Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

Sigur Rós á tónleikunum Norður og niður.
Sigur Rós á tónleikunum Norður og niður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kröfu þriggja liðsmanna Sigur Rósar um að felld yrði úr gildi kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þeirra til tryggingar á greiðslu á væntanlegum skattkröfum, samtals að upphæð um 800 milljónir króna, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Var kyrrsetningin gerð að kröfu tollstjóra, en meint skattabrot þremenninganna hafa verið í rannsókn frá því í janúar 2016 og nær til tekjuáranna 2010-2014.

Meint brot talin mjög alvarleg

Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun, en úrskurðirnir voru í dag allir birtir á vef héraðsdóms. Kemur þar fram að skattayfirvöld telji meint brot mjög alvarleg sem falli undir 262. grein almennra hegningarlaga, en brot á þeirri grein varða allt að sex ára fangelsi, eða fésekt.

Stærsta væntanlega skattkrafan er á hendur Jóni Þór Birgissyni, eða Jónsa eins og hann er jafnan kallaður. Fram kemur að áætluð krafa á hann sé 638 milljónir króna. Voru fjórar fasteignir í hans eigu og 50% hlutur í þremur öðrum fasteignum kyrrsettar. Samkvæmt úrskurðinum er verðmæti þeirra samtals 394 milljónir. Þá voru bankainnistæður fyrir 10,6 milljónir kyrrsettar, tvö bifhjól, tveir bílar og eignarhlutar í þremur félögum.

Í úrskurðinum segir að þær eignir séu „óverulegar í hinu stóra samhengi en kyrrsettar bankainnstæður nema um 10.600.000 króna og verðmæti í ökutækjum, þ.e. tveimur bifhjólum og tveimur bifreiðum, skiptir augljóslega engum sköpum hér.“

Í tilfellum þeirra Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar eru eignir upp á 40-43 milljónir kyrrsettar fyrir væntanlegum kröfum upp á 78,5 og 82 milljónir. Samtals nær kyrrsetningin því til eigna upp á um 490 milljónir hjá þremenningunum.

Þremenningarnir gagnrýna kyrrsetninguna

Þremenningarnir segjast hafa fjárfest í kostnaðarsamri ráðgjöf sérfræðinga á sviði skattskila og endurskoðunar til að sjá um uppgjör sín og fjármál og alla tíð lagt áherslu á að rétt væri staðið að skattskilum þeirra. Það hafi því komið á óvart þegar skattrannsóknarstjóri hóf rannsóknina á sínum tíma.

Samkvæmt tollstjóra eru mögulegar skattkröfur á þremenningana um 800 milljónir, ...
Samkvæmt tollstjóra eru mögulegar skattkröfur á þremenningana um 800 milljónir, þar af 638 milljónir á söngvarann Jónsa. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Þá gagnrýna þeir kyrrsetninguna á þeim forsendum að eignirnar hafi aukist að verðgildi síðan þær voru fyrst kyrrsettar og að verðmæti kyrrsettra eigna sé umfram þá fjárhæð sem mögulegt skattbrot sé. Dómarinn hafnaði þessu og sagði að eignirnar væru þess eðlis að auðvelt væri að koma þeim undan vakni ásetningur til þess og ekki hafi verið sýnt fram á að eignirnar séu umfram mögulega skattkröfu eða að þremenningarnir ættu frekari eignir til tryggingar kröfunni.

Fluttu fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingaleiðina

Þó kemur fram að þeir hafi flutt fjármuni árið 2013 til landsins til að fjárfesta í fasteignum í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans, hafi þeir auk þess mikil tengsl við útlönd og stærstan hluta tekna sinna þaðan í gegnum hlutdeild sína í erlendum félögum. Bendir tollstjóri á að þremenningarnir hafi ekki gert grein fyrir eign sinni í öllum erlendu félögunum á skattframtölum sínum, en þær upplýsingar hafi komið fram undir rannsókn málsins hjá skattrannsóknarstjóra.

Tollstjóri telur hættu á að verðmæti verði flutt úr landi

Telur tollstjóri að líkur séu á að þremenningarnir muni flytja fjármuni úr landi séu eignir þeirra ekki kyrrsettar. „Áður en fjármunir sóknaraðila hafi verið fluttir til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hafi þeir verið varðveittir erlendis. Í ljósi þess sé ekki ólíklegt að enn séu til staðar eignir erlendis sem innlendir kröfuhafar geti ekki gengið að. Sóknaraðili hafi slík tengsl við útlönd að hætta sé á að verðmæti verði flutt þangað sem innheimta muni reynast að mun erfiðari,“ eins og segir í rökstuðningi tollstjóra í úrskurðinum.

Eins og fyrr segir komst dómari að þeirri niðurstöðu að staðfesta kyrrsetningu sýslumannsins í öllum þremur tilfellunum. Haft er eftir lögmanni þremenninganna í Fréttablaðinu í morgun að niðurstöðunni verði áfrýjað til Landsréttar.

mbl.is

Innlent »

Mótmælin farin að bitna á heilsunni

Í gær, 23:33 Hópur flóttamanna sem staðið hefur fyrir mótmælum við Alþingishúsið undanfarið ákvað í dag að færa mótmæli sín af Austurvellinum. Á Facebook-síðu mótmælenda er sagt að þetta sé gert vegna þess að veran við þinghúsið sé farin að bitna á heilsu mótmælenda. Meira »

Fataiðn er mjög skapandi

Í gær, 22:45 Fötin skapa manninn! Nám í fataiðnum við Tækniskólann er vinsælt og vekur athygli. Gleðin fylgir starfinu, segir kennari og bendir á ýmsa atvinnumöguleika sem bjóðast. Meira »

Þrjár nýjar gerðir af dúkkunni Lúllu

Í gær, 21:15 Sigurganga dúkkunnar Lúllu um heiminn heldur áfram. Nú er að fjölga í hópnum og í byrjun apríl verða afgreiddar forpantanir á þremur nýjum gerðum af Lúllu. Eftir það fara dúkkurnar í verslanir víða um heim. Meira »

Kona slasaðist á Esjunni

Í gær, 21:05 Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálf átta í kvöld vegna konu sem hafði slasast í grjóthruni á Esjunni neðan við Stein, segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Meira »

Aulalegt að hafa skiltið ekki rétt

Í gær, 20:30 Ljósmynd sem var nýlega tekin af umferðarskilti á Suðurlandsvegi, rétt ofan við Rauðavatn á leiðinni frá Reykjavík, sýnir 70 kílómetra hámarkshraða fyrir bifreiðar með eftirvagna eða skráð tengitæki þegar hámarkshraðinn á að vera 80 km á klukkustund. Meira »

Búið að finna drengina

Í gær, 20:01 Búið er að finna drengina sem lögreglan á Suðurnesjum auglýsti eftir nú í kvöld. Drengirnir, sem eru níu ára gamlir og úr Grindavík, skiluðu sér ekki heim eftir skóla og biðlaði lögregla því til Grindvíkinga að svipast um eftir drengjunum. Meira »

Ísland nær samningi við Breta

Í gær, 19:46 Búið er að lenda samningi milli Íslands og Bretlands sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, fari svo að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Lögregla leitar 9 ára drengja á Suðurnesjum

Í gær, 19:27 Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að tveimur níu ára drengjum, Þorgeiri og Orra Steini úr Grindavík. Drengirnir skiluðu sér ekki heim eftir skóla í dag og eru fjölskyldur þeirra nú að leita að þeim á svæðinu. Meira »

Innlyksa á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs

Í gær, 19:21 Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna tveggja einstaklinga sem eru nú strandaglópar á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs. Meira »

Áhyggjur af viðræðuslitum SGS

Í gær, 19:15 „Þetta er alvarleg staða. Í sjómannaverkfallinu [fyrir tveimur árum] þá misstum við viðskiptavini af því að við gátum ekki afhent. Eftir það komu ekki allir okkar viðskiptavinir til baka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við mbl.is. Meira »

„Aukaskrefin“ tryggja skólastarfið

Í gær, 18:55 „Það eru allir tilbúnir til að hjálpa okkur,“ segir Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, starfsfólk skólans hefur undanfarna daga þurft að bregðast við afar hraðri atburðarás sem hefur leitt til þess að skólastarfið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og félagsheimili Þróttar fram á sumar. Meira »

Fresta veislu þingmanna vegna verkfalls

Í gær, 18:25 „Við vildum bara alls ekki að það gæti verið neinn minnsti vafi á því að verkfallið væri virt á þeim vinnustað sem við hefðum fengið inni fyrir okkar veislu og það var ekki þægileg tilhugsun að það gæti verið eitthvað óljóst eða óvissa í þeim efnum,“ segir Steingrímur. J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Góður andi í nýju húsnæði Bergsins

Í gær, 17:45 Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun. „Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins. Meira »

Reyna að múta nemendum með pítsu

Í gær, 17:22 Þó skiljanlegt sé að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps er annað að taka beina afstöðu gegn loftslagsverkföllum skólabarna. Þetta kemur fram í athugasemdum Landssamtak íslenskra stúdenta. Eitt sé „að börn fái skróp í kladdann, annað sé að hóta eða múta börnunum sem láta sig loftslagsmálin varða. Meira »

Ekkert óeðlilegt að ræða dóminn

Í gær, 17:10 „Ég lít ekki svo á að þeir hæstvirtir ráðherrar sem hafa tjáð sig um þessi mál og hafa viðrað uppi sjónarmið um inntak þessa dóms séu með því að tala Mannréttindadómstólinn niður. Ég held einmitt að við þurfum að leyfa okkur að geta átt samtal um það hvaða mat við leggjum á rökstuðning og það er ekkert óeðlilegt við það.“ Meira »

Telur málið verða ríkissjóði dýrt

Í gær, 16:49 „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra um að hún hyggist vinna þetta mál í samvinnu við alla flokka. Samfylkingin er tilbúin til að koma að þeirri vinnu enda verði hún byggð á vandvirkni og virðingu fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Meira »

Eldur í rafmagnsvespu í Breiðholti

Í gær, 16:42 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kortér yfir fjögur í dag eftir að kviknaði í rafmagnsvespu fyrir utan Hagabakarí við Hraunberg 4 í Breiðholti, segir vaktstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is. Meira »

Óska eftir skýrslu um loðnuna

Í gær, 16:38 Allir þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og Flokks fólksins hafa óskað eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins á árunum 2000 til 2019. Meira »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

Í gær, 16:29 „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »
GEYMSLUHÚSNÆÐI - BÍLSKÚR
TIL LEIGU TÆPLEGA 30 FM. BÍLSKÚR / GEYMSLUHÚSNÆÐI VIÐ MÓHELLU Í HF. LOKAÐ VAKTAÐ...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alena...
Heilsuráðgjafi, Einkaþjálfari, Nuddari og fl.
Nudd, Næringaráðgjöf og Einkaþjálfun eftir þinni getu, einnig fyrirbyggjandi þjá...