Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Steinþór Ólafsson segir gjaldtöku á ytri stæðum við Leifsstöð koma ...
Steinþór Ólafsson segir gjaldtöku á ytri stæðum við Leifsstöð koma niður á rekstri smærri fyrirtækja. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir Steinþór Ólafsson, eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf.

Steinþór segist hafa þurft að hætta ferðum sínum upp á Leifsstöð til að sækja viðskiptavini eftir að Isavia lagði gjald á afnot af ytri rútustæðum við flugvöllinn. „Ytri stæðin hafa alla tíð verið gjaldfrjáls og hugsuð fyrir fyrirtæki sem eru þarna til að sækja einstaka hópa. Ég fann verulega fyrir því þegar þetta gjald kom og það var íþyngjandi,“ segir Steinþór. 

„Maður verður of dýr þegar maður ætlar að fara leggja þetta ofaná og ég er bara kominn út af markaðnum. Stóru fyrirtækin eiga eflaust auðveldara með að leggja þetta á kúnnann en það á ekki við um mig þannig þetta hefur haft veruleg áhrif á mína samkeppnisaðstöðu.“

Sam­keppnis­eft­ir­litið tók á þriðjudag bráðabirgðaákvörðun þar sem Isa­via ohf. var gert að stöðva tíma­bundið gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Leifs­stöð. Gjald­taka Isa­via hófst á fjar­stæðunum í byrj­un mars síðastliðnum en síðan þá hef­ur Isa­via rukkað 12.900 krón­ur af hverri rútu­ferð sem er sam­kvæmt Isa­via af­slátt­ar­gjald af 19.900 krón­um.

Tvö rútu­fyr­ir­tæki, Kynn­is­ferðir og Hóp­bíl­ar, hafa þó af­not af innri stæðum eft­ir að rétt­ur­inn um af­not á þeim var boðinn út á síðasta ári. Þá buðu Kynn­is­ferðir rúm­lega 40% af þeim tekj­um sem fyr­ir­tækið fær af ferðum sín­um frá Leifs­stöð fyr­ir notk­un stæðanna.

Steinþór segir umræðu um gjaldtöku á ytri stæðunum ekki hafa verið á milli Isavia og rútufyrirtækja áður en útboðið á innri stæðunum fór fram. „Þetta hafði ekki verið í neinni umræðu. Við fengum ekkert að vita þetta fyrr en eftir síðasta útboð á innri stæðunum. Þá bauð Allrahanda (Grayline) ekki nægilega hátt í stæðin og ákvað að nota ytri stæðin endurgjaldslaust. Þá kemur Isavia með þetta gjald eins og einhverskonar hefndarráðstöfun gegn Grayline og það bitnar á öllum hinum. Minni fyrirtækjunum.“

Þá segist Steinþór hafa tekið eftir því að sífellt færri minni rútufyrirtæki hafi haft tök á því að sækja farþega á Leifsstöð eftir að gjaldið var sett á stæðin. Sjálfur hafi hann þurft að skipta um viðskiptahóp þar sem það gekk ekki lengur upp fyrir fyrirtæki hans að fara í ferðir þar sem viðskiptavinir eru ferjaðir fram og tilbaka frá flugvellinum líkt og hann hefur ætíð gert.

Úrskurður Samkeppniseftirlitsins gildir út árið og þá má gera ráð fyrir því að gjaldið verði annað hvort lækkað eða afnumið. Aðspurður segir Steinþór klárlega ætla að hefja ferðir til og frá Leifsstöð aftur, fari svo að gjaldið verði afnumið.

mbl.is

Innlent »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »

Kíkt á nýja sjúkrahótelið

11:20 Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið. Meira »

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

11:11 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem ákærður er fyrir brennu og manndráp á Selfossi 31. október sl. í tengslum við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi. Meira »

Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

11:05 „Ég er þess fullviss að unga fólkið er jafnsannfært og ég um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Nú þegar angar erlendrar einangrunarstefnu teygja anga sína inn í íslensk stjórnmál er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þá samvinnu.“ Meira »

Víðavangshlaup ÍR á sínum stað

09:48 Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) verður haldið í 104. sinn í dag, sumardaginn fyrsta, en samhliða því verður hlaupið 2,7 km skemmtihlaup. Meira »

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

08:18 Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Þetta er elsta flughæfa vél á Íslandi, nærri áttatíu ára gömul. Meira »

Telja Snæfellsjökul horfinn um miðja öldina

07:57 Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stolin og með röng skráningarnúmer

07:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og nótt. Einkum þar sem fólk undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna kom við sögu. Meira »

Breikkun bíður enn um sinn

07:37 Á þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hvenær framkvæmdir geta hafist við langþráða breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Meira »

Tímabundin lokun göngustígsins

07:36 Göngustígnum um urð norðan megin við Seljalandsfoss hefur verið lokað tímabundið og mun lokunin líklega vara fram yfir helgi. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Rangárþings eystra. Hægt verður að ganga á bak við fossinn sunnan megin og þá aftur sömu leið til baka. Meira »

Mun skerða kaupmátt almennings

05:30 Rýrnun viðskiptakjara að undanförnu bætist við samdrátt í ferðaþjónustu og loðnubrest. Samanlögð áhrif eru líkleg til að koma niður á kaupmætti íslensks almennings í vörum og þjónustu, þrátt fyrir boðaðar nafnlaunahækkanir. Meira »

Gæti verið tilbúin árið 2023

05:30 Viðbyggingin sem áformað er að byggja við Stjórnarráðshúsið í miðbæ Reykjavíkur gæti verið tilbúin árið 2023. Stefnt er að því að skóflustunga að byggingunni verði tekin eftir tvö ár. Meira »

Hjálmar fagnar 100 ára afmæli

05:30 Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skagafirði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Meira »

Bílastæði við höfnina víkja fyrir fólki

05:30 Viðræður standa yfir milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna um að bílastæði á Miðbakka við Gömlu höfnina verði nýtt í framtíðinni sem almannarými, a.m.k. að sumarlagi. Meira »

Umdeildur skúr á Nesinu rifinn

05:30 Ríflega 30 ára verslunarsögu á bletti fyrir framan Sundlaug Seltjarnarness lauk fyrir páska þegar bæjaryfirvöld létu fjarlægja söluskála sem þar stóð. Skálinn hafði staðið auður um nokkurt skeið en síðast var hann nýttur sem kosningamiðstöð Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í fyrra. Meira »

Andlát: Björg Þorsteinsdóttir

05:30 Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést 22. apríl sl., 78 ára að aldri. Hún fæddist 21. maí 1940.   Meira »

Andlát: Hermann Einarsson

05:30 Hermann Einarsson, kennari og útgefandi í Vestmannaeyjum, lést 20. apríl síðastliðinn. Hermann fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1942 og ólst upp í Eyjum, en var í mörg sumur í sveit undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Ásta Steingrímsdóttir, f. 31.1. 1920, d. 23.4. 2000, og Einar Jónsson, f. 26.10. 1914, d. 25.2. 1990. Meira »

Framboð án fordæma

05:30 Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Íbúðirnar sem eru að koma í sölu eru á Hverfisgötu 85-93. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Eylenda 1-2, Strandamenn, Jarðarbók Árna og Páls 1-11, frumútg., ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...