Heiður að taka á móti Íslendingunum

Að störfum á flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman.
Að störfum á flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman.

„Það var okkur mikill heiður að taka á móti fulltrúum íslenskra stjórnvalda um borð í Harry S. Truman,“ segir bandaríski flotaforinginn Gene Black í samtali við varnarmálavefsíðuna Dvidshub.net, um heimsókn utanríkisráðherra og fulltrúa utanríkismálanefndar í flugmóðurskipið í gær.   

Þar fylgust þeir með aðgerðum og hittu yfirmenn og hermenn úr sjóhernum.

„Við erum ánægð með að fá tækifæri til að ræða við leiðtoga gamals og trausts samherja, meðlims í NATO, og sýna okkar sveigjanlegu getu í hernaði sem herþotur hafa yfir að ráða til að þjóna sameiginlegum hagsmunum,“ bætir hann við.

Auk íslensku ráðamannanna fóru sendiherrar frá Kanada, Þýskalandi og Bretlandi um borð í flugmóðurskipið.

Frá æfingu hjá Landhelgisgæslunni.
Frá æfingu hjá Landhelgisgæslunni. Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir í viðtali við vefsíðuna að sem meðlimur í NATO hafi Íslandi sterk tengsl við samherja sína  á sviði varnarmála. „Við erum herlausir meðlimir NATO en tökum þátt í hefðbundnum athöfnum, þannig að þetta var mjög gott tækifæri.“

Hann bætir við að Ísland og aðrir meðlimir NATO muni starfa saman og séu tilbúnir til að aðlagast nýjum áskorunum ef þær koma upp.

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er enginn vafi á því. Sagan hefur sýnt fram á mikilvægi NATO. Sagan mun halda áfram að sýna að stofnunin er eins mikilvægt núna og hún verður í framtíðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert