Eins og það hafi átt að klára staflann

Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.
Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ. mynd/ASÍ

„Úrskurðurinn er svolítið óvenjulegur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands (ASÍ), í samtali við mbl.is. 48 forstöðumenn ríkisstofnana fengu í gær bréf frá kjararáði þar sem þeim er tilkynnt um launahækkanir.

Ákvörðun kjararáðs tek­ur til beiðna um launa­hækk­an­ir sem bár­ust frá for­stöðumönn­um rík­is­stofn­ana á ár­un­um 2016 og 2017 og tveim­ur fyr­ir þann tíma. Kveðið er á um mánaðarlaun og ein­ing­ar fyr­ir störf­in í úr­sk­urðinum. Hann leiðir til þess að laun for­stöðumann­anna breyt­ast mis­mikið, en veg­in meðaltals­hækk­un er um það bil 10,8%. Hækk­un­in gild­ir frá 1. des­em­ber í fyrra.

Henný segir að fyrir utan hækkunina veki athygli að þarna sé verið að úrskurða um fjölda forstöðumanna í einu lagi. Á vefsíðu kjararáðs má sjá að árið 2017 var eitt skjal með rökstuðningi fyrir hækkun hvers forstöðumanns, til að mynda hét skjal „Orkumálastjóri“ og annað „Forstjóri Landsnets“ o.s.frv. Fyrir úrskurðinn sem birtur var í gær stendur eingöngu „Ýmis störf sem heyra undir kjararáð“.

Henný segir að forstöðumennirnir sendi sjálfir inn ósk um að laun þeirra séu endurskoðuð og því fylgi rökstuðningur. Yfirleitt þegar úrskurðir eru birtir er gerð grein fyrir þeirra rökum og ráðið óskar eftir umsögnum frá viðkomandi ráðuneytum.

„Það er ekki verið að úrskurða með þessum hætti nema það hafi orðið einhver breyting á starfinu eða eitthvað slíkt. Þetta kemur til viðbótar þeim almennu hækkunum sem kjararáð úrskurðar um til allra sem undir ráðið hafa heyrt,“ segir Henný.

Mjög vond stjórnsýsla

Hún segir að það veki athygli að engan rökstuðning sé að finna í úrskurðinum. „Það er bara talað um að mig minnir á einum stað í rökstuðningi að það hafi orðið ýmsar breytingar á lögum og hlutverkum margra þessara stofnana. Þetta er mjög takmarkaður rökstuðningur. „Það er eins og verið sé að klára þann stafla sem eftir varð þegar leggja átti ráðið niður. Þetta er mjög vond stjórnsýsla.

Á vefsíðu ASÍ er úrskurðinn gagnrýndur. Þar segir að svanasöngur kjararáðs séu kaldar kveðjur til launafólks sem komi í kjölfarið á fréttum af tugprósenta hækkunum á launum forstöðumanna ríkisfyrirtækja.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá til þess að hækkanirnar verði fordæmisgefandi í komandi kjaraviðræðum, enda metnar „hóflegar“ af viðkomandi stjórnum. Það sé óásættanlegt að í þessu landi búi tvær þjóðir, yfirvaldið og almenningur sem um gildi mismunandi lögmál. Við það muni verkalýðshreyfingin aldrei sætta sig.

mbl.is

Innlent »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

Í gær, 18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

Í gær, 17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Í gær, 17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Í gær, 17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

Í gær, 17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

Í gær, 16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

Í gær, 16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

Í gær, 16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

Í gær, 15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »
- íbúð til leigu.
Lítil íbúð til leigu í Biskupstungum, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...