Snúa þarf við hverri krónu

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi að það væri sóknarfrumvarp sem muni leiða til betri tíma fyrir alla landsmenn.

Umræðunni lauk fyrir hádegi en greidd verða atkvæði um frumvarpið síðar í dag. 

Hann sagði að staða ríkissjóðs sé traustari en verið hefur í langan tíma, landsframleiðslan hafi aldrei verið meiri og að skuldir ríkissjóðs lækki hratt. Á næsta ári náist markmið ríkisstjórnarinnar varðandi skuldaviðmið. Bætt staða gerir henni kleift að ráðast í uppbyggingu innviða.

Bjarni sagði ánægjulegt að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið jafntímanlega og raun ber vitni og nefndi að munurinn á sjónarmiðum stjórnarandstöðunnar í umræðunni á þinginu hafi verið athyglisverður, sérstaklega varðandi útgjöldin en einnig tekjuhliðina.  

„Við erum að auka frumgjöldin um tæplega 5% sem er töluvert mikil útgjaldaaukning. Að því leytinu til eiga þeir inni fyrir orðum sínum sem hér hafa komið upp og sagt menn vera að gæta sín í útgjaldavextinum,“ sagði Bjarni.

Hann benti aftur á móti á að útgjöld sem hluti af landsframleiðslu séu ekki að vaxa. Hann sagði góða innistæðu fyrir því gera betur á mörgum sviðum, þar á meðal í samgöngumálum og heilbrigðismálum.

Vöxtur útgjalda ekki jafnhraður og áður

Hann sagði að í fjárlögunum sé verið að draga úr álögum á atvinnustarfsemina í landinu um átta milljarða með því að lækka tryggingagjaldið. Einnig geri ríkisstjórnin tilslakanir í bótakerfum og skattinum. Persónuafsláttur verði hækkaður umfram það sem vænst er í verðbólgu og að barnabætur hækki til þeirra sem hafa minnst á milli handanna.

„Þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu þá erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu,“ sagði hann og nefndi að aldrei áður hafi jafnmikið fjármagn verið lagt í almannatryggingakerfið.

Varðandi þróun útgjaldanna sagði hann að ekki sé hægt að hafa væntingar um að vöxtur þeirra verði verði jafnhraður og undanfarin ár hjá ríkinu. Þess vegna þurfi að hámarka nýtingu þeirra fjármuna sem eru til staðar. Snúa þurfi við hverri krónu áður en henni er ráðstafað.

Bjarni talaði um nýjan tón í þinginu miðað við síðustu ár. Ekki sé verið að kalla eftir frekari útgjöldum því þingmenn geri sér betur grein fyrir því að „öll okkar verkefni verða ekki bara leyst með því að auka við fjármagnið á bak við þau“.

Björn Leví Gunnarsson.
Björn Leví Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sagði frumvarpið stefnulaust

„Þessi fjárlög og fjármálaáætlun sem þessi fjárlög byggja á eru í einu orði sagt, miðað við lög um opinber fjármál, stefnulaus,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið.

Hann sagði enga kostnaðaráætlun vera fyrir hendi og að markmiðin séu mjög óskýr. Einnig nefndi hann að vissulega væri verið að setja metfjárhæð í umhverfismálin en að verkefnið sé samt gríðarlega mikið. Ríkisstjórnin sé að taka skref í umhverfismálum en langt frá því nægilega stór miðað við þær framtíðarhorfur sem blasa við okkur. Nefndi hann kaup á kolefniskvóta sem dæmi.

„Gagnsæi þessa fjármálafrumvarps er bókstaflega ekki neitt. Það kemur manni sífellt á óvart að heyra hvernig ýmsar útfærslur á tölum í fjárlögunum eru síðan túlkaðar í ráðuneytunum.“

Hann bætti við: „Af hverju ætti Alþingi að samþykkja fjárlög þar sem við vitum ekki hvað tölurnar þýða?“

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áformin ekkert breyst

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, talaði um mikilvægi þess að jafnvægisvöxtur náist á næstu misserum. Hann nefndi að hagvexti sé spáð 2,5 % 2019 í stað 2,7 samkvæmt fyrri spá í júní og forsendum í fjárlagafrumvarpinu. Heildaráhrifin af þessu við aðra og þriðju umræðu séu í raun og veru engin á lokaniðurstöðu um 1% afgang af vergri landsframleiðslu. Áformin um að halda áfram að byggja innviði hafi ekki breyst.

„Umræðan verður oft um tölur á blaði en við vitum að á endanum snýst þetta um fólk og við þurfum að huga frekar að verkefnum eins og uppbyggingu hjúkrunarheimila,“ sagði Willum og nefndi einnig að huga þurfi betur að öryrkjum og eldri borgurum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

Í gær, 19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Traust ekki endurheimt á einum degi

Í gær, 18:50 Lítið traust almennings til bankakerfisins á Íslandi kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ekki á óvart. Hann segir að þrátt fyrir þá tortryggni sem sé lýsandi fyrir almenna viðhorfið sé hvetjandi að sjá að traustið hafi vaxið ár frá ári. Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

Í gær, 18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

Í gær, 17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

Í gær, 17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

Í gær, 17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

Í gær, 17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

Í gær, 17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...