Hafði merkjaskipti við löggu í Volgograd

Friðbjörn Bragi Hlynsson, Jón Örn Haraldsson og Magnea Dröfn Hlynsdóttir ...
Friðbjörn Bragi Hlynsson, Jón Örn Haraldsson og Magnea Dröfn Hlynsdóttir hress saman í Volgograd. mbl.is/Eggert

Jón Örn Haraldsson lögreglumaður er í Volgograd í Rússlandi þar sem hann ætlar að sjá leik Íslands og Nígeríu á morgun. Eitt það fyrsta sem hann gerði eftir komuna til Volgograd var að skiptast á lögreglumerkjum, eða svokölluðum „pötchum“, við lögreglumann í borginni.

„Það er svona áhugamál hjá sumum löggum að reyna að skiptast á „pötchum“ og að eiga frá öllum löndum,“ segir Jón Örn og bætir því við að oft séu slík skipti skipulögð fyrirfram í gegnum alþjóðasamtök lögreglumanna. Merkjaskiptin í Volgograd urðu þó fyrir algjöra tilviljun, en Jón hafði ætlað að lauma sér inn á lögreglustöð og fá merki þar.

„Þetta kom þannig til að við vorum að fara frá lestarstöðinni og á leið upp á hótel og vorum að reyna að læra á leigubíla-app í símanum og hittum rússneskt fólk sem hjálpaði okkur og pantaði leigubíl. Síðan var það einhver svindlari sem kom og hann vildi ekki taka reiðufé heldur bara kort og svona og það varð einhver reikistefna hjá honum og þeim sem voru að hjálpa okkur.

Jón Örn, Magnea og Friðbjörn ásamt lögreglumanninum rússneska (t.v.) og ...
Jón Örn, Magnea og Friðbjörn ásamt lögreglumanninum rússneska (t.v.) og rússneska parinu sem kom þeim til aðstoðar við lestarstöðina. Ljósmynd/Aðsend

Svo kom þarna lögreglumaður eiginlega bara af forvitni og spurði hvað væri í gangi og rússneska parið útskýrði það fyrir honum,“ segir Jón Örn.

Lögreglumaðurinn sá hvernig í pottinn var búið og ákvað að bjóða íslensku stuðningsmönnunum far upp á hótel í sínum einkabíl.

„Ég var með „patchann“ í bakpokanum hjá mér og sagðist ætla að láta hann fá hann og spurði hvort að hann ætti merki fyrir mig. Hann fór eitthvað að leita í bílnum sínum og síðan reif hann eiginlega bara utan af skyrtunni hjá sér einn „patcha“ og lét mig fá,“ segir Jón Örn, sáttur með að hafa bætt einu lögreglumerki í safnið sitt.

Merkið sem Jón Örn fékk frá rússneska lögreglumanninum.
Merkið sem Jón Örn fékk frá rússneska lögreglumanninum. Ljósmynd/Aðsend

Telur að Ísland vinni á morgun

Jón Örn og ferðafélagar hans voru fimm nætur í Moskvu, en náðu ekki að fá miða á leik Íslands og Argentínu síðasta laugardag og horfðu á leikinn á stuðningsmannasvæðinu þar.

„Við vorum nokkrir Íslendingar þar saman og hópur af Rússum fyrir aftan okkur sem studdu Ísland og svo nokkuð af Argentínumönnum sem þögðu eiginlega allan leikinn eftir að við vorum búin að jafna,“ segir Jón Örn.

Jón Örn og ferðafélagar með Nígeríumanni við styttuna risavöxnu sem ...
Jón Örn og ferðafélagar með Nígeríumanni við styttuna risavöxnu sem gnæfir yfir Volgograd. Ljósmynd/Aðsenda

Jón Örn var á vappinu um Volgograd ásamt kærustu sinni Magneu Dröfn og Friðbirni Braga mági sínum er ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is rakst á þau. Hann segir að sér þyki mikið til borgarinnar koma.

„Þetta er alveg frekar stórfenglegt finnst mér, sérstaklega styttan hérna, heljarinnar mannvirki,“ segir Jón Örn, en þar segist hann hafa hitt mikið af Íslendingum í dag og að greinilega hafi margir verið með sama ferðaplanið í dag. Nígeríumennirnir virðast ekki jafn margir, en þó segir Jón að hann hafi séð nokkra í borginni í dag.

En hvernig fer leikurinn á morgun?

„Ég held að þetta fari bara 2-0 fyrir okkur, þægilegt. Við verðum aðeins minna með boltann, þannig viljum við hafa það. En við setjum tvö þægileg mörk,“ segir Jón Örn.

mbl.is

Innlent »

Innbrot enn til rannsóknar

10:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar fjölmörg innbrot í bifreiðar að undanförnu. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa nokkrir einstaklingar verið handteknir í tengslum við rannsóknina og þeir yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Meira »

Bótamál Ástu Kristínar til Hæstaréttar

10:21 Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Ásta Kristín var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi og krafðist þess að ríkinu yrði gert að greiða henni fjórar milljónir í skaðabætur vegna málsins. Meira »

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

10:15 Agnes Smáradóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði Landspítala frá 1. desember 2018 til næstu 5 ára. Meira »

Ók af ásetningi á aðra bifreið

10:06 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættu- og umferðarlagabrot 24. febrúar á þessu ári. Í fyrri ákæruliðnum kemur að hann hafi ekið bifreið af ásetningi á aðra bifreið á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún skall á vegrið og valt. Meira »

Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni

10:06 Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

55,7% milljarðar í rannsóknir og þróunarstarf

09:03 Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017 voru 55,7 milljarðar króna en það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu. Meira »

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

08:51 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna

08:42 Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu. Meira »

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

07:57 „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Meira »

Styttist í sviðslistafrumvarpið

07:37 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Meira »

Varað við stormi

06:59 Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu. Meira »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »

Úrræðaleysið algjört

05:30 Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í umræðuhópnum Góða systir. Meira »

Kanni bótaskyldu vegna Banksy

05:30 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgun listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr. Meira »

Hrun hjá haustfeta

05:30 Eftir að haustfeti hafði varla sést í haust kom smáskot í síðustu viku og sjá mátti fiðrildið við útiljós við heimili fólks.  Meira »

Þverárkot í vegasamband

05:30 „Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar. Meira »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »
LAGER AF DIM UNDIRFATNAÐI TIL SÖLU!
Til sölu lager af DIM dömu undirfatnaði, sokkabuxum, sokkum ásamt herra nærfatn...
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...
Til leigu
Íbúð til leigu Ca. 100 m2 íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi í suðurhlíðum Kópavogs,...