Allir ættu að eiga batteríisútvarp

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri i Hveragerði, hvetur alla til að fá ...
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri i Hveragerði, hvetur alla til að fá sér batteríisútvarp og vasaljós. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjórinn í Hveragerði segir mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að nota þá umræðu sem skapast hefur í kringum rafmagnsleysið í bænum á þriðjudag til að fara yfir sín mál og kanna hvernig þau eru í stakk búin að takast á við slíka atburði. Bæjarstjórn Hveragerðis hefur fundað vegna málsins og kannar nú möguleika á varaaflgjöfum fyrir stofnanir bæjarins. Bæjarstjórinn segir einnig mikilvægt að efla upplýsingagjöf til íbúa í slíkum aðstæðum.

Rafmagn fór af í Hveragerði um klukkan 15 á þriðjudag vegna bilunar í aðveitustöð í bænum í kjölfar þess að rafmagnsstrengur var grafinn upp. Íbúar voru meira og minna rafmagnslausir fram að miðnætti, en þá var rafmagni komið á með varaafli frá Rarik á Selfossi og Þorlákshöfn. Bilunin varð til þess að skipta þurfti um aflspenni í spennustöðinni og var því lokið síðdegis í gær. Ófremdarástand skapaðist í bænum og rafmagnsleysið hafði mikil áhrif á þjónustu og iðnað. Þjónusta lagðist í raun alveg af síðdegis á þriðjudag enda öll greiðslu- og upplýsingakerfi tengd rafmagni.

„Það getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir að svona gerist, en auðvitað er hægt að grípa til aðgerða og ég geri ráð fyrir að flestir íhugi sinn gang. Kanni til dæmis hvort það sé ekki eðilegt að hafa aðgang að varaaflgjöfum, þá fyrirtæki, hótel og veitingastaðir. Þó sé ekki nema bara að kortleggja hvaða verktakar og fyrirtæki eiga svoleiðis lagað. Það væri þá hægt að flytja það á milli því það er auðvitað dýrt að liggja með varaaflstöðvar sem sjaldan eða aldrei þarf að nota. Það er heldur ekki sérstaklega mikið öryggi í þeim nema þær séu settar í gang reglulega,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, í samtali við mbl.is.

Standa hefði mátt betur að upplýsingagjöf 

Hún segir bæjarfélagið hafa farið yfir stöðuna og sé að kanna þetta mál gagnvart sínum stofnunum. Þá hafi forstjóri Rarik komið á fund bæjarstjórnar í gærmorgun og farið yfir atburðinn. „Við viljum meðal annars draga þann lærdóm af þessu að það er mjög mikilvægt að koma upplýsingum eins og vel og hægt er og eins oft og hægt er til íbúa þegar svona gerist.“

Hvergerðingar máttu þola rafmagnsleysi klukkutímum saman á þriðjudag.
Hvergerðingar máttu þola rafmagnsleysi klukkutímum saman á þriðjudag. mbl.is/Árni Sæberg

Aldís segir það hafa tekist ágætlega á þriðjudaginn, en SMS-skilaboðin hefðu þó mátt vera fleiri og upplýsingarnar ítarlegri. „Til dæmis þegar það lá fyrir að við vorum að horfa á alvarlegan atburð og það lá fyrir að rafmagnsleysið myndi vara nokkra klukkutíma til viðbótar. Þau skilaboð hefðu mátt fara út í SMS-i. Það er svo mikilvægt að hafa í huga að þegar rafmagnið fer þá eru miðlarnir mjög erfiðir. Fólk hefur ekki aðgang að interneti, nema mjög takmarkað. Það þarf að notast við útvarpsstöðvarnar, ef fólk er með batteríisútvarp og SMS-skilaboðin,“ segir Aldís „Á Íslandi ættu allir að eiga batteríisútvarp, ef eitthvað svona gerist,“ bætir hún við.

„Rauði krossinn hefur gefið út leiðbeiningar um viðlagakassa sem allir eiga að hafa heima hjá sér og þetta er eitt af því sem á að vera þar. Svo er voða gott að hafa vasaljós á vísum stað svo það þurfi ekki að leita út um allt að því. Við vorum bara heppin að þetta gerðist um sumar. Við búum bara við þær aðstæður að við getum átt von á einhverju svona og þá þurfum við að eiga að lágmarki þetta. Við þurfum að geta fengið upplýsingar með öruggum hætti og hafa vasaljósið á vísum stað.“

Ágætisáminning um hvað við erum háð rafmagninu

Aldís segir svo auðvitað mikilvægt að reyna að gæta þess að svona lagað gerist ekki aftur. Það sé mikilvægt að vanda til vinnu umhverfis jarðstrengi. „Það var reyndar ekki verktakanum um að kenna í þetta skipti. Rarik var búið að gefa grænt ljós á vinnu á þessari lóð. Verktakinn vissi ekki að það væri þarna strengur. Þetta voru í raun bara ófyrirséðir atburðir,“ segir Aldís en samkvæmt upplýsingum frá Rarik hefði spennirinn í aðveitustöðinni átt að þola bilunina sem kom upp. Ekki er vitað hvers vegna hann gerði það ekki.

„Þetta er ágætisáminning um það hvað við erum háð rafmagninu. Það er afskaplega skynsamlegt fyrir alla, ekki bara Hvergerðinga heldur öll bæjarfélög, að nota þessa umræðu sem er í gangi núna til að fara yfir sín mál. Kanna hvernig væri staðan ef rafmagnið færi af sveitarfélaginu í hálfan eða heilan sólarhring. Við þurfum öll að vera viðbúin svoleiðis aðstæðum búandi á landi náttúrhamfara og óvæntra viðburða. Það er reynslan sem við tökum með okkur úr þessu,“ segir Aldís að lokum.

Hér má nálgast upplýsingar um viðlagakassa sem Rauði krossinn mælir með að sé til staðar á hverju heimili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Snjókomubakki með allhvössum vindi

09:38 Snjókomubakki með allhvössum vindi, skafrenningi og blindu nálgast suðvestanvert landið um klukkan 10 til 12. Veðrið lagast svo um tíma en skellur aftur á eftir klukkan 14. Meira »

„Taka því rólega og gefa sér tíma“

09:14 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur gengið hægt en vel. Fólk hefur tekið mið af aðstæðum en éljagangur hefur verið af og til. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ráðleggur fólki að fara ekki á göturnar á sumardekkjum eða að aka um á slæmum hjólbörðum. Meira »

Dæmdur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

08:33 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fimm ár vegna umferðarlagabrota. Ákæran er í þrettán liðum. Meira »

Lengja beinar útsendingar úr Eldey

08:18 Vinnu við að endurnýja búnað „súluvarpsins“ úr Eldey er lokið. Útsendingar lágu niðri frá því um miðjan desember vegna skemmda á sólarrafhlöðum en þær komast í samt lag einhvern næstu daga. Stefnt er að því að lengja beinar útsendingar úr Eldey. Meira »

Heyin skutu þeim á toppinn

07:57 Afburðagóð hey sem bændurnir á Hóli í Svarfaðardal öfluðu sumrin 2017 og 2018 skjóta þeim á topp listans yfir afurðamestu kúabúin á nýliðnu ári. „Ég held að við höfum aldrei verið með jafngóð hey og þessi tvö sumur. Nytin er ekki að aukast vegna kjarnfóðurgjafar því við höfum heldur minnkað hana.“ Meira »

Hæst laun í stóriðju og orkugeira

07:37 Mánaðarlaun félagsmanna í VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem starfa í landi, eru einna hæst í orkuverum og stóriðju ef litið er á niðurstöður eftir mismunandi starfsgreinum í nýbirtri launakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir félagið, sem gerð var meðal félagsmanna. Meira »

Hálka á Reykjanesbrautinni

07:10 Lögreglan á Suðurnesjum biður ökumenn um að fara varlega á Reykjanesbrautinni en þar er hálka líkt og víðar á Suðvesturlandi en enn er éljagangur þar. Krýsuvíkurvegur er lokaður. Meira »

Vonskuveður um hádegi

07:01 Varað er við versnandi veðri um hádegi en þá gengur í suðvestanhvassviðri eða -storm á Suðurlandsundirlendinu um hádegi og með því fylgja öflug él eða slydduél. Að sögn veðurfræðings má búast við því að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði. Meira »

Segir þingforseta svala hefndarþorsta

06:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, forseta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon, ekki hafa áhuga á að rannsaka brot heldur eigi lög og réttur eiga að víkja í tilraunum forseta til að svala hefndarþorsta sínum. Meira »

Slæm færð í efri byggðum

06:27 Ekki hefur verið jafn slæmt færi á höfuðborgarsvæðinu í vetur og er þennan morguninn og ráðleggja snjóruðningsmenn þeim sem eru á illa búnum bifreiðum að fara ekki út í umferðina. Snjórinn er sá mesti sem við höfum séð í vetur, segir Þröstur Víðisson, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Grunaðir um ólöglega dvöl og fíkniefnasölu

06:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn um fimm í nótt sem eru grunaðir um ólöglega dvöl í landinu og sölu fíkniefna. Meira »

Bílbelti og líknarbelgir björguðu

05:57 Lögreglan segir að bílbelti og líknarbelgir hafi bjargað ökumönnum tveggja bifreiða sem lentu í árekstri á Korpúlfsstaðavegi frá teljandi meiðslum. Meira »

Veiðileyfissviptingu frestað

05:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togarann Kleifaberg RE 70 veiðileyfi sínu í tólf vikur vegna brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) er til skoðunar. Meira »

Þurfa að komast lengra

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samningsaðila þurfa að komast lengra í viðræðum sínum áður en stjórnvöld grípi til aðgerða til að greiða fyrir samningum. „Hins vegar erum við reiðubúin til að gera allt sem við getum til að greiða fyrir því að hægt sé að lenda málunum,“ segir Katrín. Meira »

Netöryggissveitin fái ekki næg gögn

05:30 Netöryggissveit mun ekki geta sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða þar sem það tryggir ekki aðgengi sveitarinnar að nauðsynlegum upplýsingum með ótvíræðum hætti. Meira »

Þingmenn taka upp þráðinn í dag

05:30 Alþingi kemur saman á ný í dag eftir jólahlé og hefst þingfundur með munnlegri skýrslu forsætisráðherra og almennum umræðum um stöðuna í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Meira »

Ekkert erindi borist póstnúmeranefnd

05:30 Póstnúmeranefnd hefur ekki fengið neitt formlegt erindi varðandi breytingu á póstnúmeri á Vatnsmýrinni í 102.  Meira »

„Þetta er stórt skref í rétta átt“

05:30 Kennsla hefst seinna í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði heldur en hjá skólum hins opinbera og hefur fyrirkomulagið reynst vel, en í janúar og desember hefst kennslan klukkan 10 og er til kl. 15. Meira »

Töp gegn stórþjóðunum í Köln á HM

05:30 Ísland tapaði fyrir Þýskalandi og Frakklandi á HM karla í handknattleik í Köln um helgina. Liðið mætir Brasilíu á morgun og þá kemur í ljós um hvaða sæti íslenska liðið spilar í keppninni. Meira »
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....