Fallegasta hús 20. aldar heimsótt

Þekktasta sjónarhornið af Fallingwater. Einhvern veginn er erfitt að ímynda ...
Þekktasta sjónarhornið af Fallingwater. Einhvern veginn er erfitt að ímynda sér að húsið hafi á einhverjum tímapunkti ekki verið þarna. mbl.is/Hallur Már

„Ég trúi á guð, en stafa það hins vegar náttúra,“ þetta er frekar einföld speki sem þó er auðvelt að taka undir með bandaríska arkitektinum Frank Lloyd Wright en hann er jafnan talinn einn sá mikilvægasti á seinni tímum. Virðing fyrir náttúrunni er stórt þema í verkum Wrights og hvergi er það sýnilegra en í Fallingwater-húsinu sem lúrir djúpt í skógum Pennsylvaníu.    

Fáir hefðu átt von á að Fallingwater-húsið sem Wright teiknaði á fjórða áratug síðustu aldar myndi trekkja að hundruð þúsunda ferðamanna í skoðunarferðir tæpri öld síðar. Fyrirstöðurnar eru náttúrulega yfirstíganlegar á tímum þar sem hægt er að kaupa ferð til ótal áfangastaða um allan heim með einu laufléttu smáláni. Kynslóð Wrights, sem fæddist seint á nítjándu öld, hefði þó að öllum líkindum seint samþykkt smálánið sem góða hugmynd.

Rétta verkefnið á réttum tíma

Wright var á viðkvæmum tímapunkti á ferli sínum þegar Kaufmann-fjölskyldan ákvað að fela honum að teikna sumarafdrep í skógum Laurel Highlands-svæðisins í Pennsylvaníu. Verkefnum var tekið að fækka hjá arkitektinum sem var kominn hátt á sjötugsaldur, bandarískur efnahagur var enn þá í sárum eftir kreppuna miklu og verkefni við hæfi Wrights voru svo fá að á tímabili var hann nærri gjaldþrota.

Fjölskyldan átti skjólsælt skógi vaxið land í hlíðunum við ána Bear Run og þegar Wright skoðaði landið sem húsið skyldi rísa á sá hann fljótt möguleikana. Hugmynd Kaufmann-fjölskyldunnar var að reisa húsið fyrir neðan fallegan foss á landinu svo hægt væri að njóta útsýnisins að vatnsfallinu þaðan. Wright hafði þó aðrar og róttækari hugmyndir. Byggingin skyldi vera beint fyrir ofan fossinn svo hægt væri að njóta tónlistarinnar í vatnsstraumnum innan úr húsinu eins og Wright orðaði það.

Wright þurfti að berjast fyrir því að stiginn niður að ...
Wright þurfti að berjast fyrir því að stiginn niður að ánni fengi að vera með. Kaufmann þótti hann kostnaðarsamur og sá ekki nauðsyn fyrir hann. Þaðan kemur þó náttúruleg loftkæling á heitum sumardögum. mbl.is/Hallur Már

Edgar Kaufmann, jr., einkasonur Kaufmann-hjónanna hafði verið í námi hjá Wright og hafði bæði skilning á snilligáfu Wrights og viðamikla þekkingu á byggingarlist. Traustið sem arkitektinn hafði frá fjölskyldunni var því líklega meira en það hefði verið hjá öðrum verkkaupum. Hugmyndir Wrights fengu því hljómgrunn hjá fjölskyldunni þrátt fyrir úrtöluraddir á meðal verkfræðinga og verktaka um hvort gerlegt væri að reisa bygginguna. Um leið og hugmyndir hans komust á blað varð flestum ljóst að þarna stefndi í eitthvað óvenjulegt og alveg nýtt. Wright sem var þekktur fyrir að vera hrokafullur og ósveigjanlegur náði að sannfæra fjölskylduna, sem efnaðist á verslun sinni í Pittsburgh, um að fjármagna verkefnið sem fór verulega fram úr áætlun.

Oft er eins og húsið flæði út úr hlíðinni.
Oft er eins og húsið flæði út úr hlíðinni. mbl.is/Halllur Már

Rúm þrjú ár liðu frá því Wright heimsótti fjölskylduna fyrst í Pennsylvaniu þar til húsið var tilbúið árið 1938 en ári síðar var gestahúsi bætt við fyrir ofan húsið. Teikningar Wrights vöktu þó athygli löngu áður en framkvæmdum lauk og Wright birtist t.a.m. á forsíðu Time Magazine ári áður en byggingin var fullkláruð og fjallaði greinin um hönnun hússins. MOMA í New York var með sérstaka sýningu helgaða Fallingwater um það leyti sem Kaufmann-fjölskyldan fluttist í húsið. Athygli af því tagi er óvenjuleg fyrir hús í einkaeigu.

Í seinni tíð hafa vinsældir Fallingwater aukist jafnt og þétt og er það talið eitt fegursta hús sem hefur verið byggt fyrir einkaaðila og laðar til sín um 200 þúsund gesti á ári hverju. AIA (landssamtök amerískra arkitekta) völdu húsið sem „Byggingu 20. aldarinnar“ árið 2000.

Lóðréttar línur hússins eru úr náttúrulegum steini á meðan þær ...
Lóðréttar línur hússins eru úr náttúrulegum steini á meðan þær láréttu eru steyptar. Mynd birt með leyfi Minjastofnunar Vestur-Pennsylvaníu. Ljósmynd/Aðsend

Hús sem sprettur út úr umhverfinu

Létt stílhrein form Fallingwater mynda harmóníu við náttúruna umhverfis bygginguna sem flæðir inn í rýmið í gegnum stórar rúður. Lögun hússins endurspeglar svo stallana í fossinum þannig að einhverjir gætu haldið að árfarvegurinn sé tilbúinn. Stigi liggur úr stofunni niður að yfirborði árinnar. Þaðan er hægt að stökkva út í vatnið eins og var iðulega gert á heitum sumardögum á meðan Kaufmann-fjölskyldan notaði húsið en Fallingwater hefur verið opið almenningi frá árinu 1964. Nálægðin við vatnið er eitt af því sem veitti húsinu svo mikla sérstöðu og þótti mjög framsækin hönnun. Rakinn og ilmurinn stígur upp frá vatninu, inn í rýmið og magnar upp nálægðina við ána en þetta er eini staðurinn í húsinu þar sem hún er sýnileg fyrir ofan fossinn.

Stofan í Fallingwater. Horft í átt að innganginum sem er ...
Stofan í Fallingwater. Horft í átt að innganginum sem er frekar þröngur og lítill. Eitt stílbragða Wrights var að þrengja að fólki til að magna upplifunina þegar lengra er gengið og rýmið opnast. Ljósmynd/Aðsend

Steypa, stál og sandsteinn voru helstu byggingarefni og með því að nýta sandstein úr nágrenninu er eins og húsið spretti náttúrulega út úr hlíðunum og ýtir undir þá tilfinningu að húsið og náttúran séu eitt. Þetta fullkomna samræmi við náttúruna er svo undirstrikað þegar myndir af húsinu í ólíkri birtu eða á mismunandi árstíðum eru skoðaðar.

Vinnustofa Kaufmans er björt en hægt er að opna alla ...
Vinnustofa Kaufmans er björt en hægt er að opna alla litlu gluggana í horninu. Mikilvægt var að fá náttúrulegan dragsúg í húsið til að kæla það niður enda stórir gluggar í flestum rýmum. Mynd birt með leyfi Minja­stofn­un­ar Vest­ur-Penn­sylvan­íu. Ljósmynd/Aðsend

Heimsóknin

Sum sé gott tilefni fyrir fólk á miðjum aldri til að ferðast 4.500 km leið til Pennsylvaníu. Panta þarf tíma til að heimsækja húsið þar sem ásóknin er mikil en fararstjórar leiða litla hópa af gestum um bygginguna og segja frá sögu hennar. Sérstaklega þarf að bóka ljósmyndaferðir um húsið. Augljóslega langar mann helst að henda hinum gestunum út og setjast að í Fallingwater en vel er haldið utan um hópana og leiðsögufólk hefur greinilega ástríðu fyrir staðnum. Óhætt er að mæla með ferðalaginu hafi maður áhuga á arkitektúr og hönnun. Bæði er hægt að fljúga til Pittsburgh og Cleveland sem er öllu stærri borg með meiri möguleikum fyrir ferðamenn. Þrátt fyrir allt þurfi að ganga frekar hratt fyrir sig í Fallingwater ná gestir að drekka andann í húsinu í sig og fá tilfinningu fyrir því hvernig byggingin og náttúran í kring næra sálina. Þetta er náttúrulega setning sem hljómar afleitlega en það er erfitt að lýsa því öðruvísi.

Aðkoman að Kentuck Knob-húsinu sem er staðsett ofarlega í hlíð ...
Aðkoman að Kentuck Knob-húsinu sem er staðsett ofarlega í hlíð en þó ekki á toppnum eins margir hefðu valið. Hugmyndin er að það flæði úr hæðinni frekar en að það gnæfi yfir henni. Ljósmynd/Kafziel CC

Svæði fyrir módernista

Laurel Highlands-svæðið þar sem Fallingwater-húsið stendur er þekkt fyrir fallega náttúru og er vinsæll áfangastaður bandarískra ferðamanna sem koma þangað til að stunda útivist af ýmsu tagi. Vinsælt var á meðal sterkefnaðra Bandaríkjamenna að byggja sumarafdrep þar um miðja síðustu öld þegar módernismi í arkitektúr breiddist hratt út. Kentuck Knob-húsið stendur skammt frá Fallingwater en það hannaði Wright þegar hann var kominn hátt á níræðisaldur á sjötta áratugnum. Áhugasamir geta líka skoðað Kentuck Knob sem líkt og Fallingwater er líka viðurkennt fyrir þýðingu sína í menningarsögu Bandaríkjamanna – A National Historic Landmark. Hafi fólk á annað borð áhuga á arkitektúr er það því vel þess virði að heimsækja sé maður á annað borð á svæðinu.

Efnisnotkun í húsinu tengir það við náttúruna í kring. Sexhyrnd ...
Efnisnotkun í húsinu tengir það við náttúruna í kring. Sexhyrnd göt á þakinu mynda sams konar form á svalagólfinu þegar sólin skín í gegn. Ljósmynd/Kentuck Knob

Þá er hægt að dvelja í húsi hönnuðu af Wright eða einhverjum af lærisveinum hans í Polymath Park sem er sérstaklega skemmtilegt. Þar eru þrjú hús á stórum landareignum til leigu og verið er að bæta því fjórða við. Wright hafði stórar hugmyndir um að allir millistéttar Bandaríkjamenn ættu að geta búið í svokölluðum Usonion-húsum. Um sextíu hús voru reist í þeirri hugmyndafræði um og eftir fjórða áratuginn. Helstu einkenni þeirra eru að notast við byggingarefni sem finna má í umhverfinu, gluggar sem eru hátt uppi og hleypa náttúrulegri birtu vel inn í rýmið og sterk tenging á milli þess sem er fyrir utan og inni í húsunum. Húsin í Polymath Park eru hönnuð eftir þessari hugmyndafræði og mikið er lagt upp úr því að viðhalda þeim í upprunalegu ástandi.

Wright hannaði mikið af húsgögnunum í húsinu en hann var ...
Wright hannaði mikið af húsgögnunum í húsinu en hann var 86 ára gamall þegar hann teiknaði Kentuck Knob. Ljósmynd/Kentuck Knob
mbl.is

Innlent »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »

Rifu bragga frá stríðsárunum

05:30 Verktakar í Kópavogi hafa á undanförnum vikum rifið niður græna braggann á Kársnesi. Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari segir braggann vera frá stríðsárunum. Bragginn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir. Meira »

Sektir eða fangelsi eiga við

05:30 Umhverfisstofnun sendi bandaríska listamanninum Kevin Sudeith bréf í upphafi mánaðar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um meint ólöglegt athæfi hans með því að rista listaverk í kletta hjá Stöðvarfirði. Meira »

Fíkniefni reyndust vera svínakjöt

Í gær, 23:22 Seinni partinn í dag var tilkynnt um fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi. Lögregla stöðvaði viðkomandi nokkru síðar sem viðurkenndi fúslega að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt. Meira »
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
Sultukrukkur, minibarflöskur og skór...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...