Mikil óvissa um fjölda hælisleitenda

Húsnæði Útlendingastofnunar.
Húsnæði Útlendingastofnunar. mbl.is/Hari

Heildarútgjöld dómsmálaráðuneytisins vegna málefna útlendinga árið 2019 eru áætluð rúmir 3,6 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og lækki um 39 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs, að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum,  í samræmi við aðhaldskröfu gildandi fjármálaáætlunar.

Heildarútgjöld velferðarráðuneytisins vegna málefna innflytjenda og flóttafólks eru áætluð tæplega 647 milljónir króna og hækka um 216 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 20 milljónum króna.

Fram kemur í frumvarpinu að aukin útgjöld velferðarráðuneytisins skýrist af hækkaðri fjárheimild vegna móttöku á flóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Nemur hækkunin 220 milljónum króna en á móti eru útgjöld til málaflokksins lækkuð um 4 milljónir króna í samræmi við gildandi fjármálaáætlun. Fjárlög 2018 gerðu ráð fyrir um 411 milljónum til málaflokksins.

Ennfremur er gert ráð fyrir 181 milljónar króna hækkun á framlagi til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði sveitarfélaga vegna  aðstoðar við fólk sem fengið hefur hæli á Íslandi.

Þá er fjármálaráðherra veitt heimild til þess að taka á leigu fasteignir fyrir búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar til þess að koma til móts við „stórauknar þarfir“ stofnunarinnar fyrir skammtímabúsetu  fyrir hælisleitendur á vegum hennar.

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að mikil óvissa sé um fjölda umsækjenda um vernd og samsetningu hópsins. Þrátt fyrir fækkun umsókna frá öruggum upprunaríkjum berist engu að síður enn fjöldi umsókna sem krefjist umfangsmikillar málsmeðferðar.

„Sveiflum í málaflokknum, bæði hvað varðar fjölda og eðli mála, fylgir tilheyrandi ófyrirsjáanleiki varðandi kostnað. Með hraðari málsmeðferð má lækka kostnað við þjónustu. Slíkt lækkar kostnað til lengri tíma en auka þarf við bjargir í málsmeðferð til að það náist.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið í morgun.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið í morgun. mbl.is/​Hari
mbl.is

Innlent »

47 milljónir vegna myglu á skrifstofu

10:54 Gerð er tillaga um 30 milljóna króna aukafjárveitingu til Alþingis sem að langmestu leyti skýrist af ófyrirséðum útgjöldum vegna viðgerðar á skrifstofuhúsnæði við Kirkjustræti 10. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við fjáraukalög. Meira »

Veittu Umhyggju hálfa milljón í jólagjöf

10:25 Securitas afhenti Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 500 þúsund krónur í jólagjöf, en fyrirtækið ákvað í samvinnu við viðskiptavini sína að styrkja gott málefni fyrir hátíðirnar. Meira »

„Framtíð tungumálsins á ábyrgð okkar allra“

10:21 „Það er á táknrænt hversu margar aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast menntamálum," segir menntamálaráðherra um þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, sem hún hefur lagt fram á Alþingi. Meira »

Lokaskýrsla um sanngirnisbætur kynnt

10:19 Blaðamannafundur verður haldinn í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14.30 í dag þar sem kynnt verður lokaskýrsla um sanngirnisbætur. Meira »

Flest með færri en tíu starfsmenn

10:15 Flest fyrirtæki landsins eru með færri en tíu starfsmenn samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2017 eða 94% þeirra. Meira »

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í mat

09:52 „Þetta var hugmynd hjá pabba mínum,“ segir Viktor Joensen í samtali við mbl.is. Hann og pabbinn, Bergleif Joensen, eru meðal þeirra sem skipuleggja jólamat á aðfangadagskvöld á Orange Café Espresso Bar í Ármúla fyrir þá sem eru einmana um jólin. Meira »

Siðfræðistofnun veitir stjórnvöldum ráðgjöf

09:16 Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum næstu tvö ár. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður í gær af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Jón Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Vilhjálmi Árnasyni, stjórnarformanni Siðfræðistofnunar. Meira »

26 fái ríkisborgararétt

08:41 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að 26 verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að nefndinni bárust alls 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþinginu. Meira »

Jólaskraut ekki á borð lögreglu

08:18 Ekki virðist jólaskreytingaæði landans, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, hafa gengið það langt að nágrannar sem telja sig hafa orðið fyrir ónæði hafi kært til lögreglu. Meira »

Áhafnir uppsjávarskipanna í jólafrí

07:37 Langt er komið með að veiða kolmunnaheimildir ársins og er búið að landa yfir 275 þúsund tonnum í ár. Alls er Íslendingum heimilt að veiða tæplega 315 þúsund tonn að meðtöldum sérstökum úthlutunum og flutningi á milli ára. Meira »

Lægðin tekur völdin

06:49 Djúp lægð nálgast landið og þegar líður á daginn tekur hún yfir stjórnina á veðrinu á landinu og hún verður einnig við stjórnartaumana á morgun. Það er því von á hvassviðri og rigningu síðar í dag. Meira »

Guðrún tjáir sig ekki

05:57 Guðrún Ögmundsdóttir, sem er formaður trúnaðarnefndar Samfylkingar, segist ekki vilja tjá sig um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar. Meira »

Þorskurinn fullur af loðnu

05:30 Þorskur sem Akurey AK, togari HB Granda, veiddi í Víkurálnum var stór og góður og fullur af loðnu, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Það þótti honum vita á gott, að því er fram kom í frétt útgerðarinnar. Meira »

Ræktun lyfjahamps fær dræmar viðtökur

05:30 Þingsályktunartillaga Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps hefur hlotið neikvæð viðbrögð allra sem sent hafa Alþingi umsögn um hana. Meira »

Fá að ávísa getnaðarvarnarlyfjum

05:30 Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem hafa sérstakt leyfi landlæknis og starfa þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Meira »

Tækjaeigendur bera ábyrgðina

05:30 Lyfjastofnun hefur lokið formlegri athugun á læknabekkjum Læknavaktarinnar í kjölfar slyss sem varð þar í haust þegar tveggja ára gömul stúlka klemmdist á milli rafknúinna arma á bekk. Meira »

Mikil óvissa í ferðaþjónustu

05:30 Mikil óvissa er um fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári. Greinendur hafa almennt spáð áframhaldandi fjölgun ferðamanna næstu ár. Hún verði þó hægari en síðustu ár. Útlit er fyrir rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í ár, eða rúmlega milljón fleiri en 2015. Meira »

Ákært í færri málum en árið áður

05:30 Alls voru 6.265 brot afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári. Þar af var ákært í 4.959 málum, eða 79% brotanna.  Meira »

16,8% fjölgun erlendra ríkisborgara

05:30 Alls voru 44.156 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. desember síðastliðinn og hefur þeim fjölgað um 6.344 manns frá því á sama tíma í fyrra eða um 16,8%, að því er fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...