Eins og það hafi átt að klára staflann

Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.
Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ. mynd/ASÍ

„Úrskurðurinn er svolítið óvenjulegur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands (ASÍ), í samtali við mbl.is. 48 forstöðumenn ríkisstofnana fengu í gær bréf frá kjararáði þar sem þeim er tilkynnt um launahækkanir.

Ákvörðun kjararáðs tek­ur til beiðna um launa­hækk­an­ir sem bár­ust frá for­stöðumönn­um rík­is­stofn­ana á ár­un­um 2016 og 2017 og tveim­ur fyr­ir þann tíma. Kveðið er á um mánaðarlaun og ein­ing­ar fyr­ir störf­in í úr­sk­urðinum. Hann leiðir til þess að laun for­stöðumann­anna breyt­ast mis­mikið, en veg­in meðaltals­hækk­un er um það bil 10,8%. Hækk­un­in gild­ir frá 1. des­em­ber í fyrra.

Henný segir að fyrir utan hækkunina veki athygli að þarna sé verið að úrskurða um fjölda forstöðumanna í einu lagi. Á vefsíðu kjararáðs má sjá að árið 2017 var eitt skjal með rökstuðningi fyrir hækkun hvers forstöðumanns, til að mynda hét skjal „Orkumálastjóri“ og annað „Forstjóri Landsnets“ o.s.frv. Fyrir úrskurðinn sem birtur var í gær stendur eingöngu „Ýmis störf sem heyra undir kjararáð“.

Henný segir að forstöðumennirnir sendi sjálfir inn ósk um að laun þeirra séu endurskoðuð og því fylgi rökstuðningur. Yfirleitt þegar úrskurðir eru birtir er gerð grein fyrir þeirra rökum og ráðið óskar eftir umsögnum frá viðkomandi ráðuneytum.

„Það er ekki verið að úrskurða með þessum hætti nema það hafi orðið einhver breyting á starfinu eða eitthvað slíkt. Þetta kemur til viðbótar þeim almennu hækkunum sem kjararáð úrskurðar um til allra sem undir ráðið hafa heyrt,“ segir Henný.

Mjög vond stjórnsýsla

Hún segir að það veki athygli að engan rökstuðning sé að finna í úrskurðinum. „Það er bara talað um að mig minnir á einum stað í rökstuðningi að það hafi orðið ýmsar breytingar á lögum og hlutverkum margra þessara stofnana. Þetta er mjög takmarkaður rökstuðningur. „Það er eins og verið sé að klára þann stafla sem eftir varð þegar leggja átti ráðið niður. Þetta er mjög vond stjórnsýsla.

Á vefsíðu ASÍ er úrskurðinn gagnrýndur. Þar segir að svanasöngur kjararáðs séu kaldar kveðjur til launafólks sem komi í kjölfarið á fréttum af tugprósenta hækkunum á launum forstöðumanna ríkisfyrirtækja.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá til þess að hækkanirnar verði fordæmisgefandi í komandi kjaraviðræðum, enda metnar „hóflegar“ af viðkomandi stjórnum. Það sé óásættanlegt að í þessu landi búi tvær þjóðir, yfirvaldið og almenningur sem um gildi mismunandi lögmál. Við það muni verkalýðshreyfingin aldrei sætta sig.

mbl.is

Innlent »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin.” Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Í gær, 18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

Í gær, 18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki - eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefsins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Slösuð kona sótt í Reykjadal

Í gær, 17:31 Hjálparsveit skáta í Hveragerði var í dag kölluð út vegna konu sem tilkynnt var um að hefði slasast í Reykjadal ofan Hveragerðis. Meira »

Varað við kröftugum vindhviðum

Í gær, 15:40 Varasöm akstursskilyrði munu skapast sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þá gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm og jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi en sjókomu á heiðum og fjallvegum. Meira »

Bílvelta við Hof á Akureyri

Í gær, 15:34 Bifreið valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki. Meira »

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

Í gær, 14:43 Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en annars hálka á flestum fjallvegum í landshlutanum og hálkublettir víða á láglendi. Meira »

Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

Í gær, 13:58 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt. Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Meira »

Ljúf stemning í Heiðmörk

Í gær, 12:02 Það er ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk nú um helgina á hinum sívinsæla jólamarkaði.   Meira »

Fjölbreytni skilar betri vinnustað

Í gær, 11:45 Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks. Meira »

117% nýting sjúkrarúma

Í gær, 11:41 „Enn þyngist róðurinn hjá okkur á spítalanum,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vef sjúkrahússins. Hann segir að í nýliðinni viku hafi rúmanýtingin náð 117% á bráðalegudeildum en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að hún sé um 85%. Meira »

Flutningaskip strand á sandrifi

Í gær, 10:41 Hollenskt flutningaskip strandaði á litlu sandrifi í Hornafjarðarhöfn um áttaleytið í morgun. Ólíklegt er að skipið hafi skemmst og vonast er til þess að það losni af strandstað á næsta flóði í kvöld. Meira »

Hvernig munu spilin leggjast?

Í gær, 08:53 Eftir storminn í íslenskri pólitík undanfarna viku vegna Klausturmálsins ætla þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM, að fara yfir pólitíska landslagið og framhaldið á þingi. Þau verða gestir á Þingvöllum klukkan 10 á K100. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

Í gær, 08:44 Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Veðurstofan spáir stormi

Í gær, 08:05 Veðurstofan varar við því að á morgun muni ganga á með hvassviðri og stormi síðdegis. Rigning verður á láglendi en snjókoma á heiðum. Meira »

Ráðist á dyravörð

Í gær, 07:57 Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fylltust í nótt. Þegar þær í Reykjavík voru orðnar fullar var byrjað að vista fólk, sem handtekið var vegna ýmissa meintra brota, í Hafnarfirði. Meira »
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...