Fellt að skoða þátt borgarstjóra

Bragginn í Nauthólsvík.
Bragginn í Nauthólsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavík í dag að fela innri endurskoðun borgarinnar að ráðast í heildarúttekt á öllu ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsvík. Tillagan var lögð fram af fulltrúum meirihlutans í borgarráði; Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar  græns framboðs, Pírata og Viðreisnar. Málið snýst um endurgerð braggans sem hefur kostað 415 milljónir króna og farið langt fram úr kostnaðaráætlun.

Tillagan var svohljóðandi: „Borgarráð samþykkir að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á öllu því ferli sem endurgerð braggans fól í sér. Enginn angi málsins skal vera undanskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá upphafi til enda. Einnig er óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkur geri tillögur að umbótum í tengslum við það sem aflaga hefur farið og í bága við vandaða stjórnsýsluhætti.“

Sjálfstæðismenn lögðu fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðila yrði falið að sjá um úttektina enda væri innri endurskoðun Reykjavíkurborgar störfum hlaðin. Fyrir utan almenn eftirlitsstörf hefði henni verið falið að gera sérstaka úttekt á Orkuveitu Reykjavíkur sem taka muni nokkra mánuði. Enginn angi málsins ætti að vera undanskilinn og skoða þyrfti málið frá upphafi til enda. Þar á meðal framgöngu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Arnþór

Breytingartillaga sjálfstæðismanna var felld af borgarfulltrúum Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG. Meirihlutinn lét bóka að málið væri grafalvarlegt og fá yrði allar upplýsingar upp á borðið „til að geta hafist handa við úrbætur á kerfinu svo að koma megi í veg fyrir að svona endurtaki sig“. Innri endurskoðun væri óháð stofnun og fengi utanaðkomandi aðstoð eftir þörfum og meirihlutinn treysti henni til þess að leggja mat á málið.

Tillaga meirihlutans „aumt yfirklór“

Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna lögðu einnig fram bókun þar sem þeir áréttuðu það sem fram kom í breytingatillögu þeirra. Braggamálið væri þess eðlis að mikilvægt væri að fá niðurstöðu í úttekt þess sem fyrst og að hún væri hafin yfir allan vafa. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, lagði einnig fram bókun þar sem segir að tillaga meirihlutans sé aumt yfirklór. Innri endurskoðun hafi þegar allar heimildir til rannsóknar á málinu. Meirihlutinn hafi hafnað því að óháður aðili rannsakaði málið.

Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, lagði einnig fram bókun þar sem því er mótmælt að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að sjá um rannsóknina á braggamálinu. Innri endurskoðun gæti vart talist óháð vegna ákveðinna tengsla og vegna upplýsinga sem hún hefði haft allan þann tíma sem endurbygging braggans fór fram. Fyrir vikið yrði varla hægt að telja niðurstöður hennar áreiðanlegar.

„Hér er ekki verið að vísa í neina persónulega né faglega þætti starfsmanna IE heldur einungis að IE hefur fylgst með þessu máli frá upphafi í hlutverki eftirlitsaðila og getur því varla talist óháð. Annar þáttur sem gerir IE ótrúverðuga sem rannsakanda er að hún sá ekki ástæðu til að grípa inn í byggingarferlið jafnvel þótt framúrkeyrslan blasti við. Sem eftirlitsaðili og ráðgjafi borgarstjóra hefði IE átt að benda á þessa óheillaþróun og skoða strax hvort verið væri að fara á svig við vandaða stjórnsýsluhætti.“

Fyrir vikið væri óraunhæft að innri endurskoðunin ættti nú að setja upp rannsóknargleraugun og skoða ferlið með hlutlausum hætti. Það muni varla leiða til trúverðugra rannsóknarniðurstaðna. Fulltrúar meirihlutans létu að lokum bóka ítrekað traust þeirra í garð innri endurskoðunar: „Við treystum því að kjörnir fulltrúar þekki störf og hlutverk innri endurskoðunar og átti sig á því að hún er óháð og sjálfstæð í sínum störfum.“

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dæmdur fyrir að taka vörur út í óleyfi

12:26 Héraðsdómur Vestfjarða dæmi í dag karlmann á nítjánda aldursári í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta viðskiptakort fyrirtækis í eigin þágu í heimildarleysi. Meira »

„Urðu ekki aðeins fyrir andlegum skaða“

12:06 Engin könnun hefur farið fram á því hvernig sanngirnisbæturnar sem voru greiddar til þeirra sem dvöldu sem börn á stofnunum eða heimilum nýttust þeim sem þær fengu. Meira »

Ólíklegt að samningar takist

11:33 „Okkar mat á stöðunni núna er að það sé ólíklegt, svo ekki sé nú meira sagt, að það náist að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir áramót,“ segir Flosi Eiríksson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Lukku Láki og Ástríkur fá endurgreitt

11:24 Fyrsta grein frumvarps um stuðnings við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í morgun með 59 atkvæðum gegn tveimur. Allsherjar- og menntamálanefnd lagði til nokkrar breytingar á frumvarpi menntamálaráðherra; meðal annars að ritraðir séu skilgreindar sem bók, ekki tímarit. Meira »

Styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands

11:18 Mjólkursamsalan styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands fyrir jólin sem nemur um tveimur milljónum króna í formi vöruúttektar. Meira »

Miðflokkurinn tapar mestu fylgi

11:12 Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist sem fyrr með mest fylgi ís­lenskra stjórn­mála­flokka sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un MMR. Flokk­ur­inn er með tæp­lega 23% fylgi sem er um einu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 16,9% og Píratar eru með 14,4% fylgi. Meira »

3 milljarðar til 1.200 einstaklinga

11:10 Greiddar hafa verið sanngirnisbætur til hátt í 1.200 einstaklinga og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna lokaskýrslu um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn. Meira »

Ósáttur við sumt í málflutningi Veganfólks

10:59 Þorgeir Arnórsson segist ósáttur við sumt af því sem þeir sem lifa eftir Vegan-lífsstílnum halda fram um ástæður þess að fólk ætti að gerast Vegan. Birkir-Vegan hefur annað slagið mætt í Ísland vaknar og kynnt sjónarmið sín varðandi lífsstílinn. Meira »

47 milljónir vegna myglu á skrifstofu

10:54 Gerð er tillaga um 30 milljóna króna aukafjárveitingu til Alþingis sem að langmestu leyti skýrist af ófyrirséðum útgjöldum vegna viðgerðar á skrifstofuhúsnæði við Kirkjustræti 10. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við fjáraukalög. Meira »

Veittu Umhyggju hálfa milljón í jólagjöf

10:25 Securitas afhenti Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 500 þúsund krónur í jólagjöf, en fyrirtækið ákvað í samvinnu við viðskiptavini sína að styrkja gott málefni fyrir hátíðirnar. Meira »

„Framtíð tungumálsins á ábyrgð okkar allra“

10:21 „Það er á táknrænt hversu margar aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast menntamálum," segir menntamálaráðherra um þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, sem hún hefur lagt fram á Alþingi. Meira »

Lokaskýrsla um sanngirnisbætur kynnt

10:19 Blaðamannafundur verður haldinn í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14.30 í dag þar sem kynnt verður lokaskýrsla um sanngirnisbætur. Meira »

Flest með færri en tíu starfsmenn

10:15 Flest fyrirtæki landsins eru með færri en tíu starfsmenn samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2017 eða 94% þeirra. Meira »

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í mat

09:52 „Þetta var hugmynd hjá pabba mínum,“ segir Viktor Joensen í samtali við mbl.is. Hann og pabbinn, Bergleif Joensen, eru meðal þeirra sem skipuleggja jólamat á aðfangadagskvöld á Orange Café Espresso Bar í Ármúla fyrir þá sem eru einmana um jólin. Meira »

Siðfræðistofnun veitir stjórnvöldum ráðgjöf

09:16 Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum næstu tvö ár. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður í gær af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Jón Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Vilhjálmi Árnasyni, stjórnarformanni Siðfræðistofnunar. Meira »

26 fái ríkisborgararétt

08:41 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að 26 verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að nefndinni bárust alls 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþinginu. Meira »

Jólaskraut ekki á borð lögreglu

08:18 Ekki virðist jólaskreytingaæði landans, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, hafa gengið það langt að nágrannar sem telja sig hafa orðið fyrir ónæði hafi kært til lögreglu. Meira »

Áhafnir uppsjávarskipanna í jólafrí

07:37 Langt er komið með að veiða kolmunnaheimildir ársins og er búið að landa yfir 275 þúsund tonnum í ár. Alls er Íslendingum heimilt að veiða tæplega 315 þúsund tonn að meðtöldum sérstökum úthlutunum og flutningi á milli ára. Meira »

Lægðin tekur völdin

06:49 Djúp lægð nálgast landið og þegar líður á daginn tekur hún yfir stjórnina á veðrinu á landinu og hún verður einnig við stjórnartaumana á morgun. Það er því von á hvassviðri og rigningu síðar í dag. Meira »