Hvalveiðar valda einstaka núningi

Hvalveiðar hafa ekki haft teljandi áhrif á hagsmuni Íslands eða samskipti við önnur ríki þó að þær valdi einstaka núningi. Þetta kemur fram í svari ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Þor­gerðar K. Gunn­ars­dótt­ur um mót­mæli gegn hval­veiðum og viðskipta­hags­muni.

Fyrir Íslendinga sem þjóð svo háða sjávarútvegi og auðlindum hafsins verður ekki samið um rétt Íslands til hvalveiða. Sá réttur er óumsemjanlegur,“ kemur fram í svari ráðherra við spurningu hvort hann styðji að hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin.

Enn fremur kemur fram að virða beri alþjóðalög og sáttmála. Ekki sé unnt að véfengja rétt Íslands til að nýta sjávarauðlindir á borð við hval með ábyrgum og sjálfbærum hætti; líkt og raunin er.

Ráðherra telur ákvörðun Hvals hf. um að hefja hval­veiðar að nýju 6. júlí ekki hafa nein áhrif á málaleitanir um fríverslunarsamninga við Bandaríkin og Bretland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert