Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

Elín Hrönn, til vinstri, og Hrefna Ósk sem eru fæddar …
Elín Hrönn, til vinstri, og Hrefna Ósk sem eru fæddar 11. september 1997. Fáir þekkja þær í sundur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði.

Elín Hrönn og Hrefna Ósk eru eineggja tvíburar fæddar 11. september 1997, dætur Jóns Gísla Guðlaugssonar og Þorbjargar Elvu Óskarsdóttur. Þær fóru á dögunum til Twinsburg í Ohio-ríki í Bandaríkjunum þar sem í ágústbyrjun ár hvert er haldin hátíðin Twins Days Festival; alþjóðleg hátíð tvíbura.

Að þessu sinni sóttu um 2.900 pör tví- og þríbura Twins Days Festival en hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1976. Og það að hátíðin sé í Twinsburg, sem er 18.000 manna bær skammt frá Cleveland í Ohio, er engin tilviljun. Þangað komu snemma á 19. öldinni landnemarnir og tvíburabræðurnir Móses og Aron Wilcox frá Connecticut. Aðeins nánustu vinir og fjölskylda þekktu sundur bræðurna sem voru mjög samrýmdir og að sjálfsögðu er staðurinn eftir þeim nefndur, Tvíburaborg þýtt á íslensku.

Sjá viðtal við Elínu í heild um tvíburahátíðina á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert