Orkuskiptin efnahagslegt sjálfstæðismál

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar ekki bara til þess fallna að takast á við þær áskoranir og ógnir sem steðja að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga, heldur myndi aðgerðaáætlunin einnig stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi.

Þessi orð lét Bjarni falla á blaðamannafundi í Austurbæjarskóla í dag, þar sem sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu í sameiningu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin leggur þar fram 34 aðgerðir sem ráðist verður í, en 6,8 milljörðum króna verður varið til ýmissa verkefna á næstu fimm árum, þar af 1,5 milljörðum í að hraða orkuskiptum í vegasamgöngum, t.d. með uppbyggingu innviða fyrir rafbíla.

„Það er í því fólgið stórkostlegt tækifæri fyrir okkur ef við náum að taka þessar tæknibreytingar til handargagns við að byggja samgöngur í landinu á sjálfbærum innlendum orkugjöfum, í stað þess að sækja orkuna til annarra landa í formi olíu. Það eitt og sér er efnahagslegt sjálfstæðismál,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is, en samkvæmt aðgerðaáætluninni er talið raunhæft að stefna að því að allri brennslu jarðefnaeldsneytis verði hætt hér á landi um miðja öldina.

„Við höfum séð það til dæmis á undanförnum árum í Bandaríkjunum að þar hefur verið lögð aukin áhersla á að tryggja efnahagslegt sjálfstæði Bandaríkjanna með því að vinna meira af olíu í stað þess að flytja hana inn. Þetta er ekkert ósvipuð hugsun sem að ég er að koma frá mér, það er að segja, að það að geta nýtt eigin orkugjafa er stórkostlegt efnahagslegt sjálfstæðismál fyrir ríki. Við höfum ekki haft tækifæri til þess að gera stóra hluti í þessu í samgöngum fram til þessa, þar sem tæknin hefur ekki verið til staðar, en hún er núna á fleygiferð, er komin og mun á næstu árum fyrirsjáanlega halda áfram að þróast,“ segir Bjarni.

Það var létt yfir ráðherrunum sjö á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla ...
Það var létt yfir ráðherrunum sjö á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég trúi því að fyrir árið 2030 verði útlitið í þessum málum allt allt annað en við sjáum í dag,“ bætir Bjarni við, en í aðgerðaáætlun stjórnvalda er sú aðgerð, að stefna að banni gegn nýskráningu bensín- og dísilbíla eftir 2030, ekki síst sögð mikilvæg vegna þeirra skilaboða sem í henni felist fyrir bílaframleiðendur.

En telur Bjarni að bílaframleiðendur verði almennt hættir að framleiða bíla sem ganga einungis fyrir jarðefnaeldsneyti eftir tólf ár?

„Ég ætla kannski ekki að spá því. Á einstaka svæðum og einstaka löndum er orkuöflunin orðið sjálfstætt vandamál. Það er nú kannski ekki mikið unnið fyrir sum ríki að fara að brenna olíu eða kolum til að framleiða rafmagn svo hægt sé að nota rafmagnsbíl, svo það má alveg gera ráð fyrir því að einhverjir verði eftirbátar okkar á þeim tíma, en ég held hins vegar að bílaframleiðendur muni hafa náð mjög miklum framförum frá því sem við sjáum í dag eftir þennan rúma áratug og það eru mikil tækifæri í því fyrir okkur að nýta okkur þá breytingu.“

mbl.is

Innlent »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

Í gær, 18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

Í gær, 18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

Í gær, 18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...