Allir ættu að eiga batteríisútvarp

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri i Hveragerði, hvetur alla til að fá ...
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri i Hveragerði, hvetur alla til að fá sér batteríisútvarp og vasaljós. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjórinn í Hveragerði segir mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að nota þá umræðu sem skapast hefur í kringum rafmagnsleysið í bænum á þriðjudag til að fara yfir sín mál og kanna hvernig þau eru í stakk búin að takast á við slíka atburði. Bæjarstjórn Hveragerðis hefur fundað vegna málsins og kannar nú möguleika á varaaflgjöfum fyrir stofnanir bæjarins. Bæjarstjórinn segir einnig mikilvægt að efla upplýsingagjöf til íbúa í slíkum aðstæðum.

Rafmagn fór af í Hveragerði um klukkan 15 á þriðjudag vegna bilunar í aðveitustöð í bænum í kjölfar þess að rafmagnsstrengur var grafinn upp. Íbúar voru meira og minna rafmagnslausir fram að miðnætti, en þá var rafmagni komið á með varaafli frá Rarik á Selfossi og Þorlákshöfn. Bilunin varð til þess að skipta þurfti um aflspenni í spennustöðinni og var því lokið síðdegis í gær. Ófremdarástand skapaðist í bænum og rafmagnsleysið hafði mikil áhrif á þjónustu og iðnað. Þjónusta lagðist í raun alveg af síðdegis á þriðjudag enda öll greiðslu- og upplýsingakerfi tengd rafmagni.

„Það getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir að svona gerist, en auðvitað er hægt að grípa til aðgerða og ég geri ráð fyrir að flestir íhugi sinn gang. Kanni til dæmis hvort það sé ekki eðilegt að hafa aðgang að varaaflgjöfum, þá fyrirtæki, hótel og veitingastaðir. Þó sé ekki nema bara að kortleggja hvaða verktakar og fyrirtæki eiga svoleiðis lagað. Það væri þá hægt að flytja það á milli því það er auðvitað dýrt að liggja með varaaflstöðvar sem sjaldan eða aldrei þarf að nota. Það er heldur ekki sérstaklega mikið öryggi í þeim nema þær séu settar í gang reglulega,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, í samtali við mbl.is.

Standa hefði mátt betur að upplýsingagjöf 

Hún segir bæjarfélagið hafa farið yfir stöðuna og sé að kanna þetta mál gagnvart sínum stofnunum. Þá hafi forstjóri Rarik komið á fund bæjarstjórnar í gærmorgun og farið yfir atburðinn. „Við viljum meðal annars draga þann lærdóm af þessu að það er mjög mikilvægt að koma upplýsingum eins og vel og hægt er og eins oft og hægt er til íbúa þegar svona gerist.“

Hvergerðingar máttu þola rafmagnsleysi klukkutímum saman á þriðjudag.
Hvergerðingar máttu þola rafmagnsleysi klukkutímum saman á þriðjudag. mbl.is/Árni Sæberg

Aldís segir það hafa tekist ágætlega á þriðjudaginn, en SMS-skilaboðin hefðu þó mátt vera fleiri og upplýsingarnar ítarlegri. „Til dæmis þegar það lá fyrir að við vorum að horfa á alvarlegan atburð og það lá fyrir að rafmagnsleysið myndi vara nokkra klukkutíma til viðbótar. Þau skilaboð hefðu mátt fara út í SMS-i. Það er svo mikilvægt að hafa í huga að þegar rafmagnið fer þá eru miðlarnir mjög erfiðir. Fólk hefur ekki aðgang að interneti, nema mjög takmarkað. Það þarf að notast við útvarpsstöðvarnar, ef fólk er með batteríisútvarp og SMS-skilaboðin,“ segir Aldís „Á Íslandi ættu allir að eiga batteríisútvarp, ef eitthvað svona gerist,“ bætir hún við.

„Rauði krossinn hefur gefið út leiðbeiningar um viðlagakassa sem allir eiga að hafa heima hjá sér og þetta er eitt af því sem á að vera þar. Svo er voða gott að hafa vasaljós á vísum stað svo það þurfi ekki að leita út um allt að því. Við vorum bara heppin að þetta gerðist um sumar. Við búum bara við þær aðstæður að við getum átt von á einhverju svona og þá þurfum við að eiga að lágmarki þetta. Við þurfum að geta fengið upplýsingar með öruggum hætti og hafa vasaljósið á vísum stað.“

Ágætisáminning um hvað við erum háð rafmagninu

Aldís segir svo auðvitað mikilvægt að reyna að gæta þess að svona lagað gerist ekki aftur. Það sé mikilvægt að vanda til vinnu umhverfis jarðstrengi. „Það var reyndar ekki verktakanum um að kenna í þetta skipti. Rarik var búið að gefa grænt ljós á vinnu á þessari lóð. Verktakinn vissi ekki að það væri þarna strengur. Þetta voru í raun bara ófyrirséðir atburðir,“ segir Aldís en samkvæmt upplýsingum frá Rarik hefði spennirinn í aðveitustöðinni átt að þola bilunina sem kom upp. Ekki er vitað hvers vegna hann gerði það ekki.

„Þetta er ágætisáminning um það hvað við erum háð rafmagninu. Það er afskaplega skynsamlegt fyrir alla, ekki bara Hvergerðinga heldur öll bæjarfélög, að nota þessa umræðu sem er í gangi núna til að fara yfir sín mál. Kanna hvernig væri staðan ef rafmagnið færi af sveitarfélaginu í hálfan eða heilan sólarhring. Við þurfum öll að vera viðbúin svoleiðis aðstæðum búandi á landi náttúrhamfara og óvæntra viðburða. Það er reynslan sem við tökum með okkur úr þessu,“ segir Aldís að lokum.

Hér má nálgast upplýsingar um viðlagakassa sem Rauði krossinn mælir með að sé til staðar á hverju heimili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Starf þjóðgarðsvarðar auglýst

05:30 Starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur verið auglýst laust til umsóknar.  Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »

Svamla um Kolgrafafjörð (myndband)

Í gær, 16:02 Sigurður Helgason tók drónamyndbönd af grindhvalatorfunni, sem var innlyksa í Kolgrafafirði um helgina, þar sem hún svamlar um fjörðinn og nær loks út á Breiðafjörð. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Ukulele
...
Vandað Skrifborð Til Sölu
Flott, vel með farið skrifborð. Keypt í Línunni 2007, sést ekkert á því. -Hillu...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...