Orkuskiptin efnahagslegt sjálfstæðismál

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar ekki bara til þess fallna að takast á við þær áskoranir og ógnir sem steðja að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga, heldur myndi aðgerðaáætlunin einnig stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi.

Þessi orð lét Bjarni falla á blaðamannafundi í Austurbæjarskóla í dag, þar sem sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu í sameiningu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin leggur þar fram 34 aðgerðir sem ráðist verður í, en 6,8 milljörðum króna verður varið til ýmissa verkefna á næstu fimm árum, þar af 1,5 milljörðum í að hraða orkuskiptum í vegasamgöngum, t.d. með uppbyggingu innviða fyrir rafbíla.

„Það er í því fólgið stórkostlegt tækifæri fyrir okkur ef við náum að taka þessar tæknibreytingar til handargagns við að byggja samgöngur í landinu á sjálfbærum innlendum orkugjöfum, í stað þess að sækja orkuna til annarra landa í formi olíu. Það eitt og sér er efnahagslegt sjálfstæðismál,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is, en samkvæmt aðgerðaáætluninni er talið raunhæft að stefna að því að allri brennslu jarðefnaeldsneytis verði hætt hér á landi um miðja öldina.

„Við höfum séð það til dæmis á undanförnum árum í Bandaríkjunum að þar hefur verið lögð aukin áhersla á að tryggja efnahagslegt sjálfstæði Bandaríkjanna með því að vinna meira af olíu í stað þess að flytja hana inn. Þetta er ekkert ósvipuð hugsun sem að ég er að koma frá mér, það er að segja, að það að geta nýtt eigin orkugjafa er stórkostlegt efnahagslegt sjálfstæðismál fyrir ríki. Við höfum ekki haft tækifæri til þess að gera stóra hluti í þessu í samgöngum fram til þessa, þar sem tæknin hefur ekki verið til staðar, en hún er núna á fleygiferð, er komin og mun á næstu árum fyrirsjáanlega halda áfram að þróast,“ segir Bjarni.

Það var létt yfir ráðherrunum sjö á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla ...
Það var létt yfir ráðherrunum sjö á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég trúi því að fyrir árið 2030 verði útlitið í þessum málum allt allt annað en við sjáum í dag,“ bætir Bjarni við, en í aðgerðaáætlun stjórnvalda er sú aðgerð, að stefna að banni gegn nýskráningu bensín- og dísilbíla eftir 2030, ekki síst sögð mikilvæg vegna þeirra skilaboða sem í henni felist fyrir bílaframleiðendur.

En telur Bjarni að bílaframleiðendur verði almennt hættir að framleiða bíla sem ganga einungis fyrir jarðefnaeldsneyti eftir tólf ár?

„Ég ætla kannski ekki að spá því. Á einstaka svæðum og einstaka löndum er orkuöflunin orðið sjálfstætt vandamál. Það er nú kannski ekki mikið unnið fyrir sum ríki að fara að brenna olíu eða kolum til að framleiða rafmagn svo hægt sé að nota rafmagnsbíl, svo það má alveg gera ráð fyrir því að einhverjir verði eftirbátar okkar á þeim tíma, en ég held hins vegar að bílaframleiðendur muni hafa náð mjög miklum framförum frá því sem við sjáum í dag eftir þennan rúma áratug og það eru mikil tækifæri í því fyrir okkur að nýta okkur þá breytingu.“

mbl.is

Innlent »

Af hverju er neikvætt að vera fatlaður?

17:45 „Af hverju er það neikvætt að vera fatlaður?“ spurði Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands, þegar hún ávarpaði málþing ÖBÍ í dag þar sem fjallað var um tekjur, jöfnuð, kjaragliðnun, skattbyrði og samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Meira »

Lækkun mili mánaða ekki meiri frá 2011

17:38 Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,0% í febrúar samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Er þetta er mesta lækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í desember 2010, þegar íbúðaverð lækkaði um 1,2% milli mánaða. Meira »

Þremenningarnir lausir úr haldi lögreglu

17:16 Þremenningarnir sem voru handteknir við Alþingishúsið í dag eru lausir úr haldi lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Umferðartafir á Vesturlandsvegi

17:09 Umferðartafir eru nú á Vesturlandsveginum á leiðinni út úr bænum. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ástæðan minni háttar umferðaróhapp sem vöruflutningabíll lenti í á veginum. Meira »

Tveir koma í stað Óskars hjá Samherja

16:15 Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem hefur ákveðið að láta af störfum 1. ágúst á þessu ári. Meira »

Mætti með svifryk í pontu

16:07 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mætti með svifryk í pontu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í umræðu um tillögu flokksins um aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Þekkja rakaskemmdir af eigin raun

16:00 Raki og mygluskemmdir í byggingum finnast jafnt í nýjum og eldri húsum. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þurftu frá að hverfa af skrifstofum sínum í Borgartúni tímabundið í fyrra vegna raka- og mygluskemmda. Meira »

Á sjöunda tug í heimasóttkví

15:59 Á fundi sóttvarnalæknis í morgun með umdæmis- og svæðislæknum sóttvarna kom fram að ekki hafa greinst ný tilfelli mislinga en nokkrir einstaklingar hafa að lokinni bólusetningu greinst með væg einkenni mislinga sem orsakast af verkun bólusetningarinnar. Meira »

Verða að virða lög og reglur

15:21 „Það er stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla en öll skulum við fylgja lögum og reglum,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni, þingmanni Miðflokksins, um mótmæli á Austurvelli að undanförnu. Meira »

Miðaði gasbyssu að höfði leigubílstjóra

15:18 Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hótanir og vopnalagabrot. Miðaði hann gasloftbyssu að höfði leigubílstjóra og tók tvisvar í gikk hennar án þess að nokkuð gerðist, að því er fram kemur í dómi. Meira »

Gekk berserksgang í Vestmannaeyjum

14:58 Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók karlmann í liðinni viku vegna fjölda afbrota, meðal annars líkamsárásir, hótanir og skemmdir á lögreglubíl. Var hann úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Meira »

Willum nýr fjórði varaforseti

14:40 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörinn nýr fjórði varaforseti Alþingis án atkvæðagreiðslu þar sem ekki var farið fram á hana. Meira »

70 mínútna leikaramaraþon

14:30 „Óhætt að segja að mikið mæði á Alberti í Istan sem lýsa mætti sem leikaramaraþoni sem stendur látlaust í 70 mínútur þar sem leikarinn hefur ekkert til að styðjast við nema eigin hæfileika,“ segir í leikdómi um frammistöðu Alberts Halldórssonar sem leikur hátt í 40 hlutverk í einleiknum Istan. Meira »

Þrír handteknir við Alþingishúsið

14:22 „Okkur barst tilkynning frá Alþingi um að það væru á milli 20 og 30 aðilar sem lokuðu fyrir alla innganga við Alþingishúsið. Lögregla fór á vettvang og gaf fólki fyrirmæli um að færa sig frá inngöngunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Reyndu að hindra aðgengi að Alþingi

13:49 Nokkru áður en þingfundur hófst klukkan 13.30 reyndu liðsmenn samtakanna No Borders að trufla aðgengi þingmanna að þinghúsinu og bílastæðum þingsins. Meira »

Spurningar til Sigríðar falla niður

13:43 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að samkvæmt þingsköpum féllu skriflegar fyrirspurnir til ráðherra niður þegar ráðherra færi úr embætti. Meira »

Morðingi sem pyntar börn

13:40 „Ef við erum almennilegt fólk þá tengjum við börn og þau opna á okkur hjörtun. Við finnum til ábyrgðar gagnvart umkomuleysi þeirra,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri söngleiksins Matthildar. Í viðtali lýsir hann einni aðalpersónu verksins sem morðingja sem pynti börn. Meira »

Strandar á skilyrðum SA

13:31 „Við höfum hingað til reynt allt sem við höfum getað til þess að reyna að ná samningum með því að sitja og ræða saman og semja þannig,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við mbl.is en iðnaðarmenn slitu í dag kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Meira »

Með 37 pakkningar af kókaíni

13:23 Brasilísk kona á þrítugsaldri var handtekin á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði við komuna til landsins frá Madrid á Spáni grunuð um fíkniefnasmygl. Var hún færð á lögreglustöðina á Suðurnesjum þar sem hún skilaði efnunum og kom í ljós að hún hafði reynt að smygla 37 pakkningum af kókaíni til landsins. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
3 herbergja orlofsíbúð til leigu á Þing
3 herbergja orlofsíbúð til leigu á Þingeyri við Dýrafjörð, til sumardvarlar. Fyr...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Heilsuráðgjafi, Einkaþjálfari, Nuddari og fl.
Nudd, Næringaráðgjöf og Einkaþjálfun eftir þinni getu, einnig fyrirbyggjandi þjá...