Íslendingi á Gaza sleppt eftir klukkustund

Frá mótmælum á Gaza-ströndinni í síðasta mánuði.
Frá mótmælum á Gaza-ströndinni í síðasta mánuði. AFP

Íslendingi, sem handtekinn var við landamæri Ísrael og Gaza-strandarinnar á föstudag, var sleppt úr haldi um klukkustund síðar og verður hann ekki ákærður vegna málsins. Þetta staðfestir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við mbl.is.

Íslendingurinn var í tólf manna hópi aðgerðasinna á vegum samtakanna In­ternati­onal Soli­da­rity Mo­vement (ISM) en í hópnum voru auk þess Englendingar og Ísraelar. Samtökin sem um ræðir styðja réttindabaráttu Palestínumanna með mótmælaaðgerðum án ofbeldis og eru alþjóðlegir sjálfboðaliðar, gjarnan frá Evrópu, fyrirferðarmiklir í baráttunni.

Myndbandi af mótmælunum var deilt á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert