Þyrfti lagabreytingu fyrir skýstrókana

Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu síðasta föstudag.
Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu síðasta föstudag. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) nær yfir tjón sem verður af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða og er bundið lögum um stofnunina. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri NTÍ, segir ástæðu þess að tryggingin taki ekki einnig til skýstróka líkt og fóru yfir bæinn Norðurhjáleigu á föstudag vera þá að foktrygging standi til boða hjá tryggingafélögunum sem nær yfir slíka atburði.

„Við erum í raun að dekka þau tjón sem vátryggingafélögin hafa ekki haft í sínu vöruframboði af því að það er hvorki fjárhags- né samfélagslega hagkvæmt að hvert félag sé að sýsla með þessi tjón fyrir sig,“ segir Hulda.

Hafa spáð í myglu, veggjatítlur og skógarelda

Spurð hvort ekki megi telja skýstrókana og tjónið sem þeir ollu sem vissar náttúruhamfarir, en stór jeppi með kerru þeytt­ist út í skurð, þak­plöt­ur fuku fleiri hundruð metra og girðing­ar lögðust á hliðina, segir Hulda svo vissulega vera. „Þetta er samt líka mjög snarpur og afmarkaður vindur og flokkast þess vegna undir þessar foktryggingar,“ segir hún.

Lagabreytingar þyrfti við ef náttúruhamfaratrygging ætti einnig að taka til tjóns af völdum skýstróks.

Hulda segir ýmsar nefndir hafa endurskoðað lögin á þeim átta árum sem hún hefur verið hjá NTÍ og þær hafi margskoðað hvort náttúruhamfaratrygging eigi að taka til fleiri þátta. Þannig hafi m.a. verið skoðað hvort tryggingin eigi einnig að taka til myglu, veggjatítla og skógarelda. Engar slíkar breytingar hafa þó verið gerðar.

Kortið sýnir þá staði á landinu þar sem náttúruhamfarir, sem ...
Kortið sýnir þá staði á landinu þar sem náttúruhamfarir, sem falla undir Náttúruhamfaratryggingar Íslands, urðu á árabilinu 1987-2017. Kort/NTI

„Fólk þarf líka að vera tilbúið að borga iðgjald fyrir áhætturnar sem bætt er inn, vegna þess að ef að það koma ekki iðgjöld fyrir áhættunni þá gengur tryggingastærðfræðin ekki upp,“ segir hún. Áhættan þurfi að vera nægilega mikil til að hún sé réttlætanleg sem hluti af skyldutryggingu. „Því það er almenningur sem borgar trygginguna.“

„Eins og þetta er í dag, þá stendur iðgjaldið undir þeirri vátryggingarvernd sem náttúruhamfaratryggingin tekur til,“ segir Hulda, en iðgjald náttúruhamfaratryggingar er innheimt samfara lögbundinni brunatryggingu.

Kemur í bylgjum

Spurð hvort NTÍ greiði háar tjónsupphæðir árlega segir hún svo ekki vera. „Þetta kemur í bylgjum.“ 4-6 tjónsatburðir á ári falli þó að jafnaði undir NTÍ. Þegar tjónasaga NTÍ er skoðuð sést líka að upphæðirnar virðast almennt lágar og standa árin 1995 vegna snjóflóðanna á Súðavík og Flateyri, 1996 vegna jökulhlaupa og árin 2000 og 2008,  er Suðurlandsskjálftarnir riðu yfir, þannig áberandi upp úr kostnaðargrafi. 

Algengt er að vatnsflóð séu orsök minni tjónsatburða, annarra en jarðskjálfta og eldgosa. „Við köllum þetta friðartíma, sem eru á milli stóru atburðanna sem eru kannski á 10-20 ára fresti,“ segir Hulda. „Við erum með 50-150 tjónamál eiginlega öll ár og þannig voru vatnsflóðin sem voru t.d. í Hvítá þar sem flæddi inn í sumarbústaði í mars, tjón sem féllu undir okkur.“

Flóð í Hvítá. Vatnsflóðin sem voru í Hvítá er flæddi ...
Flóð í Hvítá. Vatnsflóðin sem voru í Hvítá er flæddi inn í sumarbústaði í mars á síðasta ári féllu undir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Myndin er úr safni. mbl.is//Helgi Bjarnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varað við versnandi akstursskilyrðum

Í gær, 23:40 Spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt norðantil á landinu fram á nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, en slyddu eða snjókomu til fjalla á morgun með versnandi akstursskilyrðum í þeim landshluta. Meira »

Manni bjargað úr sjónum

Í gær, 21:43 Tilkynning barst lögreglunni á Húsavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld um að karlmaður væri í sjónum í Eyvík út af Höfðagerðissandi sem er um fimm kílómetra frá bænum. Ekki var vitað á þeirri stundu hvernig maðurinn lenti í sjónum. Meira »

Síldveiðin fer vel af stað fyrir austan

Í gær, 21:28 „Við fengum aflann í fjórum holum við og utan við Glettinganestotuna. Þarna var svolítið líf og við toguðum aldrei lengi eða frá tveimur og hálfum og upp í fimm tíma,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom með 1.200 tonn af síld að landi til vinnslu í Neskaupstað í gær. Meira »

Svindlið á sturluðum mælikvarða

Í gær, 21:00 „Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða,” segir Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið. Meira »

Ákærðir fyrir árás á dyravörð

Í gær, 20:50 Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir líkamsárás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Kíkí í desember 2016. Þá eru þeir einnig ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa reynt að koma í veg fyrir handtöku og ráðist á lögreglumenn. Meira »

18 þúsund standa að baki Landsbjörg

Í gær, 20:45 „Við erum afar þakklát fyrir að vera komin með um 18.000 manna hóp sem er tilbúinn að standa við bakið á starfi slysavarnadeilda og björgunarsveita um allt land,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Fjör á öllum vígstöðvum í Laugardalnum

Í gær, 20:10 „Það er svo ótrúlega mikið annað í boði en þessar hefðbundnu greinar sem eru vinsælar. Það þarf lítið til að kynna sér skemmtilega og öðruvísi hreyfingu og finna sér þannig einhverja skemmtilega grein.“ Meira »

Friðað hús rifið fyrir helgi

Í gær, 20:06 Friðað hús, sem áður var staðsett að Laugavegi 74 í Reykjavík, var rifið fyrir helgi en húsið hafði þá verið í geymslu á Granda í rúman áratug. Meira »

„Ég gæti mín“

Í gær, 19:53 Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist. Meira »

Verkalýðsleiðtogar gagnrýna Icelandair

Í gær, 19:40 Fjórir verkalýðsleiðtogar mótmæla „harðlega“ þeirri ákvörðun Icelandair að setja flugþjónum og -freyjum sem eru í hlutastarfi hjá fyrirtækinu þá afarkosti að ráða sig í fulla vinnu eða láta ellegar af störfum. Meira »

Boðin krabbameinslyf á svörtum markaði

Í gær, 18:50 Konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þurfa á andhormónalyfjum að halda, hafa verið boðin slík lyf af einstaklingum sem flytja inn og selja stera með ólöglegum hætti. Lyfið sem um ræðir er estrógen-hamlandi lyf og m.a. notað til að koma í veg fyrir aukaverkanir vegna steranotkunar. Meira »

Velt verði við hverjum steini

Í gær, 18:39 „Mér hefur fundist þetta afskaplega ánægjulegur dagur og það sem stendur upp úr hjá mér er að þótt fólk hafi núna gengið í gegnum nokkrar erfiðar vikur er það almennt mjög stolt af sínum vinnustað og líður vel í vinnunni. Það er mín upplifun eftir daginn.“ Meira »

Vill framlengja rammasamning um ár

Í gær, 18:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti hugmyndir sínar um framtíðarfyrirkomulag við kaup á þjónustu sérgreinalækna á fundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum lýsti Svandís vilja sínum til að framlengja gildandi rammasamning um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyrirkomulagi. Meira »

Yndislegt að hjóla

Í gær, 18:25 Í Reykjavík hafa verið skapaðar góðar aðstæður fyrir hjólreiðafólk. Betur má þó gera. Valgerður Húnbogadóttir segir bíllaust líf henta sér vel. Meira »

Vön svona fréttaflutningi

Í gær, 17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

Í gær, 17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

Í gær, 16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

Í gær, 16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

Í gær, 16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Svefnsófi frá Línunni
Góður og vel með farinn amerískur svefnsófi frá Línunni til sölu. Rúmið sjálft e...