Leyfi Seabed Worker rennur út á miðnætti

Áhöfn rannsóknarskipsins Seabed Worker sagðist ætlaði að yfirgefa svæðið kl. …
Áhöfn rannsóknarskipsins Seabed Worker sagðist ætlaði að yfirgefa svæðið kl. 21 í kvöld.

Starfsleyfi rannsóknarskipsins Seabed Worker, sem hefur verið að leita að verðmætum í flaki þýska flutningaskipsins SS Minden, rennur út á miðnætti. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir skipið í dag og minnti á að leyfið rynni út í kvöld.

Skipstjórinn tjáði þá Landhelgisgæslunni að skipið myndi halda af svæðinu klukkan 21:00 í kvöld, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

SS Minden sökk 24. september 1939 um 120 sjómílur suðaustur af Kötlutanga og hefur breska fyrirtækið gert út rannsóknarskipið síðustu vikur í þeirri von að finna gull eða aðra verðmæta málma um borð í flakinu.

„Á meðan rannsóknarskipið hefur leitað að verðmætum í flaki SS Minden hefur áhöfn þess tilkynnt Landhelgisgæslunni daglega um staðsetningu og sömuleiðis greint frá aðgerðum hverju sinni,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar og jafnframt er tekið fram að samvinna Gæslunnar og áhafnar Seabed Worker hafi verið með ágætum.

Ekki liggur fyrir hvort leigutaki skipsins komi til með að leigja það áfram til frekari framkvæmda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert