3,5 milljóna eingreiðsla vegna kjararáðs

Mánaðarlaun forstjóra Landspítalans hækkuðu um hálfa milljón við úrskurðinn.
Mánaðarlaun forstjóra Landspítalans hækkuðu um hálfa milljón við úrskurðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forstjóri Landspítalans fékk greiddar rúmar sex milljónir nú um mánaðamótin eftir ákvörðun kjararáðs um launahækkanir frá í síðasta mánuði. Þar af nam eingreiðsla vegna afturvirkra hækkana 3,5 milljónum en laun júlímánaðar voru 2,5 milljónir. Hann er einn 48 forstöðumanna ríkisstofnana hverra starf var „endurmetið“ í síðasta mánuði.

Laun forstjórans voru áður 2.088.993 krónur á mánuði en eru nú 2.586.913 krónur. Munar þar um 497.000 krónum eða tæpum 24%. Launahækkunin skýrist af því að yfirvinnueiningum forstjórans er fjölgað úr 100 í 135 auk þess sem hann er færður upp í launaflokki.

Ákvörðun kjararáðs er afturvirk frá 1. desember 2017 og við útborgun um mánaðamótin fengu ríkisforstjórarnir því greiddan mismuninn milli gömlu launanna og þeirra nýju sjö mánuði aftur í tímann að viðbættum mánaðarlaunum júlímánaðar.

Því fékk forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, 6.072.353 krónur greiddar um mánaðamótin, fyrir skatt.

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.
Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Mánaðamótin voru líka gjöful hjá rektor Háskóla Íslands. Kjararáð fjölgaði yfirvinnueiningum hans úr 38 í 40 og hækkaði um launaflokk og hækkuðu laun hans því úr 1.353.571 krónu í 1.634.723 krónur. Launahækkunin nemur einföldum lágmarkslaunum, 281.152 krónum eða sem nemur 21%. Afturvirk leiðrétting og mánaðarlaun fyrir júlí hafa því fært rektor um 3,6 milljóna eingreiðslu nú um mánaðamót.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins fær öllu minni hækkun en hinir tveir, en er eftir sem áður næsthæstur þeirra 48 forstjóra sem ráðið tók fyrir í úrskurðinum. Laun hans eru 1.649.043 krónur á mánuði en voru 1.536.973 krónur. Hækkunin nemur 112.070 krónum eða 7,3% af launum. Ástæða þess að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hækkar minna en starfsbræður hans í Háskólanum og spítalanum er sú að yfirvinnueiningum hans er ekki fjölgað. Þær eru enn 50, þótt starfið sé fært upp um launaflokk.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjararáð var lagt niður um mánaðamótin. Laun þeirra sem heyrðu undir ráðið réðust af þeim launaflokki sem ráðið setti starfið í og átti það að „taka tillit til starfsskyldna og ábyrgðar, hæfniskrafna, vinnuframlags og álags er starfi fylgja“ að því er sagði í lögum um kjararáð.

Ráðið setti síðan launatöflu þar sem krónutala fyrir hvern flokk er ákvörðuð. Sú tafla er uppfærð reglulega og skal það gert í samræmi við almenna launaþróun í landinu; síðast árið 2016, en fyrir það árlega frá árinu 2011.

Með ákvörðun sinni frá í síðasta mánuði var kjararáð ekki að uppfæra launatöfluna heldur að endurmeta störfin, færa forstjórana upp launaflokka og fjölga yfirvinnueiningum. 

Eins og kom fram í umfjöllun mbl.is í gær er hinn nýi úrskurður ráðsins óvenjulegur fyrir þær sakir að enginn rökstuðningur fylgir endurmatinu á störfunum, ólíkt því sem áður hefur tíðkast. 

mbl.is

Innlent »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

19:12 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25 km frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Glæsibær
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...