3,5 milljóna eingreiðsla vegna kjararáðs

Mánaðarlaun forstjóra Landspítalans hækkuðu um hálfa milljón við úrskurðinn.
Mánaðarlaun forstjóra Landspítalans hækkuðu um hálfa milljón við úrskurðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forstjóri Landspítalans fékk greiddar rúmar sex milljónir nú um mánaðamótin eftir ákvörðun kjararáðs um launahækkanir frá í síðasta mánuði. Þar af nam eingreiðsla vegna afturvirkra hækkana 3,5 milljónum en laun júlímánaðar voru 2,5 milljónir. Hann er einn 48 forstöðumanna ríkisstofnana hverra starf var „endurmetið“ í síðasta mánuði.

Laun forstjórans voru áður 2.088.993 krónur á mánuði en eru nú 2.586.913 krónur. Munar þar um 497.000 krónum eða tæpum 24%. Launahækkunin skýrist af því að yfirvinnueiningum forstjórans er fjölgað úr 100 í 135 auk þess sem hann er færður upp í launaflokki.

Ákvörðun kjararáðs er afturvirk frá 1. desember 2017 og við útborgun um mánaðamótin fengu ríkisforstjórarnir því greiddan mismuninn milli gömlu launanna og þeirra nýju sjö mánuði aftur í tímann að viðbættum mánaðarlaunum júlímánaðar.

Því fékk forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, 6.072.353 krónur greiddar um mánaðamótin, fyrir skatt.

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.
Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Mánaðamótin voru líka gjöful hjá rektor Háskóla Íslands. Kjararáð fjölgaði yfirvinnueiningum hans úr 38 í 40 og hækkaði um launaflokk og hækkuðu laun hans því úr 1.353.571 krónu í 1.634.723 krónur. Launahækkunin nemur einföldum lágmarkslaunum, 281.152 krónum eða sem nemur 21%. Afturvirk leiðrétting og mánaðarlaun fyrir júlí hafa því fært rektor um 3,6 milljóna eingreiðslu nú um mánaðamót.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins fær öllu minni hækkun en hinir tveir, en er eftir sem áður næsthæstur þeirra 48 forstjóra sem ráðið tók fyrir í úrskurðinum. Laun hans eru 1.649.043 krónur á mánuði en voru 1.536.973 krónur. Hækkunin nemur 112.070 krónum eða 7,3% af launum. Ástæða þess að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hækkar minna en starfsbræður hans í Háskólanum og spítalanum er sú að yfirvinnueiningum hans er ekki fjölgað. Þær eru enn 50, þótt starfið sé fært upp um launaflokk.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjararáð var lagt niður um mánaðamótin. Laun þeirra sem heyrðu undir ráðið réðust af þeim launaflokki sem ráðið setti starfið í og átti það að „taka tillit til starfsskyldna og ábyrgðar, hæfniskrafna, vinnuframlags og álags er starfi fylgja“ að því er sagði í lögum um kjararáð.

Ráðið setti síðan launatöflu þar sem krónutala fyrir hvern flokk er ákvörðuð. Sú tafla er uppfærð reglulega og skal það gert í samræmi við almenna launaþróun í landinu; síðast árið 2016, en fyrir það árlega frá árinu 2011.

Með ákvörðun sinni frá í síðasta mánuði var kjararáð ekki að uppfæra launatöfluna heldur að endurmeta störfin, færa forstjórana upp launaflokka og fjölga yfirvinnueiningum. 

Eins og kom fram í umfjöllun mbl.is í gær er hinn nýi úrskurður ráðsins óvenjulegur fyrir þær sakir að enginn rökstuðningur fylgir endurmatinu á störfunum, ólíkt því sem áður hefur tíðkast. 

mbl.is

Innlent »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðarnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »

Hálkan lúmsk á Norðurlandi

18:50 „Þetta er ekki að fólk sé illa búið eða glæfraakstur sem veldur. Þetta er aðallega hversu lúmsk hálkan er,“ segir Hilmar Hilmarsson, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is. Fimm umferðaróhöpp hafa átt sér stað í umdæminu um helgina og er aðallega um bílveltur að ræða. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki. Meira »

Eiga rétt á að velja hvar þeir búa

18:30 Það er klárt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að þvinga einstakling til búsetu einhvers staðar, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. RÚV greindi í gær frá karlmanni með alvarlegan geðsjúkdóm sem var komið fyrir á sveitabæ á Austurlandi því ekki voru önnur úrræði í boði. Meira »

„Milljón væri stórsigur“

18:00 Söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði sem fer fram með vikulöngum róðri í verslun Under Armour í Kringlunni gengur gríðarlega vel og upphaflega markmiðinu hefur þegar verið náð. Talið er að milli ríflega sex hundrað þúsund krónur hafi safnast nú þegar og mórallinn er góður. Meira »

„Það er tundurdufl – skipið er að sökkva!“

17:02 Þrír hildarleikir á þremur árum eru umfjöllunarefni nýjustu bókar Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í einn þeirra atburða sem greint er frá. Meira »

Ekki áður í svo stórum verkefnum

16:02 Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

VG og Samfylkingin sitja á bar

15:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem velt er upp hver viðbrögð af Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokkurinn ætti í hlut. Segist hann hafa fengið að birta pistilinn og kveðst vona að einhverjum þyki þetta jafn áhugavert og sér. Meira »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

í gær „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Antiksalan
Vöruúrval fyrir fagurkera Gjafavöru, jólaskeiðar, jólaóróar, jólaplattar, B&G po...
BOKIN.IS BÆKUR TIL SÖLU BOKIN.IS TEIKNIMYNDASÖGUR -mikið úrval -BOKIN.IS ÚRVAL MYNDLISTARBÓKA á bokin.is BOKIN.IS
BOKIN.IS RÚMLEGA 14 000 BÆKUR TIL SÖLU Á BOKIN.IS EFTIR INNSKRÁNINGU Á BOKIN...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...