLSKÚR / GEYMSLUHÚSNÆÐI VIÐ MÓHELLU Í HF. LOKAÐ VAKTAÐ...