Ölvaður ökumaður olli tjóni

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan handtók ölvaðan ökumann í austurhluta Reykjavíkur (hverfi 108) síðdegis í gær en maðurinn var valdur að umferðaróhappi með ökulagi sínu. 

Fjórir ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn þeirra var einnig með fíkniefni í fórum sínum og annar er ekki með ökuréttindi þar sem hann hefur verið sviptur þeim. Að sögn lögreglu hefur hann ítrekað verið stöðvaður þrátt fyrir að hafa ekki réttindi til þess að aka bifreið. 

Um eitt í nótt var maður handtekinn í Hafnarfirði grunaður um eignaspjöll o.fl. Hann er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert