20 tonn af rusli verið fjarlægð

Áhöfn þyrlunnar TF-LÍF kom í heimsókn að hreinsun lokinni og …
Áhöfn þyrlunnar TF-LÍF kom í heimsókn að hreinsun lokinni og var öllum boðið í grillaðar pylsur og meðlæti. Ljósmynd/Aðsend

Tíu stórir saltpokar voru fylltir í árlegri fjöruhreinsun Bláa hersins og bandaríska sendiráðsins í gær.

Samstarfið hefur staðið yfir í fimm ár og í ár var farið á Víðisand nálægt Strandarkirkju og fjörur hreinsaðar.

Ljósmynd/Aðsend

Þetta var fyrsta verkefnið fyrir alheimshreinsunardaginn 15. september sem Landvernd, Blái herinn og fleiri standa fyrir, að því er segir í tilkynningu.

Hægt er að taka þátt í verkefninu með því að skrá sig til leiks á heimasíðu Landverndar.

Á þeim fimm árum sem samstarf bandaríska sendiráðsins og Bláa hersins í átta fjöruhreinsunum hefur staðið hafa meira en 20 tonn af rusli verið fjarlægð úr náttúru landsins.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert