Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

Sigur Rós á tónleikunum Norður og niður.
Sigur Rós á tónleikunum Norður og niður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kröfu þriggja liðsmanna Sigur Rósar um að felld yrði úr gildi kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þeirra til tryggingar á greiðslu á væntanlegum skattkröfum, samtals að upphæð um 800 milljónir króna, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Var kyrrsetningin gerð að kröfu tollstjóra, en meint skattabrot þremenninganna hafa verið í rannsókn frá því í janúar 2016 og nær til tekjuáranna 2010-2014.

Meint brot talin mjög alvarleg

Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun, en úrskurðirnir voru í dag allir birtir á vef héraðsdóms. Kemur þar fram að skattayfirvöld telji meint brot mjög alvarleg sem falli undir 262. grein almennra hegningarlaga, en brot á þeirri grein varða allt að sex ára fangelsi, eða fésekt.

Stærsta væntanlega skattkrafan er á hendur Jóni Þór Birgissyni, eða Jónsa eins og hann er jafnan kallaður. Fram kemur að áætluð krafa á hann sé 638 milljónir króna. Voru fjórar fasteignir í hans eigu og 50% hlutur í þremur öðrum fasteignum kyrrsettar. Samkvæmt úrskurðinum er verðmæti þeirra samtals 394 milljónir. Þá voru bankainnistæður fyrir 10,6 milljónir kyrrsettar, tvö bifhjól, tveir bílar og eignarhlutar í þremur félögum.

Í úrskurðinum segir að þær eignir séu „óverulegar í hinu stóra samhengi en kyrrsettar bankainnstæður nema um 10.600.000 króna og verðmæti í ökutækjum, þ.e. tveimur bifhjólum og tveimur bifreiðum, skiptir augljóslega engum sköpum hér.“

Í tilfellum þeirra Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar eru eignir upp á 40-43 milljónir kyrrsettar fyrir væntanlegum kröfum upp á 78,5 og 82 milljónir. Samtals nær kyrrsetningin því til eigna upp á um 490 milljónir hjá þremenningunum.

Þremenningarnir gagnrýna kyrrsetninguna

Þremenningarnir segjast hafa fjárfest í kostnaðarsamri ráðgjöf sérfræðinga á sviði skattskila og endurskoðunar til að sjá um uppgjör sín og fjármál og alla tíð lagt áherslu á að rétt væri staðið að skattskilum þeirra. Það hafi því komið á óvart þegar skattrannsóknarstjóri hóf rannsóknina á sínum tíma.

Samkvæmt tollstjóra eru mögulegar skattkröfur á þremenningana um 800 milljónir, ...
Samkvæmt tollstjóra eru mögulegar skattkröfur á þremenningana um 800 milljónir, þar af 638 milljónir á söngvarann Jónsa. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Þá gagnrýna þeir kyrrsetninguna á þeim forsendum að eignirnar hafi aukist að verðgildi síðan þær voru fyrst kyrrsettar og að verðmæti kyrrsettra eigna sé umfram þá fjárhæð sem mögulegt skattbrot sé. Dómarinn hafnaði þessu og sagði að eignirnar væru þess eðlis að auðvelt væri að koma þeim undan vakni ásetningur til þess og ekki hafi verið sýnt fram á að eignirnar séu umfram mögulega skattkröfu eða að þremenningarnir ættu frekari eignir til tryggingar kröfunni.

Fluttu fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingaleiðina

Þó kemur fram að þeir hafi flutt fjármuni árið 2013 til landsins til að fjárfesta í fasteignum í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans, hafi þeir auk þess mikil tengsl við útlönd og stærstan hluta tekna sinna þaðan í gegnum hlutdeild sína í erlendum félögum. Bendir tollstjóri á að þremenningarnir hafi ekki gert grein fyrir eign sinni í öllum erlendu félögunum á skattframtölum sínum, en þær upplýsingar hafi komið fram undir rannsókn málsins hjá skattrannsóknarstjóra.

Tollstjóri telur hættu á að verðmæti verði flutt úr landi

Telur tollstjóri að líkur séu á að þremenningarnir muni flytja fjármuni úr landi séu eignir þeirra ekki kyrrsettar. „Áður en fjármunir sóknaraðila hafi verið fluttir til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hafi þeir verið varðveittir erlendis. Í ljósi þess sé ekki ólíklegt að enn séu til staðar eignir erlendis sem innlendir kröfuhafar geti ekki gengið að. Sóknaraðili hafi slík tengsl við útlönd að hætta sé á að verðmæti verði flutt þangað sem innheimta muni reynast að mun erfiðari,“ eins og segir í rökstuðningi tollstjóra í úrskurðinum.

Eins og fyrr segir komst dómari að þeirri niðurstöðu að staðfesta kyrrsetningu sýslumannsins í öllum þremur tilfellunum. Haft er eftir lögmanni þremenninganna í Fréttablaðinu í morgun að niðurstöðunni verði áfrýjað til Landsréttar.

mbl.is

Innlent »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...