Allir ættu að eiga batteríisútvarp

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri i Hveragerði, hvetur alla til að fá ...
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri i Hveragerði, hvetur alla til að fá sér batteríisútvarp og vasaljós. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjórinn í Hveragerði segir mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að nota þá umræðu sem skapast hefur í kringum rafmagnsleysið í bænum á þriðjudag til að fara yfir sín mál og kanna hvernig þau eru í stakk búin að takast á við slíka atburði. Bæjarstjórn Hveragerðis hefur fundað vegna málsins og kannar nú möguleika á varaaflgjöfum fyrir stofnanir bæjarins. Bæjarstjórinn segir einnig mikilvægt að efla upplýsingagjöf til íbúa í slíkum aðstæðum.

Rafmagn fór af í Hveragerði um klukkan 15 á þriðjudag vegna bilunar í aðveitustöð í bænum í kjölfar þess að rafmagnsstrengur var grafinn upp. Íbúar voru meira og minna rafmagnslausir fram að miðnætti, en þá var rafmagni komið á með varaafli frá Rarik á Selfossi og Þorlákshöfn. Bilunin varð til þess að skipta þurfti um aflspenni í spennustöðinni og var því lokið síðdegis í gær. Ófremdarástand skapaðist í bænum og rafmagnsleysið hafði mikil áhrif á þjónustu og iðnað. Þjónusta lagðist í raun alveg af síðdegis á þriðjudag enda öll greiðslu- og upplýsingakerfi tengd rafmagni.

„Það getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir að svona gerist, en auðvitað er hægt að grípa til aðgerða og ég geri ráð fyrir að flestir íhugi sinn gang. Kanni til dæmis hvort það sé ekki eðilegt að hafa aðgang að varaaflgjöfum, þá fyrirtæki, hótel og veitingastaðir. Þó sé ekki nema bara að kortleggja hvaða verktakar og fyrirtæki eiga svoleiðis lagað. Það væri þá hægt að flytja það á milli því það er auðvitað dýrt að liggja með varaaflstöðvar sem sjaldan eða aldrei þarf að nota. Það er heldur ekki sérstaklega mikið öryggi í þeim nema þær séu settar í gang reglulega,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, í samtali við mbl.is.

Standa hefði mátt betur að upplýsingagjöf 

Hún segir bæjarfélagið hafa farið yfir stöðuna og sé að kanna þetta mál gagnvart sínum stofnunum. Þá hafi forstjóri Rarik komið á fund bæjarstjórnar í gærmorgun og farið yfir atburðinn. „Við viljum meðal annars draga þann lærdóm af þessu að það er mjög mikilvægt að koma upplýsingum eins og vel og hægt er og eins oft og hægt er til íbúa þegar svona gerist.“

Hvergerðingar máttu þola rafmagnsleysi klukkutímum saman á þriðjudag.
Hvergerðingar máttu þola rafmagnsleysi klukkutímum saman á þriðjudag. mbl.is/Árni Sæberg

Aldís segir það hafa tekist ágætlega á þriðjudaginn, en SMS-skilaboðin hefðu þó mátt vera fleiri og upplýsingarnar ítarlegri. „Til dæmis þegar það lá fyrir að við vorum að horfa á alvarlegan atburð og það lá fyrir að rafmagnsleysið myndi vara nokkra klukkutíma til viðbótar. Þau skilaboð hefðu mátt fara út í SMS-i. Það er svo mikilvægt að hafa í huga að þegar rafmagnið fer þá eru miðlarnir mjög erfiðir. Fólk hefur ekki aðgang að interneti, nema mjög takmarkað. Það þarf að notast við útvarpsstöðvarnar, ef fólk er með batteríisútvarp og SMS-skilaboðin,“ segir Aldís „Á Íslandi ættu allir að eiga batteríisútvarp, ef eitthvað svona gerist,“ bætir hún við.

„Rauði krossinn hefur gefið út leiðbeiningar um viðlagakassa sem allir eiga að hafa heima hjá sér og þetta er eitt af því sem á að vera þar. Svo er voða gott að hafa vasaljós á vísum stað svo það þurfi ekki að leita út um allt að því. Við vorum bara heppin að þetta gerðist um sumar. Við búum bara við þær aðstæður að við getum átt von á einhverju svona og þá þurfum við að eiga að lágmarki þetta. Við þurfum að geta fengið upplýsingar með öruggum hætti og hafa vasaljósið á vísum stað.“

Ágætisáminning um hvað við erum háð rafmagninu

Aldís segir svo auðvitað mikilvægt að reyna að gæta þess að svona lagað gerist ekki aftur. Það sé mikilvægt að vanda til vinnu umhverfis jarðstrengi. „Það var reyndar ekki verktakanum um að kenna í þetta skipti. Rarik var búið að gefa grænt ljós á vinnu á þessari lóð. Verktakinn vissi ekki að það væri þarna strengur. Þetta voru í raun bara ófyrirséðir atburðir,“ segir Aldís en samkvæmt upplýsingum frá Rarik hefði spennirinn í aðveitustöðinni átt að þola bilunina sem kom upp. Ekki er vitað hvers vegna hann gerði það ekki.

„Þetta er ágætisáminning um það hvað við erum háð rafmagninu. Það er afskaplega skynsamlegt fyrir alla, ekki bara Hvergerðinga heldur öll bæjarfélög, að nota þessa umræðu sem er í gangi núna til að fara yfir sín mál. Kanna hvernig væri staðan ef rafmagnið færi af sveitarfélaginu í hálfan eða heilan sólarhring. Við þurfum öll að vera viðbúin svoleiðis aðstæðum búandi á landi náttúrhamfara og óvæntra viðburða. Það er reynslan sem við tökum með okkur úr þessu,“ segir Aldís að lokum.

Hér má nálgast upplýsingar um viðlagakassa sem Rauði krossinn mælir með að sé til staðar á hverju heimili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...