„Enginn þvingaður til að fara“

Í svari Landspítalans segir að fyrir komi að miklir álagstímar …
Í svari Landspítalans segir að fyrir komi að miklir álagstímar séu á fæðingardeildinni. mbl.is/Ómar

Engin kona er þvinguð til að fara frá Landspítalanum til að fæða barn sitt á öðru sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn mbl.is.

Greint var fyrr í dag frá staðfest­um heim­ild­um mbl.is fyr­ir því, að kona sem kom­in var af stað í fæðingu og hafði átt að fæða á Land­spít­al­an­um í morg­un, hefði verið send sjálf keyr­andi á Akra­nes þar sem ekki reynd­ist unnt að taka á móti barni henn­ar í Reykja­vík.

Í svari Landspítalans segir að fyrir komi að miklir álagstímar séu á fæðingardeildinni. Til að geta tryggt öryggi skjólstæðinga sinni þurfi þá að leita til nágrannasjúkrahúsa eins og á Akranesi.

„Þetta er gert í samráði við skjólstæðinga og enginn þvingaður til að fara. Þetta kemur fyrir í venjulegu árferði en er enn þá þyngra núna vegna manneklu,“ segir í svarinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert