Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

Sigur Rós á tónleikunum Norður og niður.
Sigur Rós á tónleikunum Norður og niður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kröfu þriggja liðsmanna Sigur Rósar um að felld yrði úr gildi kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þeirra til tryggingar á greiðslu á væntanlegum skattkröfum, samtals að upphæð um 800 milljónir króna, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Var kyrrsetningin gerð að kröfu tollstjóra, en meint skattabrot þremenninganna hafa verið í rannsókn frá því í janúar 2016 og nær til tekjuáranna 2010-2014.

Meint brot talin mjög alvarleg

Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun, en úrskurðirnir voru í dag allir birtir á vef héraðsdóms. Kemur þar fram að skattayfirvöld telji meint brot mjög alvarleg sem falli undir 262. grein almennra hegningarlaga, en brot á þeirri grein varða allt að sex ára fangelsi, eða fésekt.

Stærsta væntanlega skattkrafan er á hendur Jóni Þór Birgissyni, eða Jónsa eins og hann er jafnan kallaður. Fram kemur að áætluð krafa á hann sé 638 milljónir króna. Voru fjórar fasteignir í hans eigu og 50% hlutur í þremur öðrum fasteignum kyrrsettar. Samkvæmt úrskurðinum er verðmæti þeirra samtals 394 milljónir. Þá voru bankainnistæður fyrir 10,6 milljónir kyrrsettar, tvö bifhjól, tveir bílar og eignarhlutar í þremur félögum.

Í úrskurðinum segir að þær eignir séu „óverulegar í hinu stóra samhengi en kyrrsettar bankainnstæður nema um 10.600.000 króna og verðmæti í ökutækjum, þ.e. tveimur bifhjólum og tveimur bifreiðum, skiptir augljóslega engum sköpum hér.“

Í tilfellum þeirra Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar eru eignir upp á 40-43 milljónir kyrrsettar fyrir væntanlegum kröfum upp á 78,5 og 82 milljónir. Samtals nær kyrrsetningin því til eigna upp á um 490 milljónir hjá þremenningunum.

Þremenningarnir gagnrýna kyrrsetninguna

Þremenningarnir segjast hafa fjárfest í kostnaðarsamri ráðgjöf sérfræðinga á sviði skattskila og endurskoðunar til að sjá um uppgjör sín og fjármál og alla tíð lagt áherslu á að rétt væri staðið að skattskilum þeirra. Það hafi því komið á óvart þegar skattrannsóknarstjóri hóf rannsóknina á sínum tíma.

Samkvæmt tollstjóra eru mögulegar skattkröfur á þremenningana um 800 milljónir, ...
Samkvæmt tollstjóra eru mögulegar skattkröfur á þremenningana um 800 milljónir, þar af 638 milljónir á söngvarann Jónsa. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Þá gagnrýna þeir kyrrsetninguna á þeim forsendum að eignirnar hafi aukist að verðgildi síðan þær voru fyrst kyrrsettar og að verðmæti kyrrsettra eigna sé umfram þá fjárhæð sem mögulegt skattbrot sé. Dómarinn hafnaði þessu og sagði að eignirnar væru þess eðlis að auðvelt væri að koma þeim undan vakni ásetningur til þess og ekki hafi verið sýnt fram á að eignirnar séu umfram mögulega skattkröfu eða að þremenningarnir ættu frekari eignir til tryggingar kröfunni.

Fluttu fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingaleiðina

Þó kemur fram að þeir hafi flutt fjármuni árið 2013 til landsins til að fjárfesta í fasteignum í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans, hafi þeir auk þess mikil tengsl við útlönd og stærstan hluta tekna sinna þaðan í gegnum hlutdeild sína í erlendum félögum. Bendir tollstjóri á að þremenningarnir hafi ekki gert grein fyrir eign sinni í öllum erlendu félögunum á skattframtölum sínum, en þær upplýsingar hafi komið fram undir rannsókn málsins hjá skattrannsóknarstjóra.

Tollstjóri telur hættu á að verðmæti verði flutt úr landi

Telur tollstjóri að líkur séu á að þremenningarnir muni flytja fjármuni úr landi séu eignir þeirra ekki kyrrsettar. „Áður en fjármunir sóknaraðila hafi verið fluttir til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hafi þeir verið varðveittir erlendis. Í ljósi þess sé ekki ólíklegt að enn séu til staðar eignir erlendis sem innlendir kröfuhafar geti ekki gengið að. Sóknaraðili hafi slík tengsl við útlönd að hætta sé á að verðmæti verði flutt þangað sem innheimta muni reynast að mun erfiðari,“ eins og segir í rökstuðningi tollstjóra í úrskurðinum.

Eins og fyrr segir komst dómari að þeirri niðurstöðu að staðfesta kyrrsetningu sýslumannsins í öllum þremur tilfellunum. Haft er eftir lögmanni þremenninganna í Fréttablaðinu í morgun að niðurstöðunni verði áfrýjað til Landsréttar.

mbl.is

Innlent »

Barnaþing verði lögfest

14:12 Sérstakt barnaþing mun fara fram á tveggja ára fresti undir stjórn umboðsmanns barna, samkvæmt frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

14:07 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa. Meira »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »

Rólegt en kólnandi veður um helgina

13:04 Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á sunnudag fer að hvessa og talsverð rigning verður á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, ásamt hvassviðri. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

13:01 Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.  Meira »

Vilja byggja þyrlupall á Heimaey

12:00 Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að „auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.“ Meira »

Ætlar að hitta Áslaugu Thelmu

11:45 Helga Jónsdóttir, sem kemur til starfa sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á mánudaginn, ætlar að hitta Áslaugu Thelmu Einarsdóttur í næstu viku. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við mbl.is. Meira »

Fréttir oftast sóttar á fréttavefi

11:41 Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem var framkvæmd 3. til 10. ágúst. Meira »

Leita að liðsafla í stærstu björgunarsveitina

11:25 Söfnunarþáttur fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg verður sýndur á Stöð 2 í opinni dagskrá annað kvöld, klukkan 19.25. Þar verður leitast við að tryggja félaginu sem flesta bakverði sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Meira »

Meintur svikahrappur í gæsluvarðhald

11:18 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni erlendan karlmann sem grunaður er um að hafa ferðast á flugmiða sem svikinn var út á stolið greiðslukort eða kortaupplýsingar. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. september. Meira »

Tímaþjófar í haldi

11:00 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag þrjá karlmenn vegna rannsóknar á máli er kom upp þegar úri að verðmæti 370 þúsund krónur var stolið úr úra- og skartgripaverslun í umdæminu. Meira »

Athugasemdir við hæfniskröfur

10:55 Stjórn Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) hefur sent skriflegar athugasemdir til stjórnar Veitna ofh. vegna auglýsingar um lausar stöður forstöðumanna hjá Veitum. VFÍ telur menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfanna ekki nægilega miklar og óskar eftir skýringum á því af hverju sérfræðiþekkingu og háskólamenntun á sviði verkfræði sé gert svo lágt undir höfði. Meira »

Ráðherra fékk leiðsögn frá lögreglu

10:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kom hjólandi á fund ríkisstjórnarinnar sem fram fór í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Tilefnið er evrópsk samgönguvika sem nú stendur yfir. Meira »

Ölvaður með sveppapoka í bílnum

10:36 Ökumaður sem lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu í gær vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna viðurkenndi að vera einnig ölvaður. Í hólfi undir farþegasæti í bifreið hans fannst poki með sveppum og viðurkenndi hann eign sína á þeim. Meira »

Krefst gagna frá Isavia

10:15 Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur óskað eftir því að Isavia láti nefndinni í té „trúnaðargögn“ um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hvers flugrekanda sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2017 vegna kæru vefmiðilsins Túrista til úrskurðarnefndarinnar. Meira »

Eldur í bíl við Helguvík

10:09 Eldur kom upp í kyrrstæðri og mannlausri bifreið í nágrenni Helguvíkur í gær. Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn en bifreiðin er gjörónýt. Bifreiðin hafði bilað og var því skilin eftir í vegkantinum. Meira »

Eldislax hefði náð að hrygna í haust

09:24 Eldislax sem veiddist í Eyjafjarðará í byrjun mánaðarins var að því kominn að hrygna og hefði líklega náð því í haust. Þetta kemur fram í máli Guðna Bergssonar, sviðsstjóra og sérfræðings ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

08:48 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...