Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

Maðurinn hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara.
Maðurinn hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar.

Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart stúlkunni, vegna aldurs, reynslu og trausts, ítrekað áreitt hana á heimili þeirra með því að snerta kynfæri hennar og brjóst. Þá er hann sagður hafa í eitt skipti snert kynfæri hennar og brjóst ásamt því að sleikja þau í sumarbústað fjölskyldunnar.

Er maðurinn ákærður fyrir brot á 1. og 2. mgr. 202 gr. almennra hegningarlaga sem fjalla um kynferðisbrot gegn börnum. Þá er hann einnig ákærður fyrir brot á 1. mgr. 194. gr. sömu laga sem tekur á nauðgun. Varða brot við þeim lögum allt að 16 árum og ekki skemur en 1 ári sé hann fundinn sekur um að hafa átt samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára.

Móðir stúlkunnar fer auk þess fram á að manninum verði gert að greiða stúlkunni þrjár milljónir króna í bætur vegna brotanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert