Vopnaður maður á Svalbarðseyri

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki unnt að veita …
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu. mbl.is/Þórður

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um klukkan þrjú í nótt um mann sem væri á Svalbarðseyri og hefði sést handleika vopn á almannafæri. Vopnaðir lögreglumenn fóru frá Akureyri til að huga að þessu.

Eftir nokkra rannsóknarvinnu bárust böndin að húsi í þorpinu og reyndist maðurinn, sem tilkynnt var um, vera þar. Hann var í annarlegu ástandi en sýndi ekki mótspyrnu og fannst vopnið í fórum hans, segir í færslu lögreglunnar um málið á Facebook.

Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu meðan þess er beðið að hann komist í ástand til að gefa skýrslu. Ekki er vitað á þessari stundu hvað manninum gekk til og ekki er talið að fleiri tengist málinu með beinum hætti. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert