Allar vaktir eru undirmannaðar

mbl/Arnþór Birkisson

„Við erum alltaf undirmannaðar. Á hverri einustu vakt.“ Þetta segir Arndís Pétursdóttir, ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans, í samtali við Morgunblaðið. Arndís er ein þeirra ljósmæðra sem hefur staðið vaktina síðan uppsagnir 12 ljósmæðra tóku gildi um síðustu mánaðamót.

„Ég er búin að vera að vinna alla daga nema einn síðan 1. júlí og það er bara mjög þung stemning í vinnunni,“ segir Arndís en hún segir að ljósmæður af öðrum deildum spítalans hafi verið færðar til í þeim tilgangi að manna meðgöngudeildina. Þrátt fyrir það vanti nú um tvær til fjórar ljósmæður á hverja vakt en grunnmönnun á dagvakt á deildinni er sjö ljósmæður og fjórar á næturvakt.

Meiri hætta á mistökum

„Það eru margar sem eru ekki búnar að segja upp. En það eru líka margar sem eru að hugsa um að segja upp,“ segir Arndís en aðspurð hvort hún sé í hópi þeirra sem eru að hugsa um að segja upp kveður hún já við. „Það er engin okkar sem getur unnið svona endalaust,“ bætir hún við.

Spurð um hvað hafi breyst í starfsemi deildarinnar á síðustu dögum svarar Arndís: „Þjónustan við skjólstæðinga deildarinnar, nýbakaða foreldra og nýbura, er skert. Við höfum minni tíma til að sinna hverri konu fyrir sig. Við hlaupum meira og verðum langþreyttar. Það er meiri hætta á að við gerum mistök.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert