Skjálfti að stærð 3,3 í Torfajökli

Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er …
Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er stærsta líparítsvæði landsins og innan öskjunnar er einnig eitt stærsta háhitasvæðið. mbl.is/RAX

Rétt fyrir hálffimm í dag varð skjálfti að stærð 3,3 í vestanverðri Torfajökulsöskjunni. Fannst hann meðal annars í Landmannalaugum. Sjö aðrir smærri skjálftar urðu á svæðinu í kjölfarið, en enginn gosórói er að sögn Veðurstofunnar.

Í tilkynningu kemur fram að skjálftar af svipaðri stærðargráðu hafi áður mælst á þessu svæði.

Skjálftinn varð 8,1 km norður af Álftavatni.

Skalf í Bárðarbungu fyrr í dag

Fyrr í dag, kl. 15:05, varð skjálfti af stærðinni 3,5 í norðvestanverðri Bárðarbunguöskjunni. Á vef Veðurstofunnar segir að engir eftirskjálftar hafi fylgt og að enginn gosórói sé á svæðinu.

Skjálftinn varð í Torfajökulsöskjunni.
Skjálftinn varð í Torfajökulsöskjunni. Kort/Veðurstofan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert