Algengt að plöntur séu höfundarréttarvarðar

Strá­in við bragg­an í Naut­hóls­vík eru af dún­mel­s­teg­und.
Strá­in við bragg­an í Naut­hóls­vík eru af dún­mel­s­teg­und. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stráin sem gróðursett voru við braggann við Nauthólsveg eru af dúnmelstegund. Þetta segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður sem kveður sér þó ekki kunnugt um hvaða yrki sé þar á ferðinni.

Mikla athygli hefur vakið að gras­strá sem gróður­sett voru í kring­um braggann við Nauthólsveg 100 hefðu kostað 757 þúsund krón­ur, að því er DV greindi fyrst frá, og að ástæða kostnaðar­ins væri sú að strá­in séu höf­und­ar­var­in.

End­ur­gerð bragg­ans við Naut­hóls­veg hef­ur verið mjög um­deild, en kostnaður við fram­kvæmd­irn­ar fór langt fram úr áætl­un. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að kostnaður­inn yrði 158 millj­ón­ir, en heild­ar­kostnaður varð 415 millj­ón­ir.

Náskyldur melgresinu

Dúnmelur kemur að sögn Hafsteins frá vesturströnd Norður-Ameríku. „Þar nær hún frá Kaliforníu og norður eftir og yfir um norðurhvelið til Grænlands.  Þetta er tegund sem er náskyld melgresinu okkar og fyrir nokkrum áratugum var verið að reyna að sá henni hér,“ segir hann og kveður það m.a. hafa verið gert á aurunum neðan við Fljótshlíðina og víðar. Dúnmelurinn virðist þó síðar hafa horfið líkt og melgresið gerir er land nær jafnvægi og það hættir að berast þangað sandur. „Þá hættir plantan að þrífast. Hún þarf að vera í einhverju sem er á hreyfingu.“

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður segist forvitin að vita hvaða yrki dúnurtar ...
Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður segist forvitin að vita hvaða yrki dúnurtar hafi verið gróðursett við braggann. Ljósmynd/Aðsend

Hafsteinn kveðst vissulega vera forvitinn um hvaða yrki dúnmels hafi verið gróðursett við braggann. „Ég ætlaði nú að hafa samband við arkitektinn og fá að vita hvaða klóni þetta væri sem þarna er fluttur inn,“ segir hann.

Tekur tíma og peninga að fá plöntur höfundarréttarvarðar

Algengt er hins vegar að sögn Hafsteins að plöntur séu höfundarréttarvarðar, líkt og er í tilfelli dúnmelsins við braggann. „Þá þurfa hins vegar að koma til einhverjar kynbætur, eða úrval,“ segir hann. Höfundarréttarlaun séu þá greidd fyrir hvert framleitt eintak. „Þetta þarf að fara í gegnum stjórnvöld og einkaleyfisskráningu, tekur langan tíma og kostar mikinn pening.“

Hann segir mjög algengt að þetta sé gert í Ameríku og þar geti innflytjandi til dæmis fengið réttinn á nýrri plöntu sem flutt sé inn frá Evrópu. Hafsteinn kveðst telja að svipaða heimild sé einnig hægt að fá í Evrópusambandsríkjum. „Upphaflega er þetta þó hugsað þannig að einhver sem er að kynbæta plöntur, t.d. rósir eða epli, og sem kemur fram með eitthvað sem er öðruvísi, betra og eftirsóttara en það sem áður hefur verið í boði geti fengið greitt fyrir þá sérstöðu fáist hún viðurkennd.“

Viðkomandi getur þá fengið fullt einkaleyfi í sjö ár, þar sem hann fær t.d. um 15 kr. greiddar fyrir hverja plöntu. Hægt er að fá framlengingu á einkaleyfinu í tvígang um sjö ár í senn og lækkar greiðslan fyrir plöntuna um helming við hverja framlengingu.

Á svartlista Náttúruverndarstofnunnar

Að sögn Hafsteins er dúnmelurinn á skrá Náttúrverndarstofnunar yfir svartlistaðar tegundir. „Sá listi hefur aldrei verið löggiltur, en á honum er fullt af plöntum sem eru erlendar og ágengar.“ Hann segir dúnmelinn vera á  bannlista á mörgum ríkjum Evrópu, en hann geti verið ágengur á ákveðnum stöðum.

„Mér skilst þó á því sem gerðist hér áður fyrr, er dúnmelnum var sáð hér með erlendu fræi að þá hafi hann ekki náð að dreifa sér með fræjum,“ segir Hafsteinn og kveður dúnmelinn engu að síður hafa skriðið.

„Hann var forvitnilegur og melgresið líka, vegna þess að þau tilheyra eiginlega korntegundum og hægt er að blanda hveiti og dúnmel og hveiti og melgresi til að fá aðra korngerð, en það held ég að sé nú ekki í þessu tilviki,“ bætir hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Siðferðisgáttin og sálfræðistofa í samstarf

16:34 Hagvangur mun hér eftir vísa þeim málum sem koma í gegnum Siðferðisgáttina til sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf., séu málin þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Meira »

Ætla sér að slá í gegn

16:30 Dömurnar í The Post Performance Blues Band ætla að gefa sér eitt ár til að slá í gegn. Ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Fyrst er meiningin að koma sér á kortið í London. „Ef fyrirætlunin gengur ekki eftir leggjum við árar í bát og hættum,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Meira »

Gætu verið byrjuð að afnema skerðinguna

16:28 „Ég vek athygli á því að á sama tíma og Öryrkjabandalagið ætlar að fara í mál við ríkið vegna þessara ömurlegu skerðinga þá hafnaði Öryrkjabandalagið og þingmaðurinn þessari tillögu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Segja verkföll bara ná til félagsmanna

16:19 Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna verkalýðsfélagsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins á vef sínum og ítreka að boðuð verkföll nái einungis til þeirra starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Meira »

Hljóðsjár hafa mikil áhrif á andarnefjur

16:15 Hljóðbylgjur frá hljóðsjám, sem meðal annars eru notaðar í sjóhernaði, hafa mikil áhrif á hegðun andarnefja á afskekktum svæðum á norðurslóðum, jafnvel þótt bylgjurnar séu sendar út í tuga kílómetra fjarlægð frá dýrunum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Grindvíkingar hamingjusamastir

16:06 Grindavík er hamingjusamasta sveitarfélag landsins samkvæmt nýrri könnun Embættis landlæknis á hamingju Íslendinga. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, kynnti niðurstöðurnar í dag, á alþjóðlega hamingjudeginum. Meira »

Stofnað sé til átaka um náttúru Íslands

16:00 Formannafundur Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiðifélaga átelur harðlega það samráðsleysi sem sagt er hafa verið viðhaft við undirbúning framlagðs frumvarps til breytinga á lögum um fiskeldi. Meira »