Æfðu björgun við krefjandi aðstæður

Slökkviliðsmenn æfðu björgun við erfiðar aðstæður í Nesjavallavirkjun í gær. …
Slökkviliðsmenn æfðu björgun við erfiðar aðstæður í Nesjavallavirkjun í gær. Æfingin gekk vel að sögn slökkviliðsstjóra. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Slökkviliðsmenn frá Laugarvatni og Reykholti tóku þátt í æfingum á Nesjavöllum í gær til þess að tryggja hraða og örugga björgun í virkjunum Landsvirkjunar og Orku náttúrunnar. Æfingin gekk vel að mati Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu. „Við erum með fjórar æfingar á ári hjá hvoru fyrirtækinu,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Pétur segir æfinguna lið í að viðhalda þekkingu viðbragðsaðila þegar eitthvað kemur upp á í þessum tilteknu kringumstæðum, svo sem eldur eða slys á gestum og starfsmönnum. „Þetta eru oft þröng rými og alla vega,“ segir hann og bætir við að mikilvægt sé að tryggja að björgun verði eins hröð og örugg og mögulegt er.

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Flókin mannvirki til björgunar

„Þetta eru æfingar sem eru umfram það sem okkur er lögboðið að gera og þessi mannvirki eru flókin og tæknilega erfið til björgunar og úrlausna. Við leggjum mikla áherslu á að slökkviliðsmennirnir séu öllum mótum kunnugir í virkjununum,“ segir Pétur.

Hann tekur sérstaklega fram að mikill munur er á vatnsaflsvirkjunum og gufuaflsvirkjunum í sambandi við björgunarstarf. „Hætturnar eru öðruvísi til að mynda í gufuaflsvirkjun þar sem alls konar gastegundir geta komið upp eins og dæmin hafa sannað.“

„Það hefur tekist mjög vel til og hvert einasta sinn þá gera slökkviliðsmenn greinargerð og við skilum skýrslu inn til fyrirtækjanna um það sem okkur finnst megi betur fara upp á öryggið. Almennt hefur þessu verið breytt til þess vegar sem slökkviliðsmennirnir vilja fyrir næstu æfingu,“ staðhæfir hann.

Mikilvægt að hafa búnaðinn í lagi
Mikilvægt að hafa búnaðinn í lagi Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Virkjanir eru krefjandi aðstæður við björgun.
Virkjanir eru krefjandi aðstæður við björgun. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert