Ábyrg sóknarfjárlög

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

„Þetta eru sóknarfjárlög sem við afgreiðum í dag, sóknarfjárlög sem byggjast á traustri stöðu ríkissjóðs en mæta um leið þeim þörfum og væntingum sem uppi voru eftir síðustu kosningar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um atkvæðagreiðslu vegna fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár.

Hún sagði það „kúnstugt“ að heyra þingmenn stjórnarandstöðunnar tala um að ekki væri verið að byggja upp samfélagslega innviði þegar ríkisstjórnin væri að gera mun meira en það sem lofað var fyrir síðustu kosningar.

Katrín nefndi að horft væri til þess að byggja upp heilbrigðiskerfið, efla rannsóknir og nýsköpun, bæta kjör örorkulífeyrisþega, fjölga þeim sem ættu rétt á barnabótum og byggja upp vegakerfið.

„Þetta eru nefnilega sóknafjárlög sem eru um leið ábyrg og byggjast á traustum grunni. Ég er mjög stolt af því að fá afgreiða þessi fjárlög hér í dag,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina