„Erum algjörlega í lausu lofti“

Bæði jeppinn og kerran þeyttust út í skurð er skýstrókarnir ...
Bæði jeppinn og kerran þeyttust út í skurð er skýstrókarnir fóru yfir Norðurhjáleigu. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

„Það hringir engin í okkur og engin hefur áhuga á að skoða þetta eða meta neitt,“ segir Sæunn Káradóttir, bóndi í Norðurhjáleigu í Álftaveri við Kúðafljót. Skýstrókar fóru yfir bæinn síðasta föstudag og ollu verulegu tjóni þótt stillt veður væri á bæjunum í kring. Stór jeppi með kerru þeytt­ist út í skurð, þak­plöt­ur fuku fleiri hundruð metra og girðing­ar lögðust á hliðina.

Vátryggingafélag þeirra hjóna bætir ekki tjónið þar sem þau voru ekki með foktryggingu og í gær funduðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) um mál Norðurhjáleigu. Fyrr í vikunni sagði Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri NTÍ, í samtali við mbl.is að lagabreytingar þyrfti við svo NTÍ bætti tjónið. Fundurinn í gær virðist staðfesta það. „Þau hringdu bæði og sendu tölvupóst til okkar, en það kom s.s. ekkert nýtt fram þar,“ segir Sæunn. Lögin væru svona og ekkert hægt að gera.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði einnig um málið í gær og fer hún fram á að almannatryggingakerfið taki til endurskoðunar skilgreiningu á því hvað telst til náttúruhamfara. Fer hún fram á að bændur Norðurhjáleigu fái tjónið bætt og ætlar að senda al­manna­trygg­ing­um og for­sæt­is­ráðherra bréf um að þörf sé á að end­ur­skoða skil­yrði fyr­ir bót­um úr NTÍ.

Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir hvað þá?

Sæunn segir þau óneitanlega sátt við viðbrögð sveitarstjórnar og þau finni líka fyrir miklum stuðningi í sveitinni. „Allir sem maður hittir spyrja líka: „Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir, hvað þá?“ Maður tryggir sig fyrir venjulegu roki, en þetta er bara eitthvað allt annað.“

Þök fuku af sjö húsum er skýstrókarnir fóru yfir. Skemmdir ...
Þök fuku af sjö húsum er skýstrókarnir fóru yfir. Skemmdir hafa svo verið að koma í ljós á fleiri húsum. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

Spurð hvort þau séu farin að meta tjónið segir hún svo ekki vera. „Við erum ekkert farin að reikna út kostnað eða annað slíkt, en við erum alltaf að sjá meira og meira hvað hefur skemmst.“ Þannig hafi komið í ljós að sum hús þurfi jafnvel að rífa og skemmdir hafi leynst á húsum sem þökin fóru ekki af. „Þetta var eitthvað sem sást ekki strax,“ bætir hún við.

Þau eru ekki heldur farin að loka þeim húsum sem þau geta notað áfram, þó að haustið nálgist óðfluga. „Við þorum ekki að byrja því við vitum ekki hvort að það ætlar einhver að koma og meta þetta tjón,“ segir Sæunn. „Það hringir enginn í okkur og engin hefur áhuga á að skoða þetta eða meta neitt svoleiðis. Þannig að við erum algjörlega í lausu lofti með þetta.“

Það þurfi hins vegar að ganga frá ýmsum húsum, bæði að loka þökum eða þá rífa þau, en áður þurfi þau helst að fá staðfestingu á hvað þau megi gera.

„Okkur langar auðvitað að nýta þennan litla tíma sem við höfum í þetta, en þegar maður veit ekki hvað má rífa niður eða laga þá erum við algjörlega stopp.“

Vonast eftir svörum frá Veðurstofunni

Blaðamaður nefnir við Sæunni að hún virðist hafa tekið hamförunum af aðdáunarverðri ró. „Við erum bara þannig manneskjur að það sést ekki utan á okkur,“ segir hún. „Þetta er samt auðvitað sjokk og tekur á.“

Í leit sinni eftir aðstoð sendu þau líka tölvupóst á bjargráðasjóð og barst svar frá sjóðnum í gær. „Við fengum það svar að ef við getum sannað að þetta sé ekki eitthvað sem hægt sé að tryggja fyrir þá geti þeir tekið þetta til athugunar,“ segir Sæunn.

Næsta mál á dagskrá er því að sjá hver niðurstaða Veðurstofu Íslands verður, en sérfræðingar frá Veðurstofunni fóru í vettvangsferð að Norðurhjáleigu á þriðjudag til að átta sig á krafti og stærð skýstrókanna. „Þeir ætluðu að vera í í sambandi við okkur,“ segir Sæunn og kveður væntanlega taka tíma að skoða þetta. „Ég vona svo að þau geti bent á að þetta var ekki eitthvað venjulegt rok, heldur eitthvað allt annað.“

„Spurð hvort að hún sé bjartsýn að aðstoð fari að fást, segir hún tilfinningar sínar vera beggja blands. „Ég vona það besta, en býst kannski við því versta. Þetta er þannig mál að það veit enginn hvað hann á að gera.“

mbl.is

Innlent »

Borgarráð ræðir mál OR á morgun

Í gær, 23:05 Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira »

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

Í gær, 22:08 Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Meira »

Mál forstjórans einnig til skoðunar

Í gær, 21:59 Stjórnarformaður OR vonast til þess að óháð úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins verði til þess að þar á verði hægt að gera breytingar til batnaðar. Aðkoma Bjarna Bjarnasonar forstjóra að ráðningu Bjarna Más Júlíussonar er meðal þess sem tekið verður til skoðunar. Meira »

Öryggi starfsmanna ekki tryggt við Safnahúsið

Í gær, 21:31 Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað við Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Öll vinna var því bönnuð á vinnupöllum. Meira »

Stjórn OR féllst á ósk Bjarna

Í gær, 21:25 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í kvöld að fallast ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra að stíga til hliðar. Hildur Jónsdóttir verður starfandi forstjóri OR til tveggja mánaða í fjarveru Bjarna. Meira »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

Í gær, 20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

Í gær, 20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst þann 25.september. Meira »

Bræla alla heimsiglinguna

Í gær, 20:18 „Makríllinn hefur stækkað eftir því sem liðið hefur á sumarið og fiskurinn í fyrsta holinu okkar var að jafnaði rúmlega 500 gramma þungur. Síðan lækkaði meðalvigtin örlítið og annar afli var fiskur rétt undir 500 grömmum að jafnaði.“ Meira »

Stjórnarfundur OR hafinn

Í gær, 20:16 Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur í höfuðstöðvum fyrirtækisins er hafinn. Þar mun stjórnin fara yfir ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga tímabundið til hliðar, en Bjarni situr sjálfur fundinn á meðan erindi hans er tekið fyrir. Meira »

Lögreglan leitar tveggja drengja

Í gær, 20:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15 í dag, en síðast er vitað af þeim þar. Meira »

Frímúrarar taka kjólfötin með

Í gær, 19:37 „Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo auðvelt verður að skapa í huganum myndir af þeim atburðum sem gerðust fyrir um tvö þúsund árum og segir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer með núna er búið að setja sig vel inn í málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það er skemmtilegt að ferðast með slíku fólki.“ Meira »

Berst gegn framsali til Póllands

Í gær, 19:35 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að framselja meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euro Market-máli til Póllands.  Meira »

Samkomulag ríkis og borgar brotið

Í gær, 19:19 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að samkomulag ríkis og borgar frá 2013 hafi verið brotið í dag þegar flogið var með utanríkisráðherra og nokkra þingmenn í utanríkismálanefnd um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman. Meira »

Allir þurfa að þekkja sín sköp

Í gær, 18:56 „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan. Meira »

Komast ekki á legudeildir

Í gær, 18:01 „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legudeildum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Meira »

Vogabyggð tekur á sig mynd

Í gær, 18:00 Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging, fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300. Meira »

„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

Í gær, 17:50 Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una. Meira »

Tóku fyrstu skóflustungurnar

Í gær, 17:31 Fyrstu skóflustungur að nýjum háskólagörðum HR voru teknar í dag við Nauthólsveg, gegnt Reykjavik Natura.  Meira »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

Í gær, 17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Antik.!!! Bílkasettutæki og hátalarar
Til sölu antik Clarion bílkasettutæki, ónotað enn í kassanum. Verð kr 10000.. E...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...