Leit að hvítabirni endanlega lokið

Ísbjörninn á Hornströndum 2. maí 2011.
Ísbjörninn á Hornströndum 2. maí 2011. Mynd/Landhelgisgæslan

Leit að hvítabirninum sem tilkynnt var um á Melrakkasléttu á mánudag er lokið. Leitinni lauk klukkan hálffimm í gær eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar hafði flogið yfir svæðið þar sem tilkynnt var um björninn.

Ekki stendur til að halda leitinni áfram.

„Þetta er búið í bili alla vega. Þangað til að næsta tilkynning kemur, hvar sem hún verður á landinu,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri Norðurlands eystra, í samtali við mbl.is.mbl.is