3,5 milljóna eingreiðsla vegna kjararáðs

Mánaðarlaun forstjóra Landspítalans hækkuðu um hálfa milljón við úrskurðinn.
Mánaðarlaun forstjóra Landspítalans hækkuðu um hálfa milljón við úrskurðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forstjóri Landspítalans fékk greiddar rúmar sex milljónir nú um mánaðamótin eftir ákvörðun kjararáðs um launahækkanir frá í síðasta mánuði. Þar af nam eingreiðsla vegna afturvirkra hækkana 3,5 milljónum en laun júlímánaðar voru 2,5 milljónir. Hann er einn 48 forstöðumanna ríkisstofnana hverra starf var „endurmetið“ í síðasta mánuði.

Laun forstjórans voru áður 2.088.993 krónur á mánuði en eru nú 2.586.913 krónur. Munar þar um 497.000 krónum eða tæpum 24%. Launahækkunin skýrist af því að yfirvinnueiningum forstjórans er fjölgað úr 100 í 135 auk þess sem hann er færður upp í launaflokki.

Ákvörðun kjararáðs er afturvirk frá 1. desember 2017 og við útborgun um mánaðamótin fengu ríkisforstjórarnir því greiddan mismuninn milli gömlu launanna og þeirra nýju sjö mánuði aftur í tímann að viðbættum mánaðarlaunum júlímánaðar.

Því fékk forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, 6.072.353 krónur greiddar um mánaðamótin, fyrir skatt.

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.
Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Mánaðamótin voru líka gjöful hjá rektor Háskóla Íslands. Kjararáð fjölgaði yfirvinnueiningum hans úr 38 í 40 og hækkaði um launaflokk og hækkuðu laun hans því úr 1.353.571 krónu í 1.634.723 krónur. Launahækkunin nemur einföldum lágmarkslaunum, 281.152 krónum eða sem nemur 21%. Afturvirk leiðrétting og mánaðarlaun fyrir júlí hafa því fært rektor um 3,6 milljóna eingreiðslu nú um mánaðamót.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins fær öllu minni hækkun en hinir tveir, en er eftir sem áður næsthæstur þeirra 48 forstjóra sem ráðið tók fyrir í úrskurðinum. Laun hans eru 1.649.043 krónur á mánuði en voru 1.536.973 krónur. Hækkunin nemur 112.070 krónum eða 7,3% af launum. Ástæða þess að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hækkar minna en starfsbræður hans í Háskólanum og spítalanum er sú að yfirvinnueiningum hans er ekki fjölgað. Þær eru enn 50, þótt starfið sé fært upp um launaflokk.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjararáð var lagt niður um mánaðamótin. Laun þeirra sem heyrðu undir ráðið réðust af þeim launaflokki sem ráðið setti starfið í og átti það að „taka tillit til starfsskyldna og ábyrgðar, hæfniskrafna, vinnuframlags og álags er starfi fylgja“ að því er sagði í lögum um kjararáð.

Ráðið setti síðan launatöflu þar sem krónutala fyrir hvern flokk er ákvörðuð. Sú tafla er uppfærð reglulega og skal það gert í samræmi við almenna launaþróun í landinu; síðast árið 2016, en fyrir það árlega frá árinu 2011.

Með ákvörðun sinni frá í síðasta mánuði var kjararáð ekki að uppfæra launatöfluna heldur að endurmeta störfin, færa forstjórana upp launaflokka og fjölga yfirvinnueiningum. 

Eins og kom fram í umfjöllun mbl.is í gær er hinn nýi úrskurður ráðsins óvenjulegur fyrir þær sakir að enginn rökstuðningur fylgir endurmatinu á störfunum, ólíkt því sem áður hefur tíðkast. 

mbl.is

Innlent »

„Mjög alvarleg orð frá Hæstarétti“

12:23 Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, segir mikilvægt að halda því til haga að Hæstiréttur hafi gert alvarlegar athugasemdir við embættisfærslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í málum tveggja lögreglumanna. Meira »

Voru að atast í fé eiganda síns

11:58 Tvö mál dýrbíta hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi undanfarna daga, en mbl.is greindi frá því um helgina að hund­ur hafi gengið laus í Ölfusi fyr­ir um viku og drepið þar hóp fjár. Meira »

Unnur fulltrúi stjórnvalda í loftslagsmálum

11:56 Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þetta var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

Tekist á um bótagreiðslu Wow air

11:51 Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016. Meira »

Vill að fatlaðir megi aka á göngugötum

11:43 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur til á fundi borgarstjórnar á eftir að handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verði heimilt að aka um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að leggja bílum sínum í bílastæði á göngugötum. Meira »

Meirihlutinn til útlanda í sumarfríinu

11:22 Tæplega 62% landsmanna ferðuðust til útlanda í sumarfríinu í ár, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Er spurningin var fyrst lögð fram fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið. Meira »

Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag

10:59 Ákvörðun um hvort lögbann verði sett á vefsíðuna tekjur.is verður ekki tekin í dag. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir að fara þurfi yfir mikinn bunka af skjölum í málinu og að engin ákvörðun liggi fyrir. Meira »

Skemmdu dýptarmæli og hugsanlega vélina

10:34 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að skemmdarverk hefðu verið unnin á báti sem stóð á landi í Vogum. Reyndist vera búið að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vél bátsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

08:38 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur ekki við hæfi að hún tjái sig efnislega um afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar ráðherra á höfundarréttarnefnd og telur að það sé dómstóla að skera úr um hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn. Meira »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...