„Erum algjörlega í lausu lofti“

Bæði jeppinn og kerran þeyttust út í skurð er skýstrókarnir ...
Bæði jeppinn og kerran þeyttust út í skurð er skýstrókarnir fóru yfir Norðurhjáleigu. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

„Það hringir engin í okkur og engin hefur áhuga á að skoða þetta eða meta neitt,“ segir Sæunn Káradóttir, bóndi í Norðurhjáleigu í Álftaveri við Kúðafljót. Skýstrókar fóru yfir bæinn síðasta föstudag og ollu verulegu tjóni þótt stillt veður væri á bæjunum í kring. Stór jeppi með kerru þeytt­ist út í skurð, þak­plöt­ur fuku fleiri hundruð metra og girðing­ar lögðust á hliðina.

Vátryggingafélag þeirra hjóna bætir ekki tjónið þar sem þau voru ekki með foktryggingu og í gær funduðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) um mál Norðurhjáleigu. Fyrr í vikunni sagði Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri NTÍ, í samtali við mbl.is að lagabreytingar þyrfti við svo NTÍ bætti tjónið. Fundurinn í gær virðist staðfesta það. „Þau hringdu bæði og sendu tölvupóst til okkar, en það kom s.s. ekkert nýtt fram þar,“ segir Sæunn. Lögin væru svona og ekkert hægt að gera.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði einnig um málið í gær og fer hún fram á að almannatryggingakerfið taki til endurskoðunar skilgreiningu á því hvað telst til náttúruhamfara. Fer hún fram á að bændur Norðurhjáleigu fái tjónið bætt og ætlar að senda al­manna­trygg­ing­um og for­sæt­is­ráðherra bréf um að þörf sé á að end­ur­skoða skil­yrði fyr­ir bót­um úr NTÍ.

Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir hvað þá?

Sæunn segir þau óneitanlega sátt við viðbrögð sveitarstjórnar og þau finni líka fyrir miklum stuðningi í sveitinni. „Allir sem maður hittir spyrja líka: „Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir, hvað þá?“ Maður tryggir sig fyrir venjulegu roki, en þetta er bara eitthvað allt annað.“

Þök fuku af sjö húsum er skýstrókarnir fóru yfir. Skemmdir ...
Þök fuku af sjö húsum er skýstrókarnir fóru yfir. Skemmdir hafa svo verið að koma í ljós á fleiri húsum. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

Spurð hvort þau séu farin að meta tjónið segir hún svo ekki vera. „Við erum ekkert farin að reikna út kostnað eða annað slíkt, en við erum alltaf að sjá meira og meira hvað hefur skemmst.“ Þannig hafi komið í ljós að sum hús þurfi jafnvel að rífa og skemmdir hafi leynst á húsum sem þökin fóru ekki af. „Þetta var eitthvað sem sást ekki strax,“ bætir hún við.

Þau eru ekki heldur farin að loka þeim húsum sem þau geta notað áfram, þó að haustið nálgist óðfluga. „Við þorum ekki að byrja því við vitum ekki hvort að það ætlar einhver að koma og meta þetta tjón,“ segir Sæunn. „Það hringir enginn í okkur og engin hefur áhuga á að skoða þetta eða meta neitt svoleiðis. Þannig að við erum algjörlega í lausu lofti með þetta.“

Það þurfi hins vegar að ganga frá ýmsum húsum, bæði að loka þökum eða þá rífa þau, en áður þurfi þau helst að fá staðfestingu á hvað þau megi gera.

„Okkur langar auðvitað að nýta þennan litla tíma sem við höfum í þetta, en þegar maður veit ekki hvað má rífa niður eða laga þá erum við algjörlega stopp.“

Vonast eftir svörum frá Veðurstofunni

Blaðamaður nefnir við Sæunni að hún virðist hafa tekið hamförunum af aðdáunarverðri ró. „Við erum bara þannig manneskjur að það sést ekki utan á okkur,“ segir hún. „Þetta er samt auðvitað sjokk og tekur á.“

Í leit sinni eftir aðstoð sendu þau líka tölvupóst á bjargráðasjóð og barst svar frá sjóðnum í gær. „Við fengum það svar að ef við getum sannað að þetta sé ekki eitthvað sem hægt sé að tryggja fyrir þá geti þeir tekið þetta til athugunar,“ segir Sæunn.

Næsta mál á dagskrá er því að sjá hver niðurstaða Veðurstofu Íslands verður, en sérfræðingar frá Veðurstofunni fóru í vettvangsferð að Norðurhjáleigu á þriðjudag til að átta sig á krafti og stærð skýstrókanna. „Þeir ætluðu að vera í í sambandi við okkur,“ segir Sæunn og kveður væntanlega taka tíma að skoða þetta. „Ég vona svo að þau geti bent á að þetta var ekki eitthvað venjulegt rok, heldur eitthvað allt annað.“

„Spurð hvort að hún sé bjartsýn að aðstoð fari að fást, segir hún tilfinningar sínar vera beggja blands. „Ég vona það besta, en býst kannski við því versta. Þetta er þannig mál að það veit enginn hvað hann á að gera.“

mbl.is

Innlent »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »

Sigri í Skrekk fagnað

19:30 Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Árbæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Meira »

Falsreikningur á Tinder og víðar

19:14 Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið því ítrekað frá í haust að búið er að búa til fals reikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Meira »

Fjórðungi verið nauðgað eða það reynt

19:13 Fjórðungi þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til þess að nauðga þeim. Hlutfallið er hærra en sést hefur annars staðar, erlendis og hér á landi. „Þetta þykir okkur sláandi,“ segir Arna Hauksdóttir. Meira »

Reglur til að hemja Airbnb

19:11 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, situr nú leiðtogafund Sharing Cities í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Alls taka fulltrúar 31 borgar þátt í fundinum. Þar hefur verið rætt um áhrifin sem stöðugur vöxtur nethagkerfa eins og Airbnb, Uber, Booking.com og fleiri stórfyrirtækja hefur á mannlíf og efnahagsþróun í borgunum. Meira »

Kvenorka í kirkjunni og listin er hugrökk

18:57 „Þetta er óvenjulegt verk í helgirými. Ég tel þá kvenlegu orku sem það ber með sér mikilvæga fyrir kirkjuna og kirkjulistina. Við sjáum ekki öll það sama í þessu verki. Sum sjá kvensköp á meðan önnur sjá Maríu guðsmóður, rós eða engil,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík. Meira »

Hafa unnið að frumvarpinu í fimm ár

18:47 Mennta- og menningarmálaráðuneytið vill að gefnu tilefni árétta að frumvarp til sviðslistalaga er enn í vinnslu innan ráðuneytisins. Meira »

Leigjendur Brynju fá 323 milljónir

18:32 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag 323,4 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Meira »

„Hvert höggið á fætur öðru“

18:30 „Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir HB Granda. Meira »

Kvarta til ESA vegna fiskeldislaga

18:29 Landvernd hefur lagt fram kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna breytingar á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn reglum EES-samningsins. Meira »

Festist í lyftu á Vífilsstöðum

18:03 Viðvörunarkerfið fór í gang á sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum um hálffimmleytið í dag eftir að lyfta bilaði með manneskju þar inni. Meira »

Sparkaði í konu og lamdi með símasnúru

17:50 Maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir eignaspjöll og líkamsárás gegn sambýliskonu sinni, auk brots á nálgunarbanni. Meira »

Í farbann vegna 6 kílóa af hassi

17:34 Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag, að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi, íslenskan karlmann um tvítugt í farbann til 19. desember. Meira »

Leiguíbúðum fjölgaði um 13,6%

17:26 Leiguíbúðum á vegum sveitarfélaga fjölgaði um 13,6% í Reykjavík og 10% í Kraganum á árabilinu 2012-2017. Þeim fækkaði annars á landsbyggðinni nema á Norðurlandi eystra, samkvæmt niðurstöðum könnunar Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða sem sveitarfélögin reka. Meira »

Rekstur sjúkraflutninga skýrist fljótlega

17:19 Undirbúningur vegna tilfærslu sjúkraflutningareksturs úr höndum Rauða krossins er langt kominn og nokkrir aðilar tilbúnir að taka verkefnið að sér. Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar um sjúkraflutninga. Meira »