Takast á um fjárlagafrumvarpið

Frá þingfundi á Alþingi.
Frá þingfundi á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framhald þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár hófst á Alþingi í morgun. Fyrstur til máls tók Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og næstur á mælendaskrá var Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Síðastur til máls tekur svo Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem lagði fram frumvarpið.

mbl.is