Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Steinþór Ólafsson segir gjaldtöku á ytri stæðum við Leifsstöð koma ...
Steinþór Ólafsson segir gjaldtöku á ytri stæðum við Leifsstöð koma niður á rekstri smærri fyrirtækja. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir Steinþór Ólafsson, eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf.

Steinþór segist hafa þurft að hætta ferðum sínum upp á Leifsstöð til að sækja viðskiptavini eftir að Isavia lagði gjald á afnot af ytri rútustæðum við flugvöllinn. „Ytri stæðin hafa alla tíð verið gjaldfrjáls og hugsuð fyrir fyrirtæki sem eru þarna til að sækja einstaka hópa. Ég fann verulega fyrir því þegar þetta gjald kom og það var íþyngjandi,“ segir Steinþór. 

„Maður verður of dýr þegar maður ætlar að fara leggja þetta ofaná og ég er bara kominn út af markaðnum. Stóru fyrirtækin eiga eflaust auðveldara með að leggja þetta á kúnnann en það á ekki við um mig þannig þetta hefur haft veruleg áhrif á mína samkeppnisaðstöðu.“

Sam­keppnis­eft­ir­litið tók á þriðjudag bráðabirgðaákvörðun þar sem Isa­via ohf. var gert að stöðva tíma­bundið gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Leifs­stöð. Gjald­taka Isa­via hófst á fjar­stæðunum í byrj­un mars síðastliðnum en síðan þá hef­ur Isa­via rukkað 12.900 krón­ur af hverri rútu­ferð sem er sam­kvæmt Isa­via af­slátt­ar­gjald af 19.900 krón­um.

Tvö rútu­fyr­ir­tæki, Kynn­is­ferðir og Hóp­bíl­ar, hafa þó af­not af innri stæðum eft­ir að rétt­ur­inn um af­not á þeim var boðinn út á síðasta ári. Þá buðu Kynn­is­ferðir rúm­lega 40% af þeim tekj­um sem fyr­ir­tækið fær af ferðum sín­um frá Leifs­stöð fyr­ir notk­un stæðanna.

Steinþór segir umræðu um gjaldtöku á ytri stæðunum ekki hafa verið á milli Isavia og rútufyrirtækja áður en útboðið á innri stæðunum fór fram. „Þetta hafði ekki verið í neinni umræðu. Við fengum ekkert að vita þetta fyrr en eftir síðasta útboð á innri stæðunum. Þá bauð Allrahanda (Grayline) ekki nægilega hátt í stæðin og ákvað að nota ytri stæðin endurgjaldslaust. Þá kemur Isavia með þetta gjald eins og einhverskonar hefndarráðstöfun gegn Grayline og það bitnar á öllum hinum. Minni fyrirtækjunum.“

Þá segist Steinþór hafa tekið eftir því að sífellt færri minni rútufyrirtæki hafi haft tök á því að sækja farþega á Leifsstöð eftir að gjaldið var sett á stæðin. Sjálfur hafi hann þurft að skipta um viðskiptahóp þar sem það gekk ekki lengur upp fyrir fyrirtæki hans að fara í ferðir þar sem viðskiptavinir eru ferjaðir fram og tilbaka frá flugvellinum líkt og hann hefur ætíð gert.

Úrskurður Samkeppniseftirlitsins gildir út árið og þá má gera ráð fyrir því að gjaldið verði annað hvort lækkað eða afnumið. Aðspurður segir Steinþór klárlega ætla að hefja ferðir til og frá Leifsstöð aftur, fari svo að gjaldið verði afnumið.

mbl.is

Innlent »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville-flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

08:18 „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri. Meira »

Mikilvægt að fylgjast með veðurspám

08:05 Með morgninum er búist við vaxandi suðvestlægri átt og upp úr hádegi má búast við hvassviðri eða stormi víða um land með skúrum, en léttir til um landið norðvestanvert. Í kvöld bætir enn í vindinn og útlit er fyrir að hviður geti farið upp í um 40 metra á sekúndu á norðan- og norðaustanverðu landinu. Meira »

Opna á samninga um yfirtöku vallarins

07:57 Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir því að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstraráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilandaflugi og rekstrargrundvöll vallarins. Meira »

Veittu ökuníðingi eftirför

07:41 Um klukkan tvö í nótt veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumanni eftirför sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreið hafði verið ekið utan í bifreið hans. Meira »

Sprengt verður þrisvar á dag

07:37 Miklar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítalans vegna byggingar nýs Landspítala. Nýlega hófust framkvæmdir vegna jarðvinnu við Barnaspítalann. Meira »

Óháðir leggi mat á kröfur

05:30 Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira »

Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna

05:30 Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meira »

Kársnesið í sölu

05:30 Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi.   Meira »

Japanar vilja stórefla tengslin

05:30 Heimsókn Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, til Íslands er liður í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkisráðherra kemur til Íslands. Meira »

Annist veghaldið og göngin

05:30 „Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur á framkvæmdum við höfn, jarðgöng og veg að iðnaðarsvæðinu á Bakka sem meðal annars var lögð fyrir Skipulagsstofnun. Meira »

Mörg snjóflóð af mannavöldum

05:30 Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Þetta kemur fram í skýrslunni Snjóflóð á Íslandi veturinn 2017-2018 eftir Óliver Hilmarsson, sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »

Hefja athugun á Tekjur.is

Í gær, 21:01 Persónuvernd hefur hafið athugun á birtingu Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum fyrir árið 2016 á vefsíðunni Tekjur.is, en stofnunni hefur borist fjöldi erinda frá einstaklingum sem telja brotið gegn persónuverndarlöggjöf með birtingunni. Meira »

Glæpasögurnar þóttu ekki bókmenntir

Í gær, 20:50 Nú ber svo við að fyrir þessi jól mun Arnaldur Indriðason rjúfa 500 þúsund eintaka múrinn í sölu hér á landi. Af því tilefni mun útgefandi hans lauma gullmiða í 500 þúsundasta einstakið. Þá hafa bækur hans selst í 14 milljónum eintaka víða um heim. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

Í gær, 20:30 „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

„Ríkir algjör óvissa um loðnuna“

Í gær, 20:27 „Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru, en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu.“ Meira »
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...