Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Steinþór Ólafsson segir gjaldtöku á ytri stæðum við Leifsstöð koma ...
Steinþór Ólafsson segir gjaldtöku á ytri stæðum við Leifsstöð koma niður á rekstri smærri fyrirtækja. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir Steinþór Ólafsson, eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf.

Steinþór segist hafa þurft að hætta ferðum sínum upp á Leifsstöð til að sækja viðskiptavini eftir að Isavia lagði gjald á afnot af ytri rútustæðum við flugvöllinn. „Ytri stæðin hafa alla tíð verið gjaldfrjáls og hugsuð fyrir fyrirtæki sem eru þarna til að sækja einstaka hópa. Ég fann verulega fyrir því þegar þetta gjald kom og það var íþyngjandi,“ segir Steinþór. 

„Maður verður of dýr þegar maður ætlar að fara leggja þetta ofaná og ég er bara kominn út af markaðnum. Stóru fyrirtækin eiga eflaust auðveldara með að leggja þetta á kúnnann en það á ekki við um mig þannig þetta hefur haft veruleg áhrif á mína samkeppnisaðstöðu.“

Sam­keppnis­eft­ir­litið tók á þriðjudag bráðabirgðaákvörðun þar sem Isa­via ohf. var gert að stöðva tíma­bundið gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Leifs­stöð. Gjald­taka Isa­via hófst á fjar­stæðunum í byrj­un mars síðastliðnum en síðan þá hef­ur Isa­via rukkað 12.900 krón­ur af hverri rútu­ferð sem er sam­kvæmt Isa­via af­slátt­ar­gjald af 19.900 krón­um.

Tvö rútu­fyr­ir­tæki, Kynn­is­ferðir og Hóp­bíl­ar, hafa þó af­not af innri stæðum eft­ir að rétt­ur­inn um af­not á þeim var boðinn út á síðasta ári. Þá buðu Kynn­is­ferðir rúm­lega 40% af þeim tekj­um sem fyr­ir­tækið fær af ferðum sín­um frá Leifs­stöð fyr­ir notk­un stæðanna.

Steinþór segir umræðu um gjaldtöku á ytri stæðunum ekki hafa verið á milli Isavia og rútufyrirtækja áður en útboðið á innri stæðunum fór fram. „Þetta hafði ekki verið í neinni umræðu. Við fengum ekkert að vita þetta fyrr en eftir síðasta útboð á innri stæðunum. Þá bauð Allrahanda (Grayline) ekki nægilega hátt í stæðin og ákvað að nota ytri stæðin endurgjaldslaust. Þá kemur Isavia með þetta gjald eins og einhverskonar hefndarráðstöfun gegn Grayline og það bitnar á öllum hinum. Minni fyrirtækjunum.“

Þá segist Steinþór hafa tekið eftir því að sífellt færri minni rútufyrirtæki hafi haft tök á því að sækja farþega á Leifsstöð eftir að gjaldið var sett á stæðin. Sjálfur hafi hann þurft að skipta um viðskiptahóp þar sem það gekk ekki lengur upp fyrir fyrirtæki hans að fara í ferðir þar sem viðskiptavinir eru ferjaðir fram og tilbaka frá flugvellinum líkt og hann hefur ætíð gert.

Úrskurður Samkeppniseftirlitsins gildir út árið og þá má gera ráð fyrir því að gjaldið verði annað hvort lækkað eða afnumið. Aðspurður segir Steinþór klárlega ætla að hefja ferðir til og frá Leifsstöð aftur, fari svo að gjaldið verði afnumið.

mbl.is

Innlent »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »

Toyota innkallar þúsundir bíla

16:51 Toyota á Íslandi þarf að innkalla um 4000 Toyota-bifreiðar. Grunur leikur á um að loftpúðar bílanna séu gallaðir.  Meira »

Gefur hluta launa sinna í styrktarsjóð

15:58 Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gefur 100.000 kr á mánuði í nýstofnaðan styrktarsjóð flokksins, Maístjörnuna. Sjóðnum er ætlað að gera fátækum kleift að ná vopnum sínum. Meira »

Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt

15:13 Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld, hefur verið samþykkt á Alþingi með 32 atkvæðum. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og tíu sátu hjá. Meira »

„Málið svæft í nefnd“

14:39 Það voru vonbrigði að meirihlutinn felldi tillögu um afnám krónu á móti krónu skerðingu og að málið skuli svæft í nefnd, sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag um rök meirihlutans fyrir því að afgreiða ekki tillögu um að afnema krónu á móti krónu skerðingu frá áramótum 2020. Meira »

Gallabuxur fyrir neðan virðingu Alþingis

14:05 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti á Alþingi í dag áhyggjum af tilslökun hefða og að ekki nægileg virðing fyrir þinginu væri sýnd með því að brjóta gegn reglum þingsins um klæðaburð. Meira »

Játa að hafa ráðist á dyraverði

13:58 Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir líkamsárás á dyraverði við skemmtistaðinn Shooters aðfaranótt sunnudags 26. ágúst í ár játa sök í öðrum tveggja ákæruliða. Seinni liðnum var hafnað að mestu. Meira »