Urðu strandaglópar í Gróttu við norðurljósaskoðun

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á tíunda tímanum í gærkvöldi tilkynning um hóp erlendra ferðamanna sem höfðu orðið strandaglópar í Gróttu eftir að flæddi að. 

Fólkið var að skoða norðurljósin og áttaði sig ekki á sjávarföllunum. Björgunarsveit kom með bát og ferjaði fólkið í land að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá hafði lögregla afskipti af ofurölvi erlendum ferðamanni við Alþingishúsið um áttaleytið í gærkvöldi. Maðurinn gat ekki gert grein fyrir sér, né heldur hvar hann gisti og fékk því að sofa úr sér í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert