Gamlar Íslandsmyndir aðgengilegar

Leiðangur á Vatnajökli árið 1936.
Leiðangur á Vatnajökli árið 1936. Ljósmynd/skjáskot.

Nú er hægt að streyma gömlum heimildarmyndum sem teknar voru á Íslandi af dönskum kvikmyndargerðarmönnum snemma á síðustu öld í gegnum vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar. Þar má t.a.m. sjá myndir af leiðangri vísindamanna að Grímsvötnum árið 1936. Í sömu mynd má sjá fleiri náttúruperlur á borð við Gullfoss og Skógafoss. 


 Verið er færa safn stofnunarinnar yfir á stafrænt form og mikið myndefni er aðgengilegt af heimsóknum danska kóngafólksins hingað til lands. Heimsókn Friðriks VIII í ágústmánuði 1907 er gerð ítarleg skil og m.a. má sjá Matthías Jochumsson halda ræðu á Akureyri við tilefnið.  


 Áhugafólk um sögu ætti að geta gleymt sér í að skoða myndefnið því að nægu er af taka og margar merkilegar heimildir að finna í safni stofnunarinnar.

Vefur með myndum tengdum Íslandi.

mbl.is