Stærstu tónleikar á Íslandi

„Sviðið er tvisvar sinnum stærra, allir risaskjáirnir eru stærri og …
„Sviðið er tvisvar sinnum stærra, allir risaskjáirnir eru stærri og þeir eru þrír talsins.“

Áætlað er að tónleikar rokkhljómsveitarinnar Guns n' Roses sem fara fram á Laugardalsvelli þann 24. júlí verði stærstu tónleikar í íslenskri tónlistarsögu. Nýlega var miðum á þessa eftirsóttu tónleika fjölgað um 2.000 eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að hægt væri að taka á móti fleiri tónleikagestum.

„Við erum með öryggi í fyrirrúmi og líka að passa upp á völlinn og leikvanginn sjálfan,“ sagði Björn Teitsson skipuleggjandi í samtali við Morgunblaðið. „Það voru skiljanlegar áhyggjur hjá KSÍ. Eftir því sem á leið og eftir því sem við höfum fengið frekari sérfræðiálit í uppsetningunni hefur bara komið í ljós að það er rými fyrir fleira fólk. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir 18.500 gestum en síðan þá höfum við tvisvar getað fjölgað miðum. Það er alveg nægt rými bara á vellinum sjálfum og þá verður lagt sérstakt tímabundið gólf sem verndar grasið. Það ættu allir að komast mjög þægilega fyrir miðað við aðrar útisýningar og njóta tónleikanna til hins ýtrasta.“

Spurður um stærð tónleikanna í samanburði við aðra risatónleika á Íslandi líkt og tónleika Rammstein í fyrra sagði Björn að ýmislegt umstang í kringum þessa tónleika sé fyrirferðameira.

Tvöfalt stærra en hjá Rammstein

„Sviðið er tvisvar sinnum stærra, allir risaskjáirnir eru stærri og þeir eru þrír talsins. Auk þess er hljóðkerfið öflugra en áður hefur sést á Íslandi. Það er í rauninni umfangið sjálft sem er alveg gríðarlegt. Hvað varðar græjurnar, þá var ég að fá skilaboð frá TVG-Zimsen sem sér um upplýsingar fyrir þessa tónleika og gerði líka fyrir Rammstein í fyrra, að þetta væri um tvöfalt magnið miðað við þá tónleika. Þannig að bæði umfang verkefnisins og væntanlega fólksfjöldinn verður umtalsvert meiri.“

Björn sagði undirbúninginn fyrir tónleikana ganga vel og að engin óhöpp hefðu orðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert