Algengt að bændur velji óveðurstryggingu

Þök fuku af sjö húsum í Norðurhjáleigu er skýstrókarnir fóru ...
Þök fuku af sjö húsum í Norðurhjáleigu er skýstrókarnir fóru yfir bæinn á föstudag. Hægt er að kaupa sérstaka foktryggingu gegn slíku tjóni, en hún er ekki innifalin í skyldutryggingu. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

Húseigendatrygging og sérstök óveðurstrygging bætir tjón líkt og það sem varð á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri við Kúðafljót á föstudag er skýstrókar fóru þar yfir. Brunatrygging, sem er eina lögboðna tryggingin, og náttúruhamfaratryggingin sem henni fylgir gera það hins vegar ekki. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson, matsmaður eignatjóna hjá VÍS.

Töluvert tjón varð á bænum Norðurhjáleigu er skýstrókurinn fór þar yfir. Stór jeppi með kerru þeytt­ist út í skurð, þak­plöt­ur fuku fleiri hundruð metra og girðing­ar lögðust á hliðina er strókarnir fóru þar yfir. Sæunn Káradóttir, bóndi á bænum, sagði í samtali við mbl.is að þau hafi ekki verið með foktryggingu og tryggingafélag þeirra líti því svo á að þeim beri að bera tjónið.

Þorsteinn segir húseigendatryggingu vera notaða til að tryggja venjulegt íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði í þéttbýli. „Þar er verið að tryggja gegn vatni, skemmdum af völdum innbrota og svo óveðri,“ segir hann og kveður um frjálsa tryggingu að ræða. „Húseignir sem eru þannig tryggðar myndu fást bættar vegna atburðar líkt og varð á Norðurhjáleigu.“

Fyrir útihús í sveitum sé hins vegar algengt að bændur kaupi sérstaka óveðurstryggingu. „Þær byggingar eru almennt mjög einfaldar og sjaldan mikil hætta á vatnstjóni eða innbrotum. Þannig að það er yfirleitt bara tekin sjálfstæð óveðurstrygging á svoleiðis hús.“

Nokkrir atburðir á hverju ári

Þorsteinn segir frekar algengt að bændur séu með slíka tryggingu. Það eru þó ekki allir með hana,“ bætir hann við. Það sé  líka alltaf nokkuð um VÍS fái tilkynningar um óveðurstjón.

„Það eru alltaf nokkrir slíkir atburðir á hverju ári,“ segir Þorsteinn og rifjar upp að síðasta dæmið í seinni tíma sögu um slíkt tjón á landsvísu sé  frá 3. febrúar 1991 en þá hafi mikil bræla gengið yfir landið.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/24/thad_var_allt_i_rust/

„Síðan hefur verið hellingur af minni atburðum, eins og t.d. þeim sem urðu síðasta vetur, en þá var kannski tilkynnt um á bilinu 20-50 tjón.“ Segir Þorsteinn tjónskostnað vegna þessara minni atburða nema á bilinu 150-300 milljónum í heildina. „Á meðan yrði tjónskostnaður vegna atburðarins frá 1991 um 1,5 milljarðar ef hann væri framreiknaður,“ útskýrir hann. Í dag yrði kostnaðurinn vegna atburðar á þeim skala þó væntanlega enn meiri. „Af því að það er búið að byggja svo mikið af áhættusömum byggingum síðan.

Spurður hvort VÍS berist fleiri tilkynningar um foktjón frá einum stað á landinu en öðrum segir hann svo ekki vera. „Það eru náttúrulega þekkt veðrabæli eins og Vestmannaeyjar og undir Eyjafjöllum, en þar eru menn líka almennt með mannvirkin nokkuð varanleg.“

mbl.is

Innlent »

Vön svona fréttaflutningi

17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »

Ákærður fyrir að hrista son sinn

16:06 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut sonurinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæðingar í augnbotni. Meira »

Óska eftir viðræðum um greiðslu bóta

15:55 Lögmaður 43 manna hóps sem leigði geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í apríl hefur sent bréf til lögmanns Geymslna þar sem óskað er eftir viðræðum um greiðslu bóta. Meira »

Ásetningur ekki sannaður

15:49 Dómari í Héraðsdómi Suðurlands telur yfir skynsamlegan vafa hafið að Valur Lýðsson hafi veitt Ragnari bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða, en ákæruvaldinu tókst að mati dómarans ekki að sanna að „fyrir ákærða hafi vakað að ráða bróður sínum bana“. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

15:38 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar. Meira »

Gagnrýndu ráðherra harðlega

15:35 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þeir sögðu það fráleit vinnubrögð að kynna ekki drög að samgönguáætlun á þingi áður en boðað var til blaðamannafundar síðasta föstudag. Meira »

Suðurnesjabúar snúi viðskiptum annað

15:00 „Ég er búinn að skrifa undir uppsögnina,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að beina tryggingaviðskiptum sínum annað eftir að VÍS hóf að loka útibúum sínum á landsbyggðinni. Vilhjálmur hafði verið í viðskiptum við félagið frá upphafi. Meira »

„Viðvarandi vandamál“ á Vesturlandi

14:45 Alls hafa 107 verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er ári. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða viðvarandi vandamál en allt árið í fyrra voru 112 teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

14:13 Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »

„Ísland á að geta gert betur“

13:46 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, er nú staddur í Finnlandi þar sem hann ræðir meðal annars við þarlend stjórnvöld um aukið samstarf í húsnæðismálum. Ásmundur átti í dag fund með Kimmo Tiilikainen, ráðherra húsnæðismála í Finnlandi. Ásmundur segir Ísland eiga að geta gert betur. Meira »

Leiðarkerfi Strætó í Google Maps

12:35 Leiðakerfi Strætó er nú aðgengilegt á almenningssamgangna hluta Google Maps. Al­menn­ings­sam­gangna­kerfi Google inni­held­ur gögn frá um 18.000 borg­um um all­an heim, þar á meðal flest­um stærri borg­um Evr­ópu. Meira »

Dýralæknar fái tækifæri til íslenskunáms

12:30 „Þetta leysir ekki þann vanda sem Matvælastofnun stendur frammi fyrir,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku. Meira »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 6947881 xxx...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Um er að ræða tvær 12 m2 skrifstofur hlið við hlið sem geta leigst saman eða sit...