Málflutningur hafinn í Hæstarétti

Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti. mbl.is/​Hari

Davíð Þór Björg­vins­son, sett­ur rík­is­sak­sókn­ari í end­urupp­töku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hóf málflutning að hálfu ákæruvaldsins Í Hæstarétti rétt í þessu.

Málið er óvenjulegt fyrir margar sakir en ekki síst fyrir það að ákæruvaldið krefst sýknu yfir þeim dæmdu. Þá fer ákæruvaldið ekki fram á að nein refsing sé gerð enda á það ekki við og byggir rökstuðning sinn að mestu á niðurstöðu endurupptökunefndar.

„Fyrsta atriðið sem verður að hafa í huga er að játningar í báðum málunum, eru einu haldbæru og haldbæru er ekki rétta orðið, heldur einu sönnunargögn þessa mála,” sagði Davíð Þór í málflutningi sínum.

Vísaði ákæruvaldið einnig til sjálfstæðrar heimildar fyrir endurupptöku um að taka megi mál upp ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.

Sagði Davíð að það væri mikilvæg forsenda þess að málið væri fyrir Hæstarétti í dag.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert