Þyrfti lagabreytingu fyrir skýstrókana

Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu síðasta föstudag.
Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu síðasta föstudag. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) nær yfir tjón sem verður af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða og er bundið lögum um stofnunina. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri NTÍ, segir ástæðu þess að tryggingin taki ekki einnig til skýstróka líkt og fóru yfir bæinn Norðurhjáleigu á föstudag vera þá að foktrygging standi til boða hjá tryggingafélögunum sem nær yfir slíka atburði.

„Við erum í raun að dekka þau tjón sem vátryggingafélögin hafa ekki haft í sínu vöruframboði af því að það er hvorki fjárhags- né samfélagslega hagkvæmt að hvert félag sé að sýsla með þessi tjón fyrir sig,“ segir Hulda.

Hafa spáð í myglu, veggjatítlur og skógarelda

Spurð hvort ekki megi telja skýstrókana og tjónið sem þeir ollu sem vissar náttúruhamfarir, en stór jeppi með kerru þeytt­ist út í skurð, þak­plöt­ur fuku fleiri hundruð metra og girðing­ar lögðust á hliðina, segir Hulda svo vissulega vera. „Þetta er samt líka mjög snarpur og afmarkaður vindur og flokkast þess vegna undir þessar foktryggingar,“ segir hún.

Lagabreytingar þyrfti við ef náttúruhamfaratrygging ætti einnig að taka til tjóns af völdum skýstróks.

Hulda segir ýmsar nefndir hafa endurskoðað lögin á þeim átta árum sem hún hefur verið hjá NTÍ og þær hafi margskoðað hvort náttúruhamfaratrygging eigi að taka til fleiri þátta. Þannig hafi m.a. verið skoðað hvort tryggingin eigi einnig að taka til myglu, veggjatítla og skógarelda. Engar slíkar breytingar hafa þó verið gerðar.

Kortið sýnir þá staði á landinu þar sem náttúruhamfarir, sem ...
Kortið sýnir þá staði á landinu þar sem náttúruhamfarir, sem falla undir Náttúruhamfaratryggingar Íslands, urðu á árabilinu 1987-2017. Kort/NTI

„Fólk þarf líka að vera tilbúið að borga iðgjald fyrir áhætturnar sem bætt er inn, vegna þess að ef að það koma ekki iðgjöld fyrir áhættunni þá gengur tryggingastærðfræðin ekki upp,“ segir hún. Áhættan þurfi að vera nægilega mikil til að hún sé réttlætanleg sem hluti af skyldutryggingu. „Því það er almenningur sem borgar trygginguna.“

„Eins og þetta er í dag, þá stendur iðgjaldið undir þeirri vátryggingarvernd sem náttúruhamfaratryggingin tekur til,“ segir Hulda, en iðgjald náttúruhamfaratryggingar er innheimt samfara lögbundinni brunatryggingu.

Kemur í bylgjum

Spurð hvort NTÍ greiði háar tjónsupphæðir árlega segir hún svo ekki vera. „Þetta kemur í bylgjum.“ 4-6 tjónsatburðir á ári falli þó að jafnaði undir NTÍ. Þegar tjónasaga NTÍ er skoðuð sést líka að upphæðirnar virðast almennt lágar og standa árin 1995 vegna snjóflóðanna á Súðavík og Flateyri, 1996 vegna jökulhlaupa og árin 2000 og 2008,  er Suðurlandsskjálftarnir riðu yfir, þannig áberandi upp úr kostnaðargrafi. 

Algengt er að vatnsflóð séu orsök minni tjónsatburða, annarra en jarðskjálfta og eldgosa. „Við köllum þetta friðartíma, sem eru á milli stóru atburðanna sem eru kannski á 10-20 ára fresti,“ segir Hulda. „Við erum með 50-150 tjónamál eiginlega öll ár og þannig voru vatnsflóðin sem voru t.d. í Hvítá þar sem flæddi inn í sumarbústaði í mars, tjón sem féllu undir okkur.“

Flóð í Hvítá. Vatnsflóðin sem voru í Hvítá er flæddi ...
Flóð í Hvítá. Vatnsflóðin sem voru í Hvítá er flæddi inn í sumarbústaði í mars á síðasta ári féllu undir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Myndin er úr safni. mbl.is//Helgi Bjarnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír skjálftar í Bárðarbungu

00:21 Þrír skjálftar að stærð 2,7 upp í 3,6 riðu yfir nálægt Bárðarbungu á áttunda tímanum í kvöld. Voru skjálftarnir norður og norðaustur af Bárðarbungu. Minnsti skjálftinn mældist á 1,1 kílómetra dýpi, en sá stærsti á 10 kílómetra dýpi. Meira »

Árbæjarskóli vann Skrekk

Í gær, 22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

Í gær, 21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

Í gær, 20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

Í gær, 20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

Í gær, 20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

Í gær, 20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

Í gær, 19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

Í gær, 18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

Í gær, 18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

Í gær, 18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

Í gær, 17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

Í gær, 17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

Í gær, 16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

Í gær, 16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Í gær, 16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

Í gær, 16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

Í gær, 15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »
Honda CRV Executive árg. 2015 - einn eig
Til sölu flott eintak af Hondu CRV Executive disel árgerð 2015. Bíllinn er sjálf...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...