24 stöðvaðir vegna hraðaksturs

Lögreglumenn við umferðareftirlit um verslunarmannahelgina 2018.
Lögreglumenn við umferðareftirlit um verslunarmannahelgina 2018. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Alls voru 24 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi um helgina.

Sá sem ók hraðast, spænskur ferðamaður, var á 140 km hraða á klukkustund.

Sektin fyrir slíkan hraðakstur er 150 þúsund krónur en 112.500 ef menn greiða á staðnum, sem hann og gerði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert