Airport Direct sigraði A-flokkinn

Keppandi Airport Direct fremstur í hjópi fjögurra hjólreiðamanna í WOW …
Keppandi Airport Direct fremstur í hjópi fjögurra hjólreiðamanna í WOW Cyclothon. Efstu liðin héldu sig saman lengst af í keppninni en Airport Direct tók forystuna við Seltún. Ljósmynd/Hörður Ragnarsson

Liðið Airport Direct sigraði A-flokk karla í WOW cyclothon. Þeir komu í mark skammt frá Kleifavartni á tímanum 39:53:05. Í öðru sæti var liðið Harðkjarna á 39:59:29 og í þriðja sæti voru Cannondale GÁP Elite á 41:00:46. Liðin í A-flokki eru skipuð fjórum hjólreiðamönnum.

Stutt var á milli þessa þriggja liða stærstan hluta keppninnar en á Suðurlandi slitu Airport Direct og Harðkjarna sig í burtu. Þegar komið var við Seltún tók Airport Direct hins vegar forystunni og hélt henni alveg að endamarkinu.

Fyrr í dag og í gærkvöldi voru brautarmet slegin í einstaklingsflokki og B-flokki karla. Ekki tókst að slá met í A flokki en það var sett árið 2015 af liðinu Eldfljótir með Ergo og er 38:43:55. Úrslit í B flokki, þar sem lið skipuð tíu hjólurum keppa sín á milli, réðust snemma í morgun þegar Sensa kom fyrst í mark og Eiríkur Ingi Jóhannsson sigraði einstaklingsflokkinn seint í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert