Þyrfti lagabreytingu fyrir skýstrókana

Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu síðasta föstudag.
Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu síðasta föstudag. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) nær yfir tjón sem verður af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða og er bundið lögum um stofnunina. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri NTÍ, segir ástæðu þess að tryggingin taki ekki einnig til skýstróka líkt og fóru yfir bæinn Norðurhjáleigu á föstudag vera þá að foktrygging standi til boða hjá tryggingafélögunum sem nær yfir slíka atburði.

„Við erum í raun að dekka þau tjón sem vátryggingafélögin hafa ekki haft í sínu vöruframboði af því að það er hvorki fjárhags- né samfélagslega hagkvæmt að hvert félag sé að sýsla með þessi tjón fyrir sig,“ segir Hulda.

Hafa spáð í myglu, veggjatítlur og skógarelda

Spurð hvort ekki megi telja skýstrókana og tjónið sem þeir ollu sem vissar náttúruhamfarir, en stór jeppi með kerru þeytt­ist út í skurð, þak­plöt­ur fuku fleiri hundruð metra og girðing­ar lögðust á hliðina, segir Hulda svo vissulega vera. „Þetta er samt líka mjög snarpur og afmarkaður vindur og flokkast þess vegna undir þessar foktryggingar,“ segir hún.

Lagabreytingar þyrfti við ef náttúruhamfaratrygging ætti einnig að taka til tjóns af völdum skýstróks.

Hulda segir ýmsar nefndir hafa endurskoðað lögin á þeim átta árum sem hún hefur verið hjá NTÍ og þær hafi margskoðað hvort náttúruhamfaratrygging eigi að taka til fleiri þátta. Þannig hafi m.a. verið skoðað hvort tryggingin eigi einnig að taka til myglu, veggjatítla og skógarelda. Engar slíkar breytingar hafa þó verið gerðar.

Kortið sýnir þá staði á landinu þar sem náttúruhamfarir, sem ...
Kortið sýnir þá staði á landinu þar sem náttúruhamfarir, sem falla undir Náttúruhamfaratryggingar Íslands, urðu á árabilinu 1987-2017. Kort/NTI

„Fólk þarf líka að vera tilbúið að borga iðgjald fyrir áhætturnar sem bætt er inn, vegna þess að ef að það koma ekki iðgjöld fyrir áhættunni þá gengur tryggingastærðfræðin ekki upp,“ segir hún. Áhættan þurfi að vera nægilega mikil til að hún sé réttlætanleg sem hluti af skyldutryggingu. „Því það er almenningur sem borgar trygginguna.“

„Eins og þetta er í dag, þá stendur iðgjaldið undir þeirri vátryggingarvernd sem náttúruhamfaratryggingin tekur til,“ segir Hulda, en iðgjald náttúruhamfaratryggingar er innheimt samfara lögbundinni brunatryggingu.

Kemur í bylgjum

Spurð hvort NTÍ greiði háar tjónsupphæðir árlega segir hún svo ekki vera. „Þetta kemur í bylgjum.“ 4-6 tjónsatburðir á ári falli þó að jafnaði undir NTÍ. Þegar tjónasaga NTÍ er skoðuð sést líka að upphæðirnar virðast almennt lágar og standa árin 1995 vegna snjóflóðanna á Súðavík og Flateyri, 1996 vegna jökulhlaupa og árin 2000 og 2008,  er Suðurlandsskjálftarnir riðu yfir, þannig áberandi upp úr kostnaðargrafi. 

Algengt er að vatnsflóð séu orsök minni tjónsatburða, annarra en jarðskjálfta og eldgosa. „Við köllum þetta friðartíma, sem eru á milli stóru atburðanna sem eru kannski á 10-20 ára fresti,“ segir Hulda. „Við erum með 50-150 tjónamál eiginlega öll ár og þannig voru vatnsflóðin sem voru t.d. í Hvítá þar sem flæddi inn í sumarbústaði í mars, tjón sem féllu undir okkur.“

Flóð í Hvítá. Vatnsflóðin sem voru í Hvítá er flæddi ...
Flóð í Hvítá. Vatnsflóðin sem voru í Hvítá er flæddi inn í sumarbústaði í mars á síðasta ári féllu undir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Myndin er úr safni. mbl.is//Helgi Bjarnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 23:49 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni á tíunda tímanum í kvöld. Atvikið átti sér stað á Reykjanesbrautinni í nágrenni við Vífilstaðavatn en mikil hálka var á veginum og blint af völdum snjókomu. Meira »

Brynjólfur handhafi Ljóðstafsins

Í gær, 23:44 Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum í kvöld. Alls bárust 302 ljóð í keppnina og er Brynjólfur Þorsteinsson, handhafi Ljóðstafsins þetta árið. Meira »

Toyota innkallar 2.245 bíla vegna loftpúða

Í gær, 22:12 Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2.245 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Stórfelld fíkniefnasala á Facebook

Í gær, 22:00 Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

Í gær, 21:00 Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

Í gær, 20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

Í gær, 19:30 Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku. Meira »

Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

Í gær, 19:00 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum. Meira »

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

Í gær, 18:25 Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Borgin í vetrarbúning

Í gær, 18:10 Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu. Meira »

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

Í gær, 17:54 Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu. Meira »

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

Í gær, 17:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. Meira »

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

Í gær, 17:14 Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Meira »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

Í gær, 16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

Í gær, 16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

Í gær, 16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

Í gær, 16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

Í gær, 15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

Í gær, 15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...