Algengt að plöntur séu höfundarréttarvarðar

Strá­in við bragg­an í Naut­hóls­vík eru af dún­mel­s­teg­und.
Strá­in við bragg­an í Naut­hóls­vík eru af dún­mel­s­teg­und. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stráin sem gróðursett voru við braggann við Nauthólsveg eru af dúnmelstegund. Þetta segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður sem kveður sér þó ekki kunnugt um hvaða yrki sé þar á ferðinni.

Mikla athygli hefur vakið að gras­strá sem gróður­sett voru í kring­um braggann við Nauthólsveg 100 hefðu kostað 757 þúsund krón­ur, að því er DV greindi fyrst frá, og að ástæða kostnaðar­ins væri sú að strá­in séu höf­und­ar­var­in.

End­ur­gerð bragg­ans við Naut­hóls­veg hef­ur verið mjög um­deild, en kostnaður við fram­kvæmd­irn­ar fór langt fram úr áætl­un. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að kostnaður­inn yrði 158 millj­ón­ir, en heild­ar­kostnaður varð 415 millj­ón­ir.

Náskyldur melgresinu

Dúnmelur kemur að sögn Hafsteins frá vesturströnd Norður-Ameríku. „Þar nær hún frá Kaliforníu og norður eftir og yfir um norðurhvelið til Grænlands.  Þetta er tegund sem er náskyld melgresinu okkar og fyrir nokkrum áratugum var verið að reyna að sá henni hér,“ segir hann og kveður það m.a. hafa verið gert á aurunum neðan við Fljótshlíðina og víðar. Dúnmelurinn virðist þó síðar hafa horfið líkt og melgresið gerir er land nær jafnvægi og það hættir að berast þangað sandur. „Þá hættir plantan að þrífast. Hún þarf að vera í einhverju sem er á hreyfingu.“

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður segist forvitin að vita hvaða yrki dúnurtar ...
Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður segist forvitin að vita hvaða yrki dúnurtar hafi verið gróðursett við braggann. Ljósmynd/Aðsend

Hafsteinn kveðst vissulega vera forvitinn um hvaða yrki dúnmels hafi verið gróðursett við braggann. „Ég ætlaði nú að hafa samband við arkitektinn og fá að vita hvaða klóni þetta væri sem þarna er fluttur inn,“ segir hann.

Tekur tíma og peninga að fá plöntur höfundarréttarvarðar

Algengt er hins vegar að sögn Hafsteins að plöntur séu höfundarréttarvarðar, líkt og er í tilfelli dúnmelsins við braggann. „Þá þurfa hins vegar að koma til einhverjar kynbætur, eða úrval,“ segir hann. Höfundarréttarlaun séu þá greidd fyrir hvert framleitt eintak. „Þetta þarf að fara í gegnum stjórnvöld og einkaleyfisskráningu, tekur langan tíma og kostar mikinn pening.“

Hann segir mjög algengt að þetta sé gert í Ameríku og þar geti innflytjandi til dæmis fengið réttinn á nýrri plöntu sem flutt sé inn frá Evrópu. Hafsteinn kveðst telja að svipaða heimild sé einnig hægt að fá í Evrópusambandsríkjum. „Upphaflega er þetta þó hugsað þannig að einhver sem er að kynbæta plöntur, t.d. rósir eða epli, og sem kemur fram með eitthvað sem er öðruvísi, betra og eftirsóttara en það sem áður hefur verið í boði geti fengið greitt fyrir þá sérstöðu fáist hún viðurkennd.“

Viðkomandi getur þá fengið fullt einkaleyfi í sjö ár, þar sem hann fær t.d. um 15 kr. greiddar fyrir hverja plöntu. Hægt er að fá framlengingu á einkaleyfinu í tvígang um sjö ár í senn og lækkar greiðslan fyrir plöntuna um helming við hverja framlengingu.

Á svartlista Náttúruverndarstofnunnar

Að sögn Hafsteins er dúnmelurinn á skrá Náttúrverndarstofnunar yfir svartlistaðar tegundir. „Sá listi hefur aldrei verið löggiltur, en á honum er fullt af plöntum sem eru erlendar og ágengar.“ Hann segir dúnmelinn vera á  bannlista á mörgum ríkjum Evrópu, en hann geti verið ágengur á ákveðnum stöðum.

„Mér skilst þó á því sem gerðist hér áður fyrr, er dúnmelnum var sáð hér með erlendu fræi að þá hafi hann ekki náð að dreifa sér með fræjum,“ segir Hafsteinn og kveður dúnmelinn engu að síður hafa skriðið.

„Hann var forvitnilegur og melgresið líka, vegna þess að þau tilheyra eiginlega korntegundum og hægt er að blanda hveiti og dúnmel og hveiti og melgresi til að fá aðra korngerð, en það held ég að sé nú ekki í þessu tilviki,“ bætir hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mun efla ferðaþjónustu

05:30 Mikil lækkun olíuverðs eykur líkur á að ferðaþjónustan muni vaxa í takt við spár. Það gæti reynst þungvægt. Greining Analytica fyrir samgönguráðuneytið bendir þannig til að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega og ferðamanna. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »

Fallið verði frá dómsmáli

05:30 Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabótamál gegn ríkinu. Meira »

Nær ómögulegt að tryggja fulla dekkun

05:30 Nær ómögulegt er að ná fram fullri dekkun farsímaþjónustu hér á landi með hefðbundinni uppbyggingu farsímakerfisins á landi. Meira »

Grænt ljós á tillögu um strandeldi

05:30 Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landeldis ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar strandeldisstöðvar fyrirtækisins á Laxabraut 1 við Þorlákshöfn, sem verður með allt að 5.000 tonna ársframleiðslu á laxfisksafurðum. Meira »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna, sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

Í gær, 19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Traust ekki endurheimt á einum degi

Í gær, 18:50 Lítið traust almennings til bankakerfisins á Íslandi kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ekki á óvart. Hann segir að þrátt fyrir þá tortryggni sem sé lýsandi fyrir almenna viðhorfið sé hvetjandi að sjá að traustið hafi vaxið ár frá ári. Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

Í gær, 18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Múrverk
Múrverk...
Fullbúin íbúð til leigu..
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...