Þyrlan komin með manninn á Ísafjörð

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti mann úr áhöfninni á Ísafjörð, þar …
TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti mann úr áhöfninni á Ísafjörð, þar sem sjúkraflugvél beið. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti á Ísafjarðarflugvelli um sex í kvöld með einn úr áhöfn togarans Frosta-ÞH229, sem eldur kom upp í á Halamiðum nú síðdegis. Sjúkraflugvél beið á flugvellinum og var haldið beint með manninn á Landspítalann til aðhlynningar samkvæmt heimildum mbl.is.

Tólf eru í áhöfn Frosta og fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni nú síðdegis að allir væru heil­ir á húfi, en hugs­an­legt sé að einn skip­verji sé með reyk­eitrun.

TF-SYN flaug vest­ur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins og var gert ráð fyr­ir að hún yrði kom­in að Frosta um sexleytið. Þá er áætlað að varðskipið Týr verði komið að skip­inu laust fyr­ir klukk­an 19:00.

Til stóð að tog­ar­inn Sirrý ÍS36, sem var kom­inn að Frosta rétt fyr­ir klukk­an fimm í dag, tæki hann í tog til hafnar, en búið er að ein­angra eld­inn í vél­ar­rúm­inu.

Sjá staðsetn­ingu Frosta ÞH á korti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert