Algengt að bændur velji óveðurstryggingu

Þök fuku af sjö húsum í Norðurhjáleigu er skýstrókarnir fóru ...
Þök fuku af sjö húsum í Norðurhjáleigu er skýstrókarnir fóru yfir bæinn á föstudag. Hægt er að kaupa sérstaka foktryggingu gegn slíku tjóni, en hún er ekki innifalin í skyldutryggingu. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

Húseigendatrygging og sérstök óveðurstrygging bætir tjón líkt og það sem varð á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri við Kúðafljót á föstudag er skýstrókar fóru þar yfir. Brunatrygging, sem er eina lögboðna tryggingin, og náttúruhamfaratryggingin sem henni fylgir gera það hins vegar ekki. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson, matsmaður eignatjóna hjá VÍS.

Töluvert tjón varð á bænum Norðurhjáleigu er skýstrókurinn fór þar yfir. Stór jeppi með kerru þeytt­ist út í skurð, þak­plöt­ur fuku fleiri hundruð metra og girðing­ar lögðust á hliðina er strókarnir fóru þar yfir. Sæunn Káradóttir, bóndi á bænum, sagði í samtali við mbl.is að þau hafi ekki verið með foktryggingu og tryggingafélag þeirra líti því svo á að þeim beri að bera tjónið.

Þorsteinn segir húseigendatryggingu vera notaða til að tryggja venjulegt íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði í þéttbýli. „Þar er verið að tryggja gegn vatni, skemmdum af völdum innbrota og svo óveðri,“ segir hann og kveður um frjálsa tryggingu að ræða. „Húseignir sem eru þannig tryggðar myndu fást bættar vegna atburðar líkt og varð á Norðurhjáleigu.“

Fyrir útihús í sveitum sé hins vegar algengt að bændur kaupi sérstaka óveðurstryggingu. „Þær byggingar eru almennt mjög einfaldar og sjaldan mikil hætta á vatnstjóni eða innbrotum. Þannig að það er yfirleitt bara tekin sjálfstæð óveðurstrygging á svoleiðis hús.“

Nokkrir atburðir á hverju ári

Þorsteinn segir frekar algengt að bændur séu með slíka tryggingu. Það eru þó ekki allir með hana,“ bætir hann við. Það sé  líka alltaf nokkuð um VÍS fái tilkynningar um óveðurstjón.

„Það eru alltaf nokkrir slíkir atburðir á hverju ári,“ segir Þorsteinn og rifjar upp að síðasta dæmið í seinni tíma sögu um slíkt tjón á landsvísu sé  frá 3. febrúar 1991 en þá hafi mikil bræla gengið yfir landið.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/24/thad_var_allt_i_rust/

„Síðan hefur verið hellingur af minni atburðum, eins og t.d. þeim sem urðu síðasta vetur, en þá var kannski tilkynnt um á bilinu 20-50 tjón.“ Segir Þorsteinn tjónskostnað vegna þessara minni atburða nema á bilinu 150-300 milljónum í heildina. „Á meðan yrði tjónskostnaður vegna atburðarins frá 1991 um 1,5 milljarðar ef hann væri framreiknaður,“ útskýrir hann. Í dag yrði kostnaðurinn vegna atburðar á þeim skala þó væntanlega enn meiri. „Af því að það er búið að byggja svo mikið af áhættusömum byggingum síðan.

Spurður hvort VÍS berist fleiri tilkynningar um foktjón frá einum stað á landinu en öðrum segir hann svo ekki vera. „Það eru náttúrulega þekkt veðrabæli eins og Vestmannaeyjar og undir Eyjafjöllum, en þar eru menn líka almennt með mannvirkin nokkuð varanleg.“

mbl.is

Innlent »

Fjordvik sett í flotkví í dag

10:35 Verið er að undirbúa að setja Fjordvik í flotkví í Hafnarfjarðarhöfn. Búið er að gera allar þær ráðstafanir sem til þarf, meðal annars að þyngja skipið að framan til að rétta það af, auk þess sem búið er að koma olíuvarnargirðingum og öðru fyrir. Á annað hundrað tonn eru komin framan á skipið. Meira »

Kostnaðaráætlanir standist að jafnaði vel

10:33 Að jafnaði hafa stór verk Vegagerðarinnar undanfarin áratug aðeins farið 7 prósent framúr kostnaðaráætlun hefðbundinna verkefna í vegagerð. Í jarðgangaverkum er kostnaðurinn tæp 109 prósent af kostnaðaráætlun að meðaltali. Meira »

Fjölbreytt efnistök á ráðstefnunni

10:31 Sjávarútvegsráðstefnan hefst í Hörpu í dag og lýkur síðdegis á morgun. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir fólk í atvinnugreininni til að koma saman og ráða ráðum sínum, segir Helga Franklínsdóttir, stjórnarformaður ráðstefnunnar. Meira »

Segja ráðherra fara með rangt mál

10:25 Fjármálaráðherra fullyrðir að bætur til lífeyrisþega hafi hækkað um 1,1 milljón króna á ári frá árinu 2010. Það væri hækkun sem næmi hátt í 92 þúsundum á mánuði, á hvern mann í hverjum mánuði undanfarin átta ár. Erfitt er að koma þessum upplýsingum heim og saman við þann veruleika sem öryrkjar búa við. Meira »

„Erum að reyna að laga vond fjárlög“

10:17 Framlag til öryrkja verður áfram fjórir milljarðar og stofnframlög til almennra íbúða verða aukin í tvo milljarða króna, verði breytingartillögur þingmanna Samfylkingarinnar við frumvarp til fjárlaga 2019 samþykktar. Þingmenn flokksins kynntu 17 breytingartillögur á fjárlagafrumvarpinu í morgun. Meira »

Óráðlegt að stunda sjósund í Arnarnesvogi

09:41 Yfirvöld í Garðabæ hafa í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sett dælustöðina við Arnarnesvog á yfirfall vegna viðhalds í dag. Meira »

„Mín ítalska móðir“

09:31 Lengi hefur loðað við unga ítalska karlmenn að þeir fari seint úr foreldrahúsum – vilji helst búa sem lengst á „hótel mömmu“. UNICEF, í samstarfi við umboðsmann barna í sikileysku borginni Palermo, hefur komið á laggirnar nýrri útfærslu á ítölsku móðurinni fyrir börn sem eru fylgdarlaus á flótta. Meira »

Landsprent í Stjörnuklúbbi prentsmiðja

08:18 Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda, WAN-IFRA, hafa útnefnt Landsprent, prentsmiðju Morgunblaðsins, í svokallaðan Stjörnuklúbb („Star Club“) bestu blaðaprentsmiðja heims. Þar eru fyrir einungis 48 prentsmiðjur víðs vegar um heim. Meira »

Hafa áhyggjur af heróínneyslu hér

07:57 „Það er farið líta á margt sem eðlilegt í tengslum við þessa auknu neyslu og tilefni til að hafa ákveðnar áhyggjur,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Meira »

TF-LIF blindflugshæf fyrir jól

07:37 Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslu Íslands, TF-LIF, hefur verið biluð undanfarið og sökum þess ekki mátt sinna verkefnum úti á sjó að nóttu til. Meira »

Snjókoma á Öxnadalsheiði

07:00 Greiðfært er í Húnavatnssýslum en hálka eða hálkublettir eru víða í Skagafirði. Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði en snjóþekja og éljagangur er í Víkurskarði.  Meira »

Andlát: Erlingur Sigurðarson

06:50 Erlingur Sigurðarson, skáld og fv. kennari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember sl., sjötugur að aldri.  Meira »

Varað við erfiðum skilyrðum

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »
ANDLITSBAÐ Á KR.7500 TIL JÓLA
Gefðu andliti þinu næringu í roki og rigningu kulda eða öðru sem á því mæðir. ...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...