Snúa þarf við hverri krónu

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi að það væri sóknarfrumvarp sem muni leiða til betri tíma fyrir alla landsmenn.

Umræðunni lauk fyrir hádegi en greidd verða atkvæði um frumvarpið síðar í dag. 

Hann sagði að staða ríkissjóðs sé traustari en verið hefur í langan tíma, landsframleiðslan hafi aldrei verið meiri og að skuldir ríkissjóðs lækki hratt. Á næsta ári náist markmið ríkisstjórnarinnar varðandi skuldaviðmið. Bætt staða gerir henni kleift að ráðast í uppbyggingu innviða.

Bjarni sagði ánægjulegt að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið jafntímanlega og raun ber vitni og nefndi að munurinn á sjónarmiðum stjórnarandstöðunnar í umræðunni á þinginu hafi verið athyglisverður, sérstaklega varðandi útgjöldin en einnig tekjuhliðina.  

„Við erum að auka frumgjöldin um tæplega 5% sem er töluvert mikil útgjaldaaukning. Að því leytinu til eiga þeir inni fyrir orðum sínum sem hér hafa komið upp og sagt menn vera að gæta sín í útgjaldavextinum,“ sagði Bjarni.

Hann benti aftur á móti á að útgjöld sem hluti af landsframleiðslu séu ekki að vaxa. Hann sagði góða innistæðu fyrir því gera betur á mörgum sviðum, þar á meðal í samgöngumálum og heilbrigðismálum.

Vöxtur útgjalda ekki jafnhraður og áður

Hann sagði að í fjárlögunum sé verið að draga úr álögum á atvinnustarfsemina í landinu um átta milljarða með því að lækka tryggingagjaldið. Einnig geri ríkisstjórnin tilslakanir í bótakerfum og skattinum. Persónuafsláttur verði hækkaður umfram það sem vænst er í verðbólgu og að barnabætur hækki til þeirra sem hafa minnst á milli handanna.

„Þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu þá erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu,“ sagði hann og nefndi að aldrei áður hafi jafnmikið fjármagn verið lagt í almannatryggingakerfið.

Varðandi þróun útgjaldanna sagði hann að ekki sé hægt að hafa væntingar um að vöxtur þeirra verði verði jafnhraður og undanfarin ár hjá ríkinu. Þess vegna þurfi að hámarka nýtingu þeirra fjármuna sem eru til staðar. Snúa þurfi við hverri krónu áður en henni er ráðstafað.

Bjarni talaði um nýjan tón í þinginu miðað við síðustu ár. Ekki sé verið að kalla eftir frekari útgjöldum því þingmenn geri sér betur grein fyrir því að „öll okkar verkefni verða ekki bara leyst með því að auka við fjármagnið á bak við þau“.

Björn Leví Gunnarsson.
Björn Leví Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sagði frumvarpið stefnulaust

„Þessi fjárlög og fjármálaáætlun sem þessi fjárlög byggja á eru í einu orði sagt, miðað við lög um opinber fjármál, stefnulaus,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið.

Hann sagði enga kostnaðaráætlun vera fyrir hendi og að markmiðin séu mjög óskýr. Einnig nefndi hann að vissulega væri verið að setja metfjárhæð í umhverfismálin en að verkefnið sé samt gríðarlega mikið. Ríkisstjórnin sé að taka skref í umhverfismálum en langt frá því nægilega stór miðað við þær framtíðarhorfur sem blasa við okkur. Nefndi hann kaup á kolefniskvóta sem dæmi.

„Gagnsæi þessa fjármálafrumvarps er bókstaflega ekki neitt. Það kemur manni sífellt á óvart að heyra hvernig ýmsar útfærslur á tölum í fjárlögunum eru síðan túlkaðar í ráðuneytunum.“

Hann bætti við: „Af hverju ætti Alþingi að samþykkja fjárlög þar sem við vitum ekki hvað tölurnar þýða?“

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áformin ekkert breyst

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, talaði um mikilvægi þess að jafnvægisvöxtur náist á næstu misserum. Hann nefndi að hagvexti sé spáð 2,5 % 2019 í stað 2,7 samkvæmt fyrri spá í júní og forsendum í fjárlagafrumvarpinu. Heildaráhrifin af þessu við aðra og þriðju umræðu séu í raun og veru engin á lokaniðurstöðu um 1% afgang af vergri landsframleiðslu. Áformin um að halda áfram að byggja innviði hafi ekki breyst.

„Umræðan verður oft um tölur á blaði en við vitum að á endanum snýst þetta um fólk og við þurfum að huga frekar að verkefnum eins og uppbyggingu hjúkrunarheimila,“ sagði Willum og nefndi einnig að huga þurfi betur að öryrkjum og eldri borgurum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tengdamóðirin áfram í haldi

15:27 Gæsluvarðhald yfir konu á áttræðisaldri, sem grunuð er um tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi, hefur verið framlengt til 9. janúar. Meira »

Flestir taka ekki afstöðu til Brexit

15:18 Rúmlega þriðjungur landsmanna er andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 36% en 18% eru henni hlynnt. Stærstur hluti landsmanna hefur hins vegar enga sérstaka skoðun á málinu eða 46%. Meira »

Velferðarstyrkur hækkar um 6%

15:08 Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6% frá næstu áramótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Segir ekkert nema tækifæri fram undan

14:59 „Við þurfum að móta okkur stefnu og gera áætlanir um hvernig við ætlum að mæta þeirri áskorun að vernda náttúru okkar en um leið að nýta hana landsmönnum til heilla,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðu um atvinnustefnu á opinberum ferðamannastöðum. Meira »

„Pakkaflóð á Alþingi“

14:57 „Á meðan þjóðin var upptekin við að greina dónatal á bar fór pakkaflóðið á Alþingi Íslendinga að mestu fyrir ofan garð og neðan en þar kennir ýmissa grasa,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í föstudagspistli sínum. Meira »

Lögreglan í beinni frá 16 til 04

14:35 „Tilgangurinn með löggutístinu er að gefa fólki innsýn í störf lögreglu og fá tilfinningu fyrir því hvað við erum að gera, hvernig lögreglan virkar og hvað verkefni okkar eru margvísleg,“ segir Þórir Ingvarsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Formaður VR pantar gul vesti

14:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur fólk til að mótmæla stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ragnar birti mynd á Facebook í dag af gulu vesti með áletrunum og spyr hvort hann eigi að panta fleiri. Meira »

Óttuðust viðbrögð samfélagsins

13:55 Meðan á verkefni dómsmálaráðuneytisins um greiðslu sanngirnisbóta stóð á árunum 2010 til 2018 fékk tengiliður þess, Guðrún Ögmundsdóttir, um 3.500 símtöl og ríflega 1.500 tölvupósta sem þurfti að svara. Meira »

Hlýtt og blautt veður um helgina

13:23 Áfram verður hlýtt og blautt víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Útlit er fyrir að kólna muni í veðri fyrir næstu helgi, helgina fyrir jól, og þá gæti snjóað. Meira »

Ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar

13:23 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu sinnar, stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð og að hafa móðgað hana og smánað með því að hafa skrifað rætin ummæli um hana og birt myndir af henni á vefnum, meðal annars fáklæddri. Meira »

Róa stanslaust í heila viku

13:23 Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, fjórir karlar og þrjár konur, ætla að róa stanslaust í eina viku í verslun Under Armour í Kringlunni og safna fjármunum fyrir Frú Ragnheiði — skaðaminnkun. Leikar hefjast klukkan 17 í dag. Meira »

Ásmundur skipar í þrjár stöður

13:10 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið hverjir munu skipa embætti ráðuneytisstjóra í nýju félagsmálaráðuneyti sem tekur til starfa um áramótin, embætti skrifstofu fjárlaga í ráðuneytinu og embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. Meira »

Aflið fær 18 milljónir frá ríkinu

13:03 Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, fær 18 milljóna króna framlag frá ríkinu til að standa straum af starfsemi sinni sem felst í þjónustu við þolendur kynferðis- og heimilisofbeldi, samkvæmt nýjum samningi. Meira »

Færri nýskráningar í jólaaðstoð

13:00 „Það eru ekki eins margir nýir og við höfum oft verið að skrá,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem frestur til að sækja um jólaaðstoð rennur út í dag. Tilfinningin sé sú að jafnvel séu þeir færri sem þurfi að sækja um úrræðið í ár en áður. Meira »

Dæmdur fyrir að taka vörur út í óleyfi

12:26 Héraðsdómur Vestfjarða dæmi í dag karlmann á nítjánda aldursári í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta viðskiptakort fyrirtækis í eigin þágu í heimildarleysi. Meira »

„Urðu ekki aðeins fyrir andlegum skaða“

12:06 Engin könnun hefur farið fram á því hvernig sanngirnisbæturnar sem voru greiddar til þeirra sem dvöldu sem börn á stofnunum eða heimilum nýttust þeim sem þær fengu. Meira »

Ólíklegt að samningar takist

11:33 „Okkar mat á stöðunni núna er að það sé ólíklegt, svo ekki sé nú meira sagt, að það náist að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir áramót,“ segir Flosi Eiríksson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Lukku-Láki og Ástríkur fá endurgreitt

11:24 Fyrsta grein frumvarps um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í morgun með 59 atkvæðum gegn tveimur. Allsherjar- og menntamálanefnd lagði til nokkrar breytingar á frumvarpi menntamálaráðherra; meðal annars að ritraðir séu skilgreindar sem bók, ekki tímarit. Meira »

Styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands

11:18 Mjólkursamsalan styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands fyrir jólin sem nemur um tveimur milljónum króna í formi vöruúttektar. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Múrverk
Múrverk...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...