Píratar sagðir erfiðir í samstarfi

149. löggjafarþing Íslendinga var sett 11. september sl. Guðni Th. …
149. löggjafarþing Íslendinga var sett 11. september sl. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðustól á setningarathöfninni. mbl.is/​Hari

Að undanförnu mun hafa verið grunnt á því góða á milli þingmanna Pírata og ýmissa annarra þingmanna á Alþingi. Þetta hefur Morgunblaðið eftir nokkrum þingmönnum, bæði stjórnarliðum og stjórnarandstæðingum, sem hafa fullyrt í eyru blaðamanns að Píratar væru afskaplega erfiðir í samstarfi.

Píratar sem Morgunblaðið hefur rætt við vísa því á bug, að þeir séu erfiðir í samstarfi, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni  í blaðinu í dag.

Einn þingflokksformaður sem rætt var við orðaði þetta svo: „Píratar eru mjög flóknir í samskiptum. Varðandi gang mála hér á þinginu þurfa menn að eiga alls konar samstarf og samráð, bæði formlegt og óformlegt. Í haust hafa Píratar verið alveg sérstaklega erfiðir í samskiptum og viljað hafa allt í mjög föstu formi, sem getur virkilega þvælt ákvarðanatöku og afgreiðslu mála.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »