Ekki typpi heldur lítil hafpulsa

Litla hafpulsan eru um tveir metrar að hæð og sómir ...
Litla hafpulsan eru um tveir metrar að hæð og sómir sér vel í tjörninni innan um álftir, gæsir og endur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir tveggja metra hár skúlptúr sem afhjúpaður var í Reykjavíkurtjörn í gær hefur vakið töluverða athygli, ekki síst fyrir lögun sína sem minnir helst á kynfæri karlmanns. Höfundur verksins, Steinunn Gunnlaugsdóttir, segir það ekki hafa verið upphaflegan tilgang, heldur sé um hafpulsu að ræða og er verkið hennar framlag til 100 ára afmælis fullveldis Íslands.

„Þetta er pulsa sem situr eins og hafmeyjan á lítilli brauðbollu úti í tjörninni, er bísperrt og ánægð með sig, en svo er hún líka lítil hafpulsa í tjörn, handalaus og einhver kynjavera sem veit ekki hversu öflug hún er. Svo er hún pínu óhugnanleg,“ segir Steinunn í samtali við mbl.is.

Steinunn segir að óneitanlega sé einnig einhver kynusli í pulsunni. „Þetta er bæði hafmeyja, sem er yfirleitt kvenkyns, en líka typpi, þar sem það er mjög erfitt að vinna með pulsuform án þess að það verði typpi. En mér fannst það ekkert slæmt,“ segir hún.

„Lýðræðið er pulsa“

Skúlptúrinn er hluti af Cycle-listahátíðinni sem fer fram í fjórða sinn þessa dagana undir yfirskriftinni Þjóð meðal þjóða og með sýningunni lýkur tveggja ára rannsókn á fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusöguna, að sögn Guðnýjar Guðmundsdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, en fjallað var um hátíðina í Morgunblaðinu í vikunni. 

Forsaga skúlptúrsins nær hins vegar aftur til fyrri hluta árs 2009 þegar Steinunn bjó til myndband og innsetningu sem var sýnt í aðdraganda alþingiskosninganna. „Ég skírði það myndband „Lýðræðið er pulsa“ og þá kviknaði áhugi minn á pulsu sem myndlíkingu og myndlíkingin fyrir mér var lýðræðið,“ segir Steinunn. 

„Hugmyndin með myndbandinu var að pulsan í pulsubrauðinu er skylda, það er lýðræði, við getum ekkert valið um hvernig það er, hvort við fáum okkur það eða ekki, við fæðumst inn í það. En það sem við getum valið er áleggið ofan á og þegar við förum að kjósa veljum við áleggið ofan á. En á endanum erum við öll étandi pulsur og munurinn á flokkunum er ekki meiri en munurinn á milli remúlaðis og sinneps, allt bara frekar ódýrt „junk“,“ segir hún.

Steinnunn Gunnlaugsdóttir, listamaður.
Steinnunn Gunnlaugsdóttir, listamaður. Ljósmynd/Aðsend

Bjóst ekki við svona mörgum alþingiskosningum

Eftir að Steinunn sýndi myndbandið í fyrsta skipti ákvað hún að sýna það á kjördegi fyrir hverjar alþingiskosningar og bjóst hún þá við að sýna það á fjögurra ára fresti. „Ég hélt að þetta yrði mjög „chillað“ en ég er búin að vera sveitt að setja þetta upp,“ segir Steinunn, sem hefur sett sýninguna upp fjórum sinnum, það er á kjördegi 2009, 2013, 2016 og 2017.

Pulsan hefur því fylgt henni í bráðum tíu ár og við undirbúning skúlptúrsins kom hafpulsan til hennar. „Það er eitthvað órætt við hana. En þetta er framlag mitt til 100 ára afmælis fullveldisins,“ segir Steinunn.

Litla hafpulsan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í gærkvöldi og segir Steinunn að stundin hafi verið töfrandi og viðtökurnar hingað til hafi verið mjög góðar. „Það var mikið hlegið við afhjúpunina og geggjað stuð. Tjörnin fraus tuttugu mínútum eftir að við afhjúpuðum hana og það voru norðurljós og næstum því fullt tungl. Það var geggjuð stemning og ég hef fengið skemmtileg og óvænt viðbrögð.“

Hafpulsan mun standa fram í desember

Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, fengu aðstandendur Cycle-listahátíðarinnar afnotaleyfi hjá afnotadeild borgarinnar fyrir uppsetningu skúlptúrsins. Litla hafpulsan mun því standa í tjörninni fram í desember.

En er Steinunn ekkert hrædd um að pulsan fái ekki að standa óáreitt í allan þennan tíma?  

„Það er mjög freistandi að pota í hana eða faðma hana. Það er hluti af því þegar maður setur eitthvað upp í almenningsrými. Það getur hvað sem er gerst og það gerist bara það sem gerist,“ segir hún.

Draumur Steinunnar er að pulsan verði steypt í brons og fái að standa í tjörninni það sem eftir er. „Ég vona að sem flestir hafi gaman af henni og að hún veiti innblástur á sem víðastan hátt. Á endanum er þetta bara einhver kynjavera sem býr í tjörninni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

Í gær, 20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

Í gær, 20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

Í gær, 19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »

Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu

Í gær, 18:39 Jón Gnarr hefur ákveðið að farga mynd eftir Banksy, sem hann fékk að gjöf þegar hann starfaði sem borgarstjóri Reykjavíkur, við fyrsta tækifæri „þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan“. Meira »

Gleði og vinátta í prjónaklúbbum

Í gær, 18:30 Hlátrasköll og kliður mæta blaðamanni þegar hann mætir í Menningarhúsið í Árbæ. Mánudagsprjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborgar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Meira »

Stressandi en frábær upplifun

Í gær, 18:17 „Við höfðum trú á því að við gætum endað í sæti en þetta var smá sjokk,“ segir Kara Sól Einarsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla. Hún var hluti af sigurliði Árbæjarskóla í Skrekk í gærkvöldi. Meira »

Landsréttur stytti farbannið

Í gær, 17:51 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að tveir menn skuli sæta farbanni að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Meira »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

Í gær, 16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefið sé út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

Í gær, 15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

Í gær, 15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

Í gær, 15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

Í gær, 14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Infrarauður Saunaklefi tilboð til 15 nov 299.000
Verð 329.000 Topp klefar.Tilboð til 15 nov 299.000 Hiti frá 30- 75 gráður (því...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...