Virkilega brugðið eftir amfetamínsmakk

Frá skólalóðinni við leikskólann Fögrubrekku. Verið er að taka alla ...
Frá skólalóðinni við leikskólann Fögrubrekku. Verið er að taka alla lóð leikskólans í gegn. mbl.is/Eggert

Búið er að loka af yfirbyggt svæði á lóð leikskólans Fögrubrekku í Kópavogi, þar sem ungmenni hanga gjarnan utan opnunartíma leikskólans. Í gær fann fimm ára gamall drengur amfetamín á lóð leikskólans og lagði sér til munns.

„Eftir þetta atvik í gær var manni bara virkilega brugðið,“ segir Edda Valsdóttir, leikskólastjóri í Fögrubrekku, í samtali við mbl.is.

Hún hafði tafarlaust samband við yfirmann fasteigna hjá Kópavogsbæ í gær og segir að nú sé búið að ákveða að koma í veg fyrir að hægt sé að sitja undir yfirbyggðu skyggninu, sem er við lítið hús á skólalóðinni sem notað er undir tónlistarkennslu barnanna.

„Það er náttúrlega rosalega notalegt að sitja þarna undir, maður myndi hugsa það sjálfur ef maður væri unglingur og við vorum öll unglingar einhvern tímann, en þetta er enginn griðastaður,“ segir Edda og bætir því við að ef börn eigi að vera örugg einhvers staðar sé það á leikskóla. 

Ungmenni hafa gjarnan dregið til bekki eða komið með stóla ...
Ungmenni hafa gjarnan dregið til bekki eða komið með stóla og setið í skotinu. Svona var um að lítast er ljósmyndari mbl.is kom á svæðið laust eftir hádegi. mbl.is/Eggert
Kópavogsbær brást fljótt við og búið er að girða fyrir ...
Kópavogsbær brást fljótt við og búið er að girða fyrir skotið. Ljósmynd/Edda Valsdóttir

„Hérna eiga þau að vera örugg. Við grannskoðum garðinn á hverjum einasta morgni, en þessi litlu börn eru litlir rannsakendur og þau eru alls staðar, þau eru að tína steina og orma og lauf og það er ekki nema eðlilegt að þau finni svona í garðinum ef okkur yfirsést þetta,“ segir Edda.

Aldrei áður fundið eiturlyf á leikskólalóðinni

Hún segir að aldrei hafi fundist eiturlyf á leikskólalóðinni áður er leikskólastarfsmenn yfirfari lóðina að morgni, en þó hafa fundist þar áhöld til neyslu kannabisefna, svokallaðar beyglur, auk fjölda sígarettustubba.

„Við höfum séð svona flöskur sem eru beygðar, svona pípur eða eitthvað, en við höfum aldrei fundið svona, aldrei nokkurn tíma. Þetta hefur bara dottið upp úr vasa,“ segir Edda, sem segir amfetamínpokann sem var á lóðinni hafa verið pínulítinn, með ef til vill eins og hálfri matskeið af hvítu efni í.

Nú ætlar Edda að láta festa niður trébekkina sem eru á leikskólalóðinni, svo ekki sé hægt að færa þá til. Það er næst á dagskrá, nú þegar búið er að setja upp grindur við litla húsið.

Ánægð með snör viðbrögð

Edda segir alla hafa brugðist rétt við því atviki sem kom upp í gær og hrósar starfsmönnum leikskólans, aðstoðarskólastjóra og drengnum sjálfum fyrir góð viðbrögð. Hún segist þakklát fyrir að ekki fór ver.

„Þetta vil ég ekki að gerist aftur hérna í leikskólanum mínum, það get ég alveg sagt þér,“ segir leikskólastjórinn, sem þakkar Kópavogsbæ fyrir snör viðbrögð við uppsetningu grinda í skotinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrripartinn í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

07:12 Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Segir einkabílinn ekki menga mikið

05:30 Útblástur frá einkabílum er aðeins 3-5% af þeirri mengun á Íslandi sem sporna verður gegn vegna loftslagsvanda. Mun meiri mengun stafar frá öðrum samgöngukostum. Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur,“ segir framkvæmdastjór Vaðlaheiðarganga. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »

Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Í gær, 22:46 „Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is. Meira »

Ósátt við rangar fréttir af Kötlugosi

Í gær, 22:36 Eldfjallafræðingur sem gerði rannsóknir á útstreymi koltvísýring frá Kötlu, ásamt fleiri vísindamönnum, og ritaði grein um niðurstöðurnar í tímaritinu Geophysical Research Letters, er mjög ósáttur við grein um eldfjallið sem birtist í Sunday Times. Fyrirsögn greinarinnar er „Íslenskur risi að því kominn að gjósa“. Meira »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

Í gær, 21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið upp á land. Meira »

Spánartogararnir hverfa hver af öðrum

Í gær, 21:03 Sólbakur EA 301 lagði að bryggju í Ghent í Belgíu aðfaranótt föstudags eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Akureyri. Útgerðarfélag Akureyringa gerði skipið út í yfir 40 ár og bar það lengst af nafnið Kaldbakur EA 1. Meira »

Íþaka gerð upp með gömlum tólum

Í gær, 20:49 Nú standa yfir endurbætur á Íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík. Húsið á sér langa sögu en það var byggt á árunum 1866-67 en eitthvað kunnu menn fyrir sér í að byggja á þeim tíma því húsið þykir í góðu ástandi og ekki bólar á myglu þar. Gömul verkfæri eru notuð við framkvæmdina. Meira »

8 ára fær ekki nauðsynleg gigtarlyf

Í gær, 20:47 „Ég hef ekki undan að svara landsmönnum sem vilja bjóða mér lyfin sín. Viðbrögðin hafa verið svakalega góð og það hefur ekki stoppað síðan viðtalið birtist. Þetta eru tuttugu töflur hér og þar en það er engin lausn,“ segir Sigurveig Margrét Stefánsdóttir læknir í samtali við mbl.is. Meira »

Íbúum Flateyrar fjölgar um 30 prósent

Í gær, 19:41 Rúmlega 300 manns voru viðstaddir þegar Lýðháskólinn á Flateyri var settur í fyrsta sinn í íþróttahúsi bæjarins á laugardag, að viðstöddum forseta Íslands. Af því tilefni héldu Flateyringar bæjarhátíð með tónlist, upplestri og kvikmyndasýningum auk þess sem opin hús voru víða um bæinn þar sem starfsemi stofnana og fyrirtækja var kynnt. Meira »

Sjúkdómur unga fólksins

Í gær, 18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Ertu með krabbamein á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Svefnsófi frá Línunni
Góður og vel með farinn amerískur svefnsófi frá Línunni til sölu. Rúmið sjálft e...