Líkamsárásir og 12 fíkniefnamál

Nánast allir gestir Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar komast ekki í kast …
Nánast allir gestir Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar komast ekki í kast við lögin og skemmtu sér hið besta. mbl.is/Valli

 Lögreglan þurfti að hafa afskipti af tólf einstaklingum vegna vörslu fíkniefna í gærkvöldi og nótt í Laugardalnum. Secret Solstice tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi en undanfarna daga hafa komið upp tugir fíkniefnamála á hverjum degi í tengslum við hátíðina.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru bókaðar tvær líkamsárásir á hátíðinni í gærkvöldi. Um eitt í nótt var tilkynnt um mann brjóta rúðu í bifreið við Knarrarvog. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar með muni úr bifreiðinni og er hann grunaður um  þjófnað og eignaspjöll. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls  í fangageymslu lögreglu.

Lögreglan stöðvaði bifreið á Reykjavegi í gærkvöldi og reyndist hún vera ótryggð og voru skráningarmerki klippt af.

Upp úr eitt í nótt stöðvaði lögreglan för bifreiðar sem ekið var fyrir lögreglubifreið í forgangsakstri á Sæbraut við Sigluvog. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og svigakstur.

Um svipað leyti var bifreið stöðvuð í Laugardalnum. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi ( ítrekað brot ).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert