Enginn verið yfirheyrður vegna brunans

Lögreglan hefur grun um hverjir voru að verki.
Lögreglan hefur grun um hverjir voru að verki. mbl.is/Hallur Már

Rannsókn stendur enn yfir á eldsvoðanum í Laugalækjarskóla í fyrrinótt, en á öryggismyndavélum sást til þriggja unglinga við skólann. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eru þeir að öllum líkindum undir 18 ára.

Af þeim sökum þyrfti að kalla til bæði foreldra og barnaverndaryfirvöld vegna málsins. Enginn hefur enn verið yfirheyrður vegna málsins en hefur lögregla grun um hverjir voru að verki og miðar rannsókn vel.

Allt til­tækt slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins var kallað út um hálft­vö í fyrrinótt vegna elds í Lauga­lækj­ar­skóla. Þrjár klukku­stund­ir tók að slökkva eld­inn, en hann komst und­ir klæðningu húss­ins og upp í þak, sem tor­veldaði slökkvistörf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert