Orkuskiptin efnahagslegt sjálfstæðismál

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar ekki bara til þess fallna að takast á við þær áskoranir og ógnir sem steðja að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga, heldur myndi aðgerðaáætlunin einnig stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi.

Þessi orð lét Bjarni falla á blaðamannafundi í Austurbæjarskóla í dag, þar sem sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu í sameiningu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin leggur þar fram 34 aðgerðir sem ráðist verður í, en 6,8 milljörðum króna verður varið til ýmissa verkefna á næstu fimm árum, þar af 1,5 milljörðum í að hraða orkuskiptum í vegasamgöngum, t.d. með uppbyggingu innviða fyrir rafbíla.

„Það er í því fólgið stórkostlegt tækifæri fyrir okkur ef við náum að taka þessar tæknibreytingar til handargagns við að byggja samgöngur í landinu á sjálfbærum innlendum orkugjöfum, í stað þess að sækja orkuna til annarra landa í formi olíu. Það eitt og sér er efnahagslegt sjálfstæðismál,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is, en samkvæmt aðgerðaáætluninni er talið raunhæft að stefna að því að allri brennslu jarðefnaeldsneytis verði hætt hér á landi um miðja öldina.

„Við höfum séð það til dæmis á undanförnum árum í Bandaríkjunum að þar hefur verið lögð aukin áhersla á að tryggja efnahagslegt sjálfstæði Bandaríkjanna með því að vinna meira af olíu í stað þess að flytja hana inn. Þetta er ekkert ósvipuð hugsun sem að ég er að koma frá mér, það er að segja, að það að geta nýtt eigin orkugjafa er stórkostlegt efnahagslegt sjálfstæðismál fyrir ríki. Við höfum ekki haft tækifæri til þess að gera stóra hluti í þessu í samgöngum fram til þessa, þar sem tæknin hefur ekki verið til staðar, en hún er núna á fleygiferð, er komin og mun á næstu árum fyrirsjáanlega halda áfram að þróast,“ segir Bjarni.

Það var létt yfir ráðherrunum sjö á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla ...
Það var létt yfir ráðherrunum sjö á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég trúi því að fyrir árið 2030 verði útlitið í þessum málum allt allt annað en við sjáum í dag,“ bætir Bjarni við, en í aðgerðaáætlun stjórnvalda er sú aðgerð, að stefna að banni gegn nýskráningu bensín- og dísilbíla eftir 2030, ekki síst sögð mikilvæg vegna þeirra skilaboða sem í henni felist fyrir bílaframleiðendur.

En telur Bjarni að bílaframleiðendur verði almennt hættir að framleiða bíla sem ganga einungis fyrir jarðefnaeldsneyti eftir tólf ár?

„Ég ætla kannski ekki að spá því. Á einstaka svæðum og einstaka löndum er orkuöflunin orðið sjálfstætt vandamál. Það er nú kannski ekki mikið unnið fyrir sum ríki að fara að brenna olíu eða kolum til að framleiða rafmagn svo hægt sé að nota rafmagnsbíl, svo það má alveg gera ráð fyrir því að einhverjir verði eftirbátar okkar á þeim tíma, en ég held hins vegar að bílaframleiðendur muni hafa náð mjög miklum framförum frá því sem við sjáum í dag eftir þennan rúma áratug og það eru mikil tækifæri í því fyrir okkur að nýta okkur þá breytingu.“

mbl.is

Innlent »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Í gær, 13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Í gær, 12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

Í gær, 11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

Í gær, 11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

Í gær, 10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

Í gær, 09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

Í gær, 08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

Í gær, 08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Fimm herbergja íbúð í Þingholtunum
Fimm herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 295 þúsund. Íbúðin leigist rey...
Hjálp við að hætta að reykja
Hjálp óskast við að hætta að reykja....
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...