Hafði merkjaskipti við löggu í Volgograd

Friðbjörn Bragi Hlynsson, Jón Örn Haraldsson og Magnea Dröfn Hlynsdóttir ...
Friðbjörn Bragi Hlynsson, Jón Örn Haraldsson og Magnea Dröfn Hlynsdóttir hress saman í Volgograd. mbl.is/Eggert

Jón Örn Haraldsson lögreglumaður er í Volgograd í Rússlandi þar sem hann ætlar að sjá leik Íslands og Nígeríu á morgun. Eitt það fyrsta sem hann gerði eftir komuna til Volgograd var að skiptast á lögreglumerkjum, eða svokölluðum „pötchum“, við lögreglumann í borginni.

„Það er svona áhugamál hjá sumum löggum að reyna að skiptast á „pötchum“ og að eiga frá öllum löndum,“ segir Jón Örn og bætir því við að oft séu slík skipti skipulögð fyrirfram í gegnum alþjóðasamtök lögreglumanna. Merkjaskiptin í Volgograd urðu þó fyrir algjöra tilviljun, en Jón hafði ætlað að lauma sér inn á lögreglustöð og fá merki þar.

„Þetta kom þannig til að við vorum að fara frá lestarstöðinni og á leið upp á hótel og vorum að reyna að læra á leigubíla-app í símanum og hittum rússneskt fólk sem hjálpaði okkur og pantaði leigubíl. Síðan var það einhver svindlari sem kom og hann vildi ekki taka reiðufé heldur bara kort og svona og það varð einhver reikistefna hjá honum og þeim sem voru að hjálpa okkur.

Jón Örn, Magnea og Friðbjörn ásamt lögreglumanninum rússneska (t.v.) og ...
Jón Örn, Magnea og Friðbjörn ásamt lögreglumanninum rússneska (t.v.) og rússneska parinu sem kom þeim til aðstoðar við lestarstöðina. Ljósmynd/Aðsend

Svo kom þarna lögreglumaður eiginlega bara af forvitni og spurði hvað væri í gangi og rússneska parið útskýrði það fyrir honum,“ segir Jón Örn.

Lögreglumaðurinn sá hvernig í pottinn var búið og ákvað að bjóða íslensku stuðningsmönnunum far upp á hótel í sínum einkabíl.

„Ég var með „patchann“ í bakpokanum hjá mér og sagðist ætla að láta hann fá hann og spurði hvort að hann ætti merki fyrir mig. Hann fór eitthvað að leita í bílnum sínum og síðan reif hann eiginlega bara utan af skyrtunni hjá sér einn „patcha“ og lét mig fá,“ segir Jón Örn, sáttur með að hafa bætt einu lögreglumerki í safnið sitt.

Merkið sem Jón Örn fékk frá rússneska lögreglumanninum.
Merkið sem Jón Örn fékk frá rússneska lögreglumanninum. Ljósmynd/Aðsend

Telur að Ísland vinni á morgun

Jón Örn og ferðafélagar hans voru fimm nætur í Moskvu, en náðu ekki að fá miða á leik Íslands og Argentínu síðasta laugardag og horfðu á leikinn á stuðningsmannasvæðinu þar.

„Við vorum nokkrir Íslendingar þar saman og hópur af Rússum fyrir aftan okkur sem studdu Ísland og svo nokkuð af Argentínumönnum sem þögðu eiginlega allan leikinn eftir að við vorum búin að jafna,“ segir Jón Örn.

Jón Örn og ferðafélagar með Nígeríumanni við styttuna risavöxnu sem ...
Jón Örn og ferðafélagar með Nígeríumanni við styttuna risavöxnu sem gnæfir yfir Volgograd. Ljósmynd/Aðsenda

Jón Örn var á vappinu um Volgograd ásamt kærustu sinni Magneu Dröfn og Friðbirni Braga mági sínum er ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is rakst á þau. Hann segir að sér þyki mikið til borgarinnar koma.

„Þetta er alveg frekar stórfenglegt finnst mér, sérstaklega styttan hérna, heljarinnar mannvirki,“ segir Jón Örn, en þar segist hann hafa hitt mikið af Íslendingum í dag og að greinilega hafi margir verið með sama ferðaplanið í dag. Nígeríumennirnir virðast ekki jafn margir, en þó segir Jón að hann hafi séð nokkra í borginni í dag.

En hvernig fer leikurinn á morgun?

„Ég held að þetta fari bara 2-0 fyrir okkur, þægilegt. Við verðum aðeins minna með boltann, þannig viljum við hafa það. En við setjum tvö þægileg mörk,“ segir Jón Örn.

mbl.is

Innlent »

Á von á því að ljósmæður samþykki

11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »
Toyota LandCruiser 90 VX 1998
Sjálfskiptur, 3,4 lítra V6 bensínvél. Vel viðhaldið, skoðaður 2019. Ekinn 231 þú...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...