Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Steinþór Ólafsson segir gjaldtöku á ytri stæðum við Leifsstöð koma ...
Steinþór Ólafsson segir gjaldtöku á ytri stæðum við Leifsstöð koma niður á rekstri smærri fyrirtækja. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir Steinþór Ólafsson, eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf.

Steinþór segist hafa þurft að hætta ferðum sínum upp á Leifsstöð til að sækja viðskiptavini eftir að Isavia lagði gjald á afnot af ytri rútustæðum við flugvöllinn. „Ytri stæðin hafa alla tíð verið gjaldfrjáls og hugsuð fyrir fyrirtæki sem eru þarna til að sækja einstaka hópa. Ég fann verulega fyrir því þegar þetta gjald kom og það var íþyngjandi,“ segir Steinþór. 

„Maður verður of dýr þegar maður ætlar að fara leggja þetta ofaná og ég er bara kominn út af markaðnum. Stóru fyrirtækin eiga eflaust auðveldara með að leggja þetta á kúnnann en það á ekki við um mig þannig þetta hefur haft veruleg áhrif á mína samkeppnisaðstöðu.“

Sam­keppnis­eft­ir­litið tók á þriðjudag bráðabirgðaákvörðun þar sem Isa­via ohf. var gert að stöðva tíma­bundið gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Leifs­stöð. Gjald­taka Isa­via hófst á fjar­stæðunum í byrj­un mars síðastliðnum en síðan þá hef­ur Isa­via rukkað 12.900 krón­ur af hverri rútu­ferð sem er sam­kvæmt Isa­via af­slátt­ar­gjald af 19.900 krón­um.

Tvö rútu­fyr­ir­tæki, Kynn­is­ferðir og Hóp­bíl­ar, hafa þó af­not af innri stæðum eft­ir að rétt­ur­inn um af­not á þeim var boðinn út á síðasta ári. Þá buðu Kynn­is­ferðir rúm­lega 40% af þeim tekj­um sem fyr­ir­tækið fær af ferðum sín­um frá Leifs­stöð fyr­ir notk­un stæðanna.

Steinþór segir umræðu um gjaldtöku á ytri stæðunum ekki hafa verið á milli Isavia og rútufyrirtækja áður en útboðið á innri stæðunum fór fram. „Þetta hafði ekki verið í neinni umræðu. Við fengum ekkert að vita þetta fyrr en eftir síðasta útboð á innri stæðunum. Þá bauð Allrahanda (Grayline) ekki nægilega hátt í stæðin og ákvað að nota ytri stæðin endurgjaldslaust. Þá kemur Isavia með þetta gjald eins og einhverskonar hefndarráðstöfun gegn Grayline og það bitnar á öllum hinum. Minni fyrirtækjunum.“

Þá segist Steinþór hafa tekið eftir því að sífellt færri minni rútufyrirtæki hafi haft tök á því að sækja farþega á Leifsstöð eftir að gjaldið var sett á stæðin. Sjálfur hafi hann þurft að skipta um viðskiptahóp þar sem það gekk ekki lengur upp fyrir fyrirtæki hans að fara í ferðir þar sem viðskiptavinir eru ferjaðir fram og tilbaka frá flugvellinum líkt og hann hefur ætíð gert.

Úrskurður Samkeppniseftirlitsins gildir út árið og þá má gera ráð fyrir því að gjaldið verði annað hvort lækkað eða afnumið. Aðspurður segir Steinþór klárlega ætla að hefja ferðir til og frá Leifsstöð aftur, fari svo að gjaldið verði afnumið.

mbl.is

Innlent »

Tónlistin færir gleði og tilgang

10:30 Goðsögnin David Crosby kemur fram ásamt hljómsveit í Háskólabíói á fimmtudag og á efnisskránni verða meðal annars lög sem Crosby, Stills, Nash & Young gerðu fræg. Crosby segist enn njóta þess að koma fram, meira en hálfri öld eftir að ævintýrið hófst. Meira »

Enginn í haldi vegna íkveikju

10:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist í tengslum við íkveikju fyrir utan bílaumboðið Öskju um fimm í nótt. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við íkveikjuna. Forstjóri Öskju segir að átta bifreiðar hafi skemmst í brunanum. Meira »

Tekinn með falsað ökuskírteini

10:15 Maður framvísaði fölsuðu ökuskírteini þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum um helgina. Var maðurinn stöðvaður vegna hraðaksturs. Meira »

Það er eitthvað í gangi með hvalina

09:51 „Við erum eitt stórt spurningarmerki, fræðimenn á þessu sviði, hérna heima alla vega, um hvað er í gangi. Það er eitthvað í gangi,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur og aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is um tíðar komur smáhvela inn á grynningar. Meira »

Stöðvaður á 155 km hraða

09:29 Lögreglan á Suðurnesjum kærði fimmtíu ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Langflest brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 155 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Skóflustunga í september

07:57 Fyrsta skóflustunga að nýjum miðbæ á Selfossi verður tekin í lok september. Kosið var um miðbæinn í íbúakosningu í Árborg á laugardag og voru 58,5% hlynntir nýju aðalskipulagi vegna miðbæjarins og 39,1% andvígt. Meira »

Styrktir til að fara sjálfir aftur heim

07:37 Dómsmálaráðuneytið hefur sett út til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að reglugerð um heimild Útlendingastofnunar til að greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd styrki ef þeir draga umsóknir sínar til baka eða þeim verður synjað. Meira »

Kalt og rigning

07:25 Veðurspár gera ráð fyrir rólegu veðri fram eftir vikunni en hitatölurnar ekkert til að hrópa húrra fyrir í ágústmánuði og enginn landshluti sleppur við vætu, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Teljari í dæluskúr gaf sig

07:10 Teljari í olíudæluskúr gaf sig með þeim afleiðingum að olía spýttist úr honum, flæddi úr skúrnum og í höfnina á Fáskrúðsfirði en verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar óhappið varð. Meira »

Kveikt í bílum við Öskju í nótt

06:54 Fjölmennt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út um fimm í nótt vegna bílbruna við bílaumboðið Öskju. Þar hafði verið kveikt í nýlegum bílum sem eru til sölu og stóðu fyrir utan húsnæði bílaumboðsins. Alls skemmdust sjö bílar. Meira »

Innan við helmingur staðfestur

06:02 Alls voru 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar, um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi, staðfestar af kærunefnd útlendingamála í fyrra. Meira »

Dýrasta lausnin

05:30 „Það er augljóst að það er ekki góð meðferð á almannafé að setja fólk í þá stöðu að bjóða eingöngu upp á dýrustu lausnina til að leysa heilbrigðisvanda.“ Meira »

Heræfing hefst á Íslandi

05:30 Hluti heræfingar NATO, Trident Juncture, verður haldinn hér á landi sem undanfari aðalæfingarinnar sem hefst 25. október nk. í Noregi. Mun hún standa í tvær vikur og verður stór í sniðum. Meira »

Hækkana er ekki að vænta

05:30 „Það hefur engin almenn ákvörðun um launabreytingar verið tekin af kjaranefnd frá því í september 2017. Það hafa verið teknar ákvarðanir í einstaka málum, sem embættismenn hafa þá verið búnir að bera undir ráðið, en engin almenn ákvörðun um launahækkanir hefur verið tekin frá þeim tíma.“ Meira »

Ný stofnun yfir friðlýst svæði

05:30 „Þetta er gert til þess að efla náttúruvernd í landinu, gefa henni meiri slagkraft,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um tillögur sem lagðar hafa verið fram um nýja stofnun sem ætlað er að annast umsýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða í landinu, auk almennrar náttúruverndar. Meira »

Þurfum lengra sumar

05:30 Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru á Norðurlandi í haust. Lítil uppskera verður á Suðurlandi nema gott veður og frostlaust verði fram eftir hausti. Meira »

Flytja athvarf á St. Jósefsspítala

05:30 Ákveðið hefur verið að færa starfsemi Lækjar, athvarfs fyrir geðfatlaða í Hafnarfirði á St. Jósefsspítala. Ástæða þessa er að húsnæði athvarfsins er myglað, gluggar fúnir, vatn lekur inn í þvottahús þess og vatn í lögnum frýs. Gera þarf við húsið fyrir 17,3 milljónir króna til ársins 2020. Meira »

Tvö vilja formennsku hjá sveitarfélögunum

05:30 Bæjarstjórarnir Aldís Hafsteinsdóttir í Hveragerði og Gunnar Einarsson í Garðabæ eru oftast nefnd meðal sveitarstjórnarfólks sem næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Tveir leikja Íslands í opinni dagskrá

Í gær, 21:20 Tveir af fjórum leikjum Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildar karlalandsliða í knattspyrnu verða í opinni dagskrá. Þetta segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Vodafone, en Þjóðadeildin verður að öðru leyti í lokaðri dagskrá á Stöð 2 Sport. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...