Skjálftavirkni yfir meðallagi

Öræfajökull. Meira skelfur en undanfarið.
Öræfajökull. Meira skelfur en undanfarið. mbl.is/RAX

Jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands segir núverandi virkni Öræfajökuls geta haldið áfram næstu daga, mánuði og jafnvel ár, en almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í dag þess efnis að skýr merki væru um ókyrrð í jöklinum.

Bryndís Ýr Gísladóttir segir óljóst hvenær eða hvort þessi þróun í jöklinum leiði til eldgoss, en samkvæmt almannavörnum er virkni hans nú dæmigerð fyrir eldfjöll sem búa sig undir eldgos.

„Við erum með sólarhringsvöktun á öllu landinu eins og alltaf,“ segir Bryndís. Skjálftavirkni á svæðinu hefur verið yfir meðallagi undanfarna daga miðað við undanfarin ár. „En í meðallagi miðað við síðustu mánuði þegar hún byrjaði að aukast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert