200 milljónir til að fjölga nýjum lyfjum

Kerfislægur kostnaður hefur orðið á kostnaði vegna lyfja.
Kerfislægur kostnaður hefur orðið á kostnaði vegna lyfja. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Útgjöld til lyfjamála hækka um rúman milljarð króna frá gildandi fjárlögum, að frádregnum almennum launa- og verðlagsbreytingum, en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu munu rúmir 10 milljarðar renna til lyfjamála.

Fjárheimildir eru auknar um 828 milljónir til þess að bregðast við „kerfislægum vexti í kostnaði vegna lyfja“, auk þess sem 200 milljónum er varið í að fjölga innleiddum nýjum lyfjum, en markmið stjórnvalda er að hlutfall þeirra verði sambærilegt við meðaltal á Norðurlöndum.

Eins og fram hefur komið ætlar Ísland að taka þátt í sameiginlegu norrænu lyfjaútboði, ásamt Danmörku og Noregi.

Vonast er til að sameiginleg innkaup Norðurlandaþjóðanna skapi samlegðaráhrif, sem leiði til aukinnar hagkvæmni og lægra lyfjaverðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert