Fundur ríkis og ljósmæðra hafinn

Ljósmæður funda hjá ríkissáttasemjara.
Ljósmæður funda hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Hari

Samningafundur ljósmæðra og ríkisins hófst klukkan 10:30 í húsnæði ríkissáttasemjara. Báðar samninganefndir gáfu það út fyrir fundinn að þær hefðu ekki lagt fram nýjar tillögur og því er óljóst hvaða umræður standa þar yfir.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari ákvað að flýta fundinum, sem átti að halda á mánudag, vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og er hættuástand á Landspítalanum vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert