Skuldabréf kunna að vera í uppnámi

Bogi Nils Bogason.
Bogi Nils Bogason. mbl.is/​Hari

Í skuldabréfi sem Icelandair Group gaf út árið 2016 er kveðið á um að vaxtaberandi skuldir félagsins megi ekki á neinu reikningstímabili fara yfir hlutfallið 3,5 af EBITDA-hagnaði.

Verði afkoman við neðri mörk nýrrar EBITDA-spár félagsins fer fyrrnefnt hlutfall milli skulda og EBITDA í 4,29 – yfir mörkin sem sett eru í skilmálum skuldabréfsins.

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir í Morgunblaðinu í dag að sterk fjárhagsstaða félagsins valdi því að það muni eiga auðvelt með að bregðast við ef á reynir, t.d. með því að greiða upp skuldir eða selja eignir. Lausafjárstaðan sé sterk; um 250 milljónir dollara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert