Snúa þarf við hverri krónu

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi að það væri sóknarfrumvarp sem muni leiða til betri tíma fyrir alla landsmenn.

Umræðunni lauk fyrir hádegi en greidd verða atkvæði um frumvarpið síðar í dag. 

Hann sagði að staða ríkissjóðs sé traustari en verið hefur í langan tíma, landsframleiðslan hafi aldrei verið meiri og að skuldir ríkissjóðs lækki hratt. Á næsta ári náist markmið ríkisstjórnarinnar varðandi skuldaviðmið. Bætt staða gerir henni kleift að ráðast í uppbyggingu innviða.

Bjarni sagði ánægjulegt að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið jafntímanlega og raun ber vitni og nefndi að munurinn á sjónarmiðum stjórnarandstöðunnar í umræðunni á þinginu hafi verið athyglisverður, sérstaklega varðandi útgjöldin en einnig tekjuhliðina.  

„Við erum að auka frumgjöldin um tæplega 5% sem er töluvert mikil útgjaldaaukning. Að því leytinu til eiga þeir inni fyrir orðum sínum sem hér hafa komið upp og sagt menn vera að gæta sín í útgjaldavextinum,“ sagði Bjarni.

Hann benti aftur á móti á að útgjöld sem hluti af landsframleiðslu séu ekki að vaxa. Hann sagði góða innistæðu fyrir því gera betur á mörgum sviðum, þar á meðal í samgöngumálum og heilbrigðismálum.

Vöxtur útgjalda ekki jafnhraður og áður

Hann sagði að í fjárlögunum sé verið að draga úr álögum á atvinnustarfsemina í landinu um átta milljarða með því að lækka tryggingagjaldið. Einnig geri ríkisstjórnin tilslakanir í bótakerfum og skattinum. Persónuafsláttur verði hækkaður umfram það sem vænst er í verðbólgu og að barnabætur hækki til þeirra sem hafa minnst á milli handanna.

„Þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu þá erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu,“ sagði hann og nefndi að aldrei áður hafi jafnmikið fjármagn verið lagt í almannatryggingakerfið.

Varðandi þróun útgjaldanna sagði hann að ekki sé hægt að hafa væntingar um að vöxtur þeirra verði verði jafnhraður og undanfarin ár hjá ríkinu. Þess vegna þurfi að hámarka nýtingu þeirra fjármuna sem eru til staðar. Snúa þurfi við hverri krónu áður en henni er ráðstafað.

Bjarni talaði um nýjan tón í þinginu miðað við síðustu ár. Ekki sé verið að kalla eftir frekari útgjöldum því þingmenn geri sér betur grein fyrir því að „öll okkar verkefni verða ekki bara leyst með því að auka við fjármagnið á bak við þau“.

Björn Leví Gunnarsson.
Björn Leví Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sagði frumvarpið stefnulaust

„Þessi fjárlög og fjármálaáætlun sem þessi fjárlög byggja á eru í einu orði sagt, miðað við lög um opinber fjármál, stefnulaus,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið.

Hann sagði enga kostnaðaráætlun vera fyrir hendi og að markmiðin séu mjög óskýr. Einnig nefndi hann að vissulega væri verið að setja metfjárhæð í umhverfismálin en að verkefnið sé samt gríðarlega mikið. Ríkisstjórnin sé að taka skref í umhverfismálum en langt frá því nægilega stór miðað við þær framtíðarhorfur sem blasa við okkur. Nefndi hann kaup á kolefniskvóta sem dæmi.

„Gagnsæi þessa fjármálafrumvarps er bókstaflega ekki neitt. Það kemur manni sífellt á óvart að heyra hvernig ýmsar útfærslur á tölum í fjárlögunum eru síðan túlkaðar í ráðuneytunum.“

Hann bætti við: „Af hverju ætti Alþingi að samþykkja fjárlög þar sem við vitum ekki hvað tölurnar þýða?“

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áformin ekkert breyst

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, talaði um mikilvægi þess að jafnvægisvöxtur náist á næstu misserum. Hann nefndi að hagvexti sé spáð 2,5 % 2019 í stað 2,7 samkvæmt fyrri spá í júní og forsendum í fjárlagafrumvarpinu. Heildaráhrifin af þessu við aðra og þriðju umræðu séu í raun og veru engin á lokaniðurstöðu um 1% afgang af vergri landsframleiðslu. Áformin um að halda áfram að byggja innviði hafi ekki breyst.

„Umræðan verður oft um tölur á blaði en við vitum að á endanum snýst þetta um fólk og við þurfum að huga frekar að verkefnum eins og uppbyggingu hjúkrunarheimila,“ sagði Willum og nefndi einnig að huga þurfi betur að öryrkjum og eldri borgurum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...