Fellt að skoða þátt borgarstjóra

Bragginn í Nauthólsvík.
Bragginn í Nauthólsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavík í dag að fela innri endurskoðun borgarinnar að ráðast í heildarúttekt á öllu ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsvík. Tillagan var lögð fram af fulltrúum meirihlutans í borgarráði; Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar  græns framboðs, Pírata og Viðreisnar. Málið snýst um endurgerð braggans sem hefur kostað 415 milljónir króna og farið langt fram úr kostnaðaráætlun.

Tillagan var svohljóðandi: „Borgarráð samþykkir að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á öllu því ferli sem endurgerð braggans fól í sér. Enginn angi málsins skal vera undanskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá upphafi til enda. Einnig er óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkur geri tillögur að umbótum í tengslum við það sem aflaga hefur farið og í bága við vandaða stjórnsýsluhætti.“

Sjálfstæðismenn lögðu fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðila yrði falið að sjá um úttektina enda væri innri endurskoðun Reykjavíkurborgar störfum hlaðin. Fyrir utan almenn eftirlitsstörf hefði henni verið falið að gera sérstaka úttekt á Orkuveitu Reykjavíkur sem taka muni nokkra mánuði. Enginn angi málsins ætti að vera undanskilinn og skoða þyrfti málið frá upphafi til enda. Þar á meðal framgöngu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Arnþór

Breytingartillaga sjálfstæðismanna var felld af borgarfulltrúum Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG. Meirihlutinn lét bóka að málið væri grafalvarlegt og fá yrði allar upplýsingar upp á borðið „til að geta hafist handa við úrbætur á kerfinu svo að koma megi í veg fyrir að svona endurtaki sig“. Innri endurskoðun væri óháð stofnun og fengi utanaðkomandi aðstoð eftir þörfum og meirihlutinn treysti henni til þess að leggja mat á málið.

Tillaga meirihlutans „aumt yfirklór“

Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna lögðu einnig fram bókun þar sem þeir áréttuðu það sem fram kom í breytingatillögu þeirra. Braggamálið væri þess eðlis að mikilvægt væri að fá niðurstöðu í úttekt þess sem fyrst og að hún væri hafin yfir allan vafa. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, lagði einnig fram bókun þar sem segir að tillaga meirihlutans sé aumt yfirklór. Innri endurskoðun hafi þegar allar heimildir til rannsóknar á málinu. Meirihlutinn hafi hafnað því að óháður aðili rannsakaði málið.

Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, lagði einnig fram bókun þar sem því er mótmælt að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að sjá um rannsóknina á braggamálinu. Innri endurskoðun gæti vart talist óháð vegna ákveðinna tengsla og vegna upplýsinga sem hún hefði haft allan þann tíma sem endurbygging braggans fór fram. Fyrir vikið yrði varla hægt að telja niðurstöður hennar áreiðanlegar.

„Hér er ekki verið að vísa í neina persónulega né faglega þætti starfsmanna IE heldur einungis að IE hefur fylgst með þessu máli frá upphafi í hlutverki eftirlitsaðila og getur því varla talist óháð. Annar þáttur sem gerir IE ótrúverðuga sem rannsakanda er að hún sá ekki ástæðu til að grípa inn í byggingarferlið jafnvel þótt framúrkeyrslan blasti við. Sem eftirlitsaðili og ráðgjafi borgarstjóra hefði IE átt að benda á þessa óheillaþróun og skoða strax hvort verið væri að fara á svig við vandaða stjórnsýsluhætti.“

Fyrir vikið væri óraunhæft að innri endurskoðunin ættti nú að setja upp rannsóknargleraugun og skoða ferlið með hlutlausum hætti. Það muni varla leiða til trúverðugra rannsóknarniðurstaðna. Fulltrúar meirihlutans létu að lokum bóka ítrekað traust þeirra í garð innri endurskoðunar: „Við treystum því að kjörnir fulltrúar þekki störf og hlutverk innri endurskoðunar og átti sig á því að hún er óháð og sjálfstæð í sínum störfum.“

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

16:52 Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »

Þetta ber Félagsbústöðum að bæta

16:50 Í samantekt á skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna úttektar á viðhaldsverkefni Félagsbústaða við Írabakka 2 – 16 kemur fram að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða. Meira »

Bað um afsögn stjórnarformanns

16:23 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir afsögn Haraldar Flosa Tryggvasonar, stjórnarformanns Félagsbústaða, á fundi minnihlutans og stjórnarformannsins sem var haldinn í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í samtali Kolbrúnar við blaðamann. Meira »

Stærsta veiðiferðin á Íslandsmiðum

16:20 Stærsta túr frystitogarans Blængs NK á Íslandsmiðum er nú lokið eftir 40 daga veiðiferð, en afli togarans var 900 tonn upp úr sjó, að verðmæti 225 milljóna króna. Blængur kom til hafnar í Neskaupstað í gær og var uppistaða aflans ufsi og karfi, en togarinn millilandaði á Akureyri 27. september. Meira »

Krefst svara um mál geðsjúkra fanga

16:03 Skortur á skýrum svörum bæði dómsmála- og heilbrigðisráðuneytis um hvað gera eigi til að tryggja mannréttindi geðsjúkra fanga með fullnægjandi hætti, hefur leitt til þess að umboðmaður Alþingis kynnti forsætisráðherra málið til að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðherra. Meira »

Vilja rýmka tjáningarfrelsið

15:42 „Aðalmálið í öllum frumvörpunum er rýmkun tjáningarfrelsis,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, við mbl.is. Nefndin kynnti tillögur að umbótum á þessum sviðum í Þjóðminjasafninu í dag. Meira »

Farið verði ofan í alla ferla

15:10 „Þarna eru vísbendingar um að ákveðnum verkferlum sé verulega ábótavant. Ég fagna því að þessari úttekt innri endurskoðunar sé lokið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, um úttekt sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á íbúðum Félagsbústaða. Meira »

Yfirheyra skútuþjófinn á Ísafirði

14:55 Maðurinn, sem er grunaður um að hafa tekið skútuna Inook ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags, er erlendur. Yfirheyrslur yfir manninum standa nú yfir að sögn Hlyns Hafbergs Snorrasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Krefst lögbanns á Tekjur.is

14:28 „Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is. Meira »

Afnema refsingar vegna ærumeiðinga

14:18 Afnema á refsingar vegna ærumeiðinga og fella út ómerkingu ummæla sem úrræði vegna ærumeiðinga samkvæmt tillögum nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Meira »

Um 1.400 miðar eftir á landsleikinn

13:30 Enn eru til um 1.400 miðar á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.   Meira »

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

13:19 Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi. Meira »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »