Algengt að plöntur séu höfundarréttarvarðar

Strá­in við bragg­an í Naut­hóls­vík eru af dún­mel­s­teg­und.
Strá­in við bragg­an í Naut­hóls­vík eru af dún­mel­s­teg­und. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stráin sem gróðursett voru við braggann við Nauthólsveg eru af dúnmelstegund. Þetta segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður sem kveður sér þó ekki kunnugt um hvaða yrki sé þar á ferðinni.

Mikla athygli hefur vakið að gras­strá sem gróður­sett voru í kring­um braggann við Nauthólsveg 100 hefðu kostað 757 þúsund krón­ur, að því er DV greindi fyrst frá, og að ástæða kostnaðar­ins væri sú að strá­in séu höf­und­ar­var­in.

End­ur­gerð bragg­ans við Naut­hóls­veg hef­ur verið mjög um­deild, en kostnaður við fram­kvæmd­irn­ar fór langt fram úr áætl­un. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að kostnaður­inn yrði 158 millj­ón­ir, en heild­ar­kostnaður varð 415 millj­ón­ir.

Náskyldur melgresinu

Dúnmelur kemur að sögn Hafsteins frá vesturströnd Norður-Ameríku. „Þar nær hún frá Kaliforníu og norður eftir og yfir um norðurhvelið til Grænlands.  Þetta er tegund sem er náskyld melgresinu okkar og fyrir nokkrum áratugum var verið að reyna að sá henni hér,“ segir hann og kveður það m.a. hafa verið gert á aurunum neðan við Fljótshlíðina og víðar. Dúnmelurinn virðist þó síðar hafa horfið líkt og melgresið gerir er land nær jafnvægi og það hættir að berast þangað sandur. „Þá hættir plantan að þrífast. Hún þarf að vera í einhverju sem er á hreyfingu.“

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður segist forvitin að vita hvaða yrki dúnurtar ...
Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður segist forvitin að vita hvaða yrki dúnurtar hafi verið gróðursett við braggann. Ljósmynd/Aðsend

Hafsteinn kveðst vissulega vera forvitinn um hvaða yrki dúnmels hafi verið gróðursett við braggann. „Ég ætlaði nú að hafa samband við arkitektinn og fá að vita hvaða klóni þetta væri sem þarna er fluttur inn,“ segir hann.

Tekur tíma og peninga að fá plöntur höfundarréttarvarðar

Algengt er hins vegar að sögn Hafsteins að plöntur séu höfundarréttarvarðar, líkt og er í tilfelli dúnmelsins við braggann. „Þá þurfa hins vegar að koma til einhverjar kynbætur, eða úrval,“ segir hann. Höfundarréttarlaun séu þá greidd fyrir hvert framleitt eintak. „Þetta þarf að fara í gegnum stjórnvöld og einkaleyfisskráningu, tekur langan tíma og kostar mikinn pening.“

Hann segir mjög algengt að þetta sé gert í Ameríku og þar geti innflytjandi til dæmis fengið réttinn á nýrri plöntu sem flutt sé inn frá Evrópu. Hafsteinn kveðst telja að svipaða heimild sé einnig hægt að fá í Evrópusambandsríkjum. „Upphaflega er þetta þó hugsað þannig að einhver sem er að kynbæta plöntur, t.d. rósir eða epli, og sem kemur fram með eitthvað sem er öðruvísi, betra og eftirsóttara en það sem áður hefur verið í boði geti fengið greitt fyrir þá sérstöðu fáist hún viðurkennd.“

Viðkomandi getur þá fengið fullt einkaleyfi í sjö ár, þar sem hann fær t.d. um 15 kr. greiddar fyrir hverja plöntu. Hægt er að fá framlengingu á einkaleyfinu í tvígang um sjö ár í senn og lækkar greiðslan fyrir plöntuna um helming við hverja framlengingu.

Á svartlista Náttúruverndarstofnunnar

Að sögn Hafsteins er dúnmelurinn á skrá Náttúrverndarstofnunar yfir svartlistaðar tegundir. „Sá listi hefur aldrei verið löggiltur, en á honum er fullt af plöntum sem eru erlendar og ágengar.“ Hann segir dúnmelinn vera á  bannlista á mörgum ríkjum Evrópu, en hann geti verið ágengur á ákveðnum stöðum.

„Mér skilst þó á því sem gerðist hér áður fyrr, er dúnmelnum var sáð hér með erlendu fræi að þá hafi hann ekki náð að dreifa sér með fræjum,“ segir Hafsteinn og kveður dúnmelinn engu að síður hafa skriðið.

„Hann var forvitnilegur og melgresið líka, vegna þess að þau tilheyra eiginlega korntegundum og hægt er að blanda hveiti og dúnmel og hveiti og melgresi til að fá aðra korngerð, en það held ég að sé nú ekki í þessu tilviki,“ bætir hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Alltof hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að alltof hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

Í gær, 19:27 Eigandi City Park Hótel segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

Í gær, 19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

Í gær, 19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík, verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

Í gær, 18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »

Velferðarráðuneytinu verði skipt upp

Í gær, 18:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að velferðarráðuneytinu verði skipt upp í heilbrigðisráðuneyti annars vegar og félagsmálaráðuneyti hins vegar. Meira »

Sigli aftur út á sundin árið 2020

Í gær, 18:18 „Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Meira »

Dóra Björt: „Tölvan segir nei“

Í gær, 17:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórar og oddviti Pírata, brá á leik á borgarstjórnarfundi í dag og lék þýtt og staðfært atriði úr bresku gamanþáttunum vinsælu Little Britain. Meira »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

Í gær, 17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

Í gær, 16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

Í gær, 16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

Í gær, 16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »